Leita í fréttum mbl.is

Blendnar tilfinningar

 bærðust með mér þegar ég horfði á kerfiskurfinn Steingrím J. Sigfússon úr Þistilfirði nærri slefa af ánægju yfir að handleika nýja skófluna í væntanlegum húsgrunni Alþingis. Þúsundir fermetra undir útþenslu báknsins.

Þessi maður sem hefur verið á framfæri þjóðarinnar mestallt sitt líf og þekkir varla annan vinnuveitanda. Er hann rétti maðurinn til að hafa forystu um útbreiðslumál Alþingis?

Svo kemur Bjarni Benediktsson og tilkynnir um sölu á ríkisbanka til að styrkja innviðina.Hvað með Asíubankann sem hann keypti í?

Hverjum er treystandi til að kaupa ríkisbanka og reka hann í þágu lands og þjóðar? Ragnari Þór eða Sólveigu Önnu? Gunnari Smára?

Ég myndi hafa mesta trú á Björgólfi Thor. Hann hefur langmestu reynsluna í heimsfjármálum. Ég er sannfærður um að hann er afburðamaður að allri gerð eftir að lesa bókina hans "From billions to bust" Ég myndi vilja semja við hann beint um að koma að þessum bönkum.Pabbi mætti alveg vera með mín vegna enda vel tengdur víða. Ég hugsa að arðsemin myndi koma fljótt upp fyrir frostmarkið.

Því ekki að gera bara kompaní við Björgólfana frekar en lífeyrissjóðafurstana sem enginn kaus?

Já maður verður var við blendnar tilfinningar þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.2.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 3420405

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband