Leita í fréttum mbl.is

Ályktar Styrmir?

rétt þegar hann harmar gengisleysi framboðsmála Demókrata í Bandaríkjunum?

Hann segir:

"Það er ljóst af forkosningum demókrata í Bandaríkjunum í gær vegna forsetakosninganna þar í haust að baráttan er farin að snúast um Joe Biden, fyrrum varaforseta og Bernie Sanders. Hvorugur er frambjóðandi, sem líklegur er til að sigra Donald Trump í haust og þess vegna meiri líkur en minni, þegar hér er komið sögu, að hann sitji áfram í Hvíta Húsinu í fjögur ár í viðbót.

Það þýðir að fólk víða um heim, sem leit til Bandaríkjanna sem forysturíkis lýðræðisríkja áður fyrr mun ekki geta það næstu árin.

Og í því er fólgin mikill veikleiki á sama tíma og alræðissinnar vaða uppi hér og þar."

Fyrri hluti klausunnar er rökrétt ályktun. Trump hefur þegar markað svo djúp spor sem Forseti og bætt kjör svo margra Bandaríkjamanna að hann er vandsigraður af sósíalískri hagfræði. Hann hefur líka sloppið merkilega vel frá alþjóðamálum til þessa svo ekki verða sigrar Demókrata unnir þar.

Mér finnst ályktun Styrmis í næst síðustu setningunni vera í litlu samhengi við það sem fram fer í heiminum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór.

Þverstæða er fólgin
í lokaorðum Styrmis;
hefði mátt búast við fögnuði yfir því
lýðræðisríki sem Bandaríkin eru gagnvart
þeim voða sem alræði virðist ævinlega
hafa í för með sér.

Tæpast verður það virt lýðræðisríki til áfellis
sem gripur til ráðstafa gegn vá á borð við kórónaveiruna;
er lýðræði Íslands að sama skapi í hættu þar sem tilfelli
smits er stjarnfræðilega hærra til móts við Bandaríkin?

Húsari. (IP-tala skráð) 4.3.2020 kl. 12:41

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Styrmir virðist lítið fylgjast með því sem er að gerast vestur í Bandaríkjunum, nema hlusti á bullið sem kemur frá RUV og Morgunblaðinu. Einsleitar fréttir frá íslenskum "fréttamiðlum" eru í takt við þær einsleitu fréttir sem koma frá "mainstream media" vestanhafs, en þeir "fréttamiðlar" gera allt sem hægt er til að grafa undan réttkjörnum forseta Bandaríkjanna, færa aldrei góðar fréttir af öllu því góða sem Trump hefur gert fyrir Bandarísku þjóðina.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.3.2020 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband