Leita í fréttum mbl.is

Skammsýnin

hefnir sín í sambandi við Sorpumálin í Álfsnesi. 

Þar var tjaldað til einnar nætur með að byggja risavaxna moltu og jarðgerðarstöð sem aðeins þarf að urða 5 % af framleiðslu sinni. Urðun sorps á að verða úr sögunni efir áratug eða svo.

Upp úr þessari stöð stíga mekkir af brenndu methani sem geta knúið þúsundir af bílum. Reykjavík kaupir rafmagnsstrætóa meðan  á þessu stendur.

Ef byggð hefði verið sorpbrennslustöð í Á Álfsnesi, svipað og Kalka á Reykjanesi, þá væri staðan önnur.En við vorum víst svo flott að segja að við hefðum nóg af heitu vatni og rafmagni að við þyrftum ekki orku úr sorpinu og svo væri þetta dýrara í byrjun.

Hvað líður framtíðinni með sorpmál höfuðborgarsvæðisins og fleiri byggða? Hversu lengi ætlum við að horfa framhjá því að brennsla er eina lausnin á sorpmálum til framtíðar?  Og það á stórum mælikvarða.

Amager-Bakke stöðin er fyrirmynd sem við getum nánast tekið afrit af.

Sorpvandamálið fer ekki af sjálfu sér með skammsýni eða með deilum um það hverjum eða hvaða flokki sé um að kenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Er ekki einfaldara að setja upp aflvél á staðnum, tengja hana við rafal og selja út á netið? 

Á rafmagnsdreyfikerfinu geta allir notað gasið frá sorpu, í formi rafmagna. 

Ég set þetta fram sem spurningu frá þeim sem ekki veit?

Egilsstaðir, 24.01.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 24.1.2020 kl. 15:12

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Góð hugmynd Jónas, orkan fer þarna forgörðum.

Halldór Jónsson, 24.1.2020 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband