Leita í fréttum mbl.is

Framaf brúninni

gæti verið fyrirsögnin á Staksteinum Morgunblaðsins í dag.

Þar segir:

"Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær var sagt frá þróun launa hér og erlendis á nýliðnum árum.

Fram kom að laun á almennum markaði hækkuðu um 41% frá janúar 2015 til október í fyrra. Þessi gríðarlega launahækkun verður á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkar um tæp 13%, sem sýnir hve mjög kaupmáttur hefur aukist á skömmum tíma.

Ekki er síður áhugavert að sjá að í ríkjum ESB hækkuðu laun um 2,7% frá 2015 til 2018 í evrum talið, en hér var hækkunin á sama mælikvarða 38,7%.

En þó að þetta sé ánægjulegt er augljóst er að þessi þróun getur ekki haldið áfram hér á landi á sama hraða. Fjöldi fyrirtækja stendur ekki lengur undir þeim miklu hækkunum sem samið hefur verið um og eins og Yngvi Harðarson hagfræðingur bendir á í fyrrnefndri fréttaskýringu er þessi þróun ósjálfbær til lengri tíma og kallar á leiðréttingu.

Hann nefnir tvo möguleika; gengislækkun eða aukna framleiðni, sem geti verið ný framleiðslutækni og/eða fækkun starfsfólks. Gengislækkun sé ólíkleg og einnig er ólíklegt að framleiðslutækni breytist það hratt að hún standi undir áframhaldandi launahækkunum á óbreyttum hraða. 

Þá stendur aðeins eftir fækkun starfa. Það er sá kostur sem verkalýðshreyfingin ætti að vilja forðast, en svo virðist sem sumir forystumenn hennar séu ekki endilega á þeim buxunum. "

Það er við þessar aðstæður sem Sósíalistaflokkur fjögurrablaðaSmára og Sólveig Anna vilja sprengja upp Lífskjarasamningana með verkföllum. Þau vilja ýta Íslandi fram af brúninni sem áfanga á leiðinni til sæluríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Steinþór Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Björnsbakarís, segir íslensk bakarí ekki geta staðið undir þeim miklu launahækkunum sem orðið hafi síðustu ár. „Starfsmannakostnaður á Íslandi er orðinn alltof mikill, sérstaklega fyrir framleiðslufyrirtæki eins og okkar,“ segir Steinþór. „Það er grimm samkeppni á markaðnum. Samkeppnishæfni fyrirtækjanna hefur hins vegar ekki aukist að sama skapi. Við hjá bakaríunum eigum í samkeppni við innflutning og á meðan krónan er þetta sterk er innflutningurinn ódýr. Við getum ekki keypt inn hráefni á heimsmarkaðsverði, t.d. egg, smjör og ost. Okkur er gert að keppa við innfluttar vörur án nokkurra vörugjalda en er gert ókleift að kaupa sömu hráefni nema með háum gjöldum. Til að mynda er gjald á kíló af innfluttu smjöri rúmlega 600 kr.“ Hefur ekki skilað sér Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Morgunblaðið að með launahækkunum aukist kaupgeta launþega. Með því aukist sala fyrirtækjanna. Þannig yrðu hærri laun allra hagur. Spurður um þetta sjónarmið segir Steinþór að þetta hafi ekki gengið eftir í kjölfar lífskjarasamninganna. Salan dreifist víðar en áður. Fleiri keppi um markaðinn, þ.m.t. stórfyrirtækin Ikea og Costco sem hafi náð töluverðri markaðshlutdeild. „Það er síðan dýrt að hækka laun á Íslandi, sökum þess að launatengd gjöld, t.d. lífeyrissjóðsgreiðslur og tryggingagjald, eru hlutfall af launum. Síðan má benda á að við búum við 80% álag á dagvinnukaup á nóttunni og um helgar en talsvert af greiddu kaupi í bakaríum er einmitt vegna vinnu á þeim tíma. Við erum föst í úreltu kerfi sem hreint og beint hvetur til yfirvinnu en í mörgum framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum fer starfsemin fram á kvöldin, nóttunni og um helgar.“

Halldór Jónsson, 25.1.2020 kl. 09:45

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk þarf bara þessi laun, því það er dýrt að búa hér.  Á meðan 80-90% af laununum fer í skatt *eftir* að búið er að draga launatengd gjöld frá verður það þannig.

Eina leiðin til að búa til hér enn meiri kaupmátt er að lækka eitthvað af þessum gjöldum eða lækka eða fella niður einhvern af sköttunum.

En það verður aldrei gert.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.1.2020 kl. 11:48

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við erum þegar farin að finna fyrir því að launahækkanir hafa verið óhóflegar á undanförnum árum. Það tekur tíma fyrir áhrifin að koma fram. Það athygliverða nú er, að þau virðast fremur birtast í atvinnuleysi en í verðbólgu. Það er á annan veg en það hefur að jafnaði verið hérlendis.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2020 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband