Leita í fréttum mbl.is

Dómharka

Kolbrúnar Bergþórsdóttur um Trump Bandaríkjaforseta er makalaus. Hvaðan kemur þessari konu öll þessi vizka?

" Allt frá upphafi forsetatíðar Donalds Trump hafa duttlungar og ofsafengnar tilfinningar stjórnað gjörðum hans. Fólk sem hann valdi til samstarfs við sig hrökklaðist fljótlega hvert á fætur öðru úr Hvíta húsinu. Skynsemi og yfirvegun viku fyrir ringulreið og upplausn. Þannig var staðan strax í byrjun og þannig er hún enn. Það sem helst virðist sýna hvernig vindar blása dag hvern í Hvíta húsinu eru æði skringilegar og ofsafengnar Twitterfærslur forsetans. Ekki verður sagt að þær endurspegli eftirsóknarverða sálarró. Þvert á móti bera þær vott um hvatvísi, móðgunargirni og heiftarhug. Þegar þessar tilfinningar grassera innra með einum valdamesta manni heims þá er ekki von á góðu.

Heimurinn er svo sannarlega fullur af hættum en er nú orðinn enn hættulegri en áður eftir morðið á íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði. Soleimani, sem mun ekki hafa verið friðarhöfðingi, varð samstundis að píslarvotti í hugum Írana og morðið á honum gæti kallað hefndaröldur yfir Bandaríkin. Trump er þó vitanlega hvergi banginn og hótaði eyðileggingu menningarverðmæta Írana yrði hefnt fyrir morðið. Einhverjum virðist hafa tekist að útskýra fyrir honum að slíkt flokkast sem stríðsglæpur því nýlega dró hann nokkuð í land, en greinilegt var af orðum hans og fasi að honum þætti stórfurðulegt að slík aðgerð væri talin glæpsamleg. Þetta minnir á orð sem hann viðhafði eitt sinn um Genfarsáttmálann sem hann sagði vera vandamál, því hann fæli í sér alls kyns reglur og reglugerðir sem gerðu að verkum að hermenn væru smeykir við að berjast almennilega.

Það er með ólíkindum að maður eins og Trump skuli hafa orðið forseti Bandaríkjanna og þar með einn valdamesti maður heims.

Það er með enn meiri ólíkindum að hann skuli, eftir skelfilega stjórnartíð, eiga möguleika á endurkjöri.

Hugmyndaheimur hans er afar sérkennilegur. Í hans huga eru konur leikföng, innflytjendur hugsanlegir glæpamenn og múslimar alveg örugglega hryðjuverkamenn.

Það er nokkur raun fyrir friðsamar þjóðir heims að þurfa að eiga samskipti við Donald Trump.

Víst er að langstærsti hluti íslensku þjóðarinnar hefur á honum litlar mætur.

Það breytir þó engu um það að Bandaríkin eru mikilvæg vinaþjóð okkar og þeim samskiptum þarf að sinna. Um leið þarf að gæta að því að leggja ekki blessun sína yfir gjörðir Bandaríkjaforseta, sem er tilbúinn að leggja mannkyn í stórhættu til þess eins að þjóna duttlungum sínum.

Þingmaður Samfylkingar hafði orð á því á dögunum að Ísland ætti jafnvel að íhuga úrsögn úr NATO meðan Bandaríkjamenn væru þar svo fyrirferðarmiklir. Ekki er ástæða til að taka undir þau orð. Slíkt væri alls ekki gæfuspor fyrir Ísland.

Einangrunarhyggja dugar ekki. Ljóst er að flestum NATO-þjóðum hugnast ekki nýjasta útspil Bandaríkjaforseta og vilja halda aftur af honum, en um leið er ljóst að það verður ærið verk. Íslendingar eiga ekki að flýja þann félagsskap heldur taka þátt í því að standa vaktina og sýna ábyrgð."

Ég hef mætur á Donald Trmp og hef stutt hann frá fyrsta degi. Oft hef ég ekki verið bjartsýnn á að hann væri ekki að gera í buxurnar. En alltaf hefur hann kraflað sig upp. Í heildina hefur hann gert margt ótrúlega gott.

Ég myndi eiga erfitt með að taka ákvörðun um að kála manni í drónaárás, ég er andvígur mannvígum ef einhver leið er til að komast hjá þeim.Ég var því ekki mjög hamingjusamur með drápið á Solemanei og er ekki enn og á eftir að sjá langtíma árangurinn.Það eru hinsvegar aðstæður sem dráp eru hugsanlega nauðsynleg í stórveldapólitík sem ég  stjórna ekki sem betur fer eins og að drepa Osama Bin Laden og Bagdadi. Kannski er drápið á Solemanei réttlætt með langtímasjónarmiði Trumps sem ég þarf ekki að skrifa undir sem betur fer.

En dómharka Kolbrúnar Bergþórsdóttur yfirgengur mig. Það er ekki vandfundið slíkt allsherjarséní ef menn eru að leita að forseta  fyrir Ísland, formann í Samfylkingunni fyrir góðafólkið og opin landamæri. Svona dómharka yfir heilli þjóð sem er úrskurðuð allsherjar fífl af því að hún kýs  og endurkýs líklega Donald Trump sem sinn forseta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nýjasta afrekið: Að kenna Írönum um að Súnnítar í Írak ollu mannfalli hjá Bandaríkjamönnum eftir að ráðist hafði verið inn í landið á fölskum forsendum, nokkuð sem Trump hefur kennt Bush og Obama um! 

Ómar Ragnarsson, 9.1.2020 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband