Leita í fréttum mbl.is

Byggjum sorpbrennslustöð

í Gufunesi og reynum að bæta fyrir þá skammsýni sem fólst í að byggja þessa bráðabirgðalausn.

Amager-bakke stöðin er fyrirmynd sem við getum notað. Stöð í Gufunesi getur þjónað miklum meirihluta landsmanna strax og öllu landinu með tíð og tíma og flutningakerfi.

Nú þegar efahagslífið kallar á innviðauppbyggingu er þetta framkvæmd sem umhverfissinnar ættu að geta stutt. Til framtíðar er erfitt að sjá nema þjóðarhag í framkvæmdinni.

Byggjum sorpbrennslustöð í Gufunesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Var hún ekki svolítið dýr þessi danska? Og var ekki í fréttum í gær að ruslahaugarnir væri komnir á hausinn?

Þorsteinn Siglaugsson, 21.2.2020 kl. 16:50

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ruslahaugar geta ekki farið á hausinn ef þú hugsar Þorsteinn. Það er eitthvað annað á baka við.

Halldór Jónsson, 21.2.2020 kl. 16:52

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Að hitta naglann á höfuðið var gott sport á Dyrhavbakken. Danir geta gert það inn í miðborg Amager. Því ekki hér? Framsóknarflokkurinn er kominn í kosningagírinn og vill deila út skattfé. Margir Sjálfstæðismenn virðast hrifnir af varaformanni þeirra sem vill fara í flóðavarnir og dreifingu 50 milljarða skattfé út og suður. Á sama tíma getur formaðurinn ekki útvegað 4 milljarða í að gera tvíbreiðan slysaveg ofan Straumsvík. Eitthvað "annað á bak við"?

Sigurður Antonsson, 21.2.2020 kl. 17:42

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég lep bara upp það sem kemur í fréttunum Halldór. Og tel best að hugsa ekkert mikið um það :)

Þorsteinn Siglaugsson, 21.2.2020 kl. 20:55

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 Ég heyrði einhvern tíma að Amager brennslustöðin hefði kostað u.þ.b. 85 milljarða ISK.

Vissulega há upphæð, en auðvita má hugsa sér að Íslendingar gætu komist af með minni stöð og ekki jafn glæsilega byggingu, því ekki er vöntun á skíðbrekkum sú sama á Íslandi og í Danaveldi.

Það hefur verið talað um að stöðin ætti að sjá um sorp frá ca. 700.000 íbúum og 50.000 fyrirtækjum.

En svo er spurning hvað stöðin aflar mikilla tekna með sölu á rafmagni og heitu vatni, ösku, málmum o.s.frv.

Ég er alveg sammála Halldóri að tímabært er að fara að huga að slíkri framkvæmd, urðun mun aldrei halda áfram til lengri framtíðar og að fara að sigla með sorp úr landi er hálf geggjað.

G. Tómas Gunnarsson, 22.2.2020 kl. 15:37

6 identicon

VÍSINDALEG SORPBRENNSLUSTÖÐ fyrir ÍSLAND og nálæg lönd hér norður frá gæti gert mikið gagn. BESTU byggingarlóðir REYKJAVÍKURBORGAR eru fráteknar og "seldar"??.

GELDINGANESIÐ, ÁBURÐARVERKSMIÐJAN eru "fráteknar" undir hús byggingar. Hugsanlega er aðstaða við LUNDEY og ÞERNEY í námunda við Álfsnesið þar sem Stórbóndinn Ólafur Jónsson bjó.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 23.2.2020 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband