Leita í fréttum mbl.is

Píratasiðferðið

er greinilega öðruvísi en gengur og gerist á Alþingi.

Þórhildur Sunna segir samþingmann sinn vera ótíndan þjóf. Hún fær vítur fyrir kjaftinn á sér.

 Hún skeytir því engu og er slétt sama. Björn Leví, þessi sem hefur vit á öllu og biður um skrifleg svör um óskrifaðar reglur Alþingis, og skrifar í Moggann á miðopnu,honum finnst þetta allt í lagi hjá Sunnu.

Jón Þór Ólafsson, þessi sem er á malbikunarjakkanum á Alþingi, hann bjó í niðurgreiddri stúdentaíbúð sem þingmaður. Engan  móral hafði hann af því svo vitað sé.

Sunna fór með 11 samþingmönnum sínum í siglingu til útlanda sem enginn veit til hvers var farin Af hverju fáum við kostunaraðilarnir ekki dagbók frá þessu fólki? Skyldi það ekki ætla að kolefnisjafna þetta?

Þetta  sama lið talar eins og það hafi einkaleyfi á gagnsæi og heiðarleika.Er ekki greinilegt að að fer eftir einhverjum öðrum siðareglum en venjulegt fólk? 

Eitthvað sérstakt Píaratasiðferði er í gildi hjá þessum liði sem okkur hinum er hulið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En er hann ekki ótíndur þjófur ? Hvernig þjófur er hann þá?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.2.2020 kl. 13:48

2 identicon

Þeir ÍSLENDINGAR, sem berjast með Landinu OKKAR og sameign eru í efstu sætum. Útlægir eru allir,sem "ÓSKA" eftir inngöngu til STJÓRNLAUSRAR esb í BRUSSEL. Til hamingju FRJÁLSIR BRETAR með öll ykkar heimsviðskipti og sterka vegabréfaskoðun.

SAMA eiga ÍSLENDINGAR að gera við fullan aðskilnað við ESB og semja við BREXIT á EIGIN VEGUM, en ekki í slaftogi MEÐ Norðmönnum, eins og góðbloggari minntist á. ÁHÆTTAN eltir okkur með ALÞJÓÐASAMVINNU sagði annar góðskrifari.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 4.2.2020 kl. 15:57

3 identicon

Hvernig var það með siðferði Sjálfstæðismanna og Árna Johnsen? Og hvernig var málið með barnaníðinginn sem sprengdi ríkisstjórnina hér um árið? Tengingar formannsins við aflandsfélög og Panama? Og var það ekki Sjálfstæðismaður sem einn Íslendinga hefur verið ákærður og sakfelldur af Landsdómi, og fékk í verðlaun sendiherrastöðu frá siðferðisheftum samflokksmönnum sínum? Og þá er aðeins fátt upp talið.

Það væri ekki úr vegi fyrir þig að lesa þér aðeins til um viðhald og umhirðu glerhúsa þar sem þú býrð í einu slíku.

Vagn (IP-tala skráð) 4.2.2020 kl. 18:57

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Var hann sakfelldur Jósef?

Vagn ,ég birti ekki skítinn frá þér í athugasemd sem þú sendir , ég er búinn að aðvara þig með það að vera kurteis og málefnalegur ef ég á aðð birta eitthvað frá þér.

Halldór Jónsson, 4.2.2020 kl. 21:32

5 identicon

Ég var bæði kurteis og málefnalegur, allavega bæði kurteisari og málefnalegri en þú. En ekkert mál, ég átti ekki von á því að ábending um bókfærða spillingu og siðferði sjálfstæðisflokksins rynni ljúflega niður hjá þér.

Vagn (IP-tala skráð) 4.2.2020 kl. 22:45

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Finnst mönnum þessi skrif Vagns falleg og kurteis?

"Hvernig var það með siðferði Sjálfstæðismanna og Árna Johnsen? Og hvernig var málið með barnaníðinginn sem sprengdi ríkisstjórnina hér um árið? Tengingar formannsins við aflandsfélög og Panama? Og var það ekki Sjálfstæðismaður sem einn Íslendinga hefur verið ákærður og sakfelldur af Landsdómi, og fékk í verðlaun sendiherrastöðu frá siðferðisheftum samflokksmönnum sínum? Og þá er aðeins fátt upp talið.

 

Það væri ekki úr vegi fyrir þig að lesa þér aðeins til um viðhald og umhirðu glerhúsa þar sem þú býrð í einu slíku"

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn eitthvert einkaleyfi á spillingu?

Halldór Jónsson, 5.2.2020 kl. 03:56

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Álítur Vagn mig sem einhvern sérstakan varnaraðila fyrir alla Sjálfstæðismenn, heiðarlega sem óheiðarlega(mér sýnist að hann telji að þeir séu  fjölmennari en í öðrum flokkum) og þá er ég væntanlega óheiðarlegur sjálfur að hans áliti?

Í hvaða flokki íslenskum álítur Vagn að heiðarlegasta fólkið sé að finna að hundraðshlutum? Er fólk bara heiðarlegt af því að það hefur aldrei fengið tækifæri á því að komast að í spillingunni sem virðist vera mikil eftirspurn eftir ef marka má algengið? Fólk er svo undrafljótt að byrja að svindla bara ef það fær tækifæri til.Er Vagn alveg laus við freistingar sjálfur í stóru og smáu? Tekur aldrei nótulaust í skiptum fyrir afslátt?

Halldór Jónsson, 5.2.2020 kl. 09:35

8 identicon

Halldór, hann viðurkenndi þjófnaðinn og skilaði ránsfengnum. Það má síðan setja stórt spurningarmerki við hversvegna hann var ekki sakfelldur. Ætli pólitíkin hafi eitthvað haft með það að gera?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 5.2.2020 kl. 09:48

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvar er þetta skjalfest Jósef?. Þetta hefur þá farið framhjá mér.Ég  hef aldrei heyrt að menn sleppi undan réttvísinni bara fyrir flokkskírteini í Sjálfstæðisflokknum. 

Halldór Jónsson, 5.2.2020 kl. 09:56

10 identicon

Píratasiðferði eða Sjálfstæðisflokkssiðferði? Ég vona að þú hafir hvorugt og getir því sofið með góða samvisku.

Eins og þú þá hef ég engar upplýsingar um í hvaða flokki íslenskum heiðarlegasta fólkið sé að finna að hundraðshlutum. Ég verð því eins og þú að setja alla flokksmenn undir sama hatt, þig með talinn. Hvers vegna það angrar þig að ég skuli nota sömu aðferðarfræði og þú skil ég ekki.

Vagn (IP-tala skráð) 5.2.2020 kl. 12:35

11 identicon

Ég var ekki að saka sjálfstæðisflokkinn um eitt eða neitt, Halldór, enda eru stjórnmálaskoðanir mínar í samræmi við sjálfstæðisstefnuna að mestu þó ég sé ekki flokksbundinn og satt að segja á móti flokksræðinu. En maðurinn er þingmaður og væntanlega þarf þá að svipta hann þinghelgi rétt eins og Árna Johnsen á sínum tíma, svo hægt sé að sækja hann. Spilling viðgengst í öllum flokkum. Það er einfaldlega fylgisfiskur flokksræðisins að mínu mati.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 5.2.2020 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband