Leita í fréttum mbl.is

Hvað er hagkvæmast?

efnahagslega? Að reyna að tefja fyrir veirunni eða sleppa henni lausri til mestrar mögulegrar útbreiðslu með sem mestum hraða? 

Veikin myndi ganga yfir á einhverjum mánuðum?  Síðan tæki hagvöxtur við? Líklega myndi ég sem gamlingi ekki lifa það af og margir mínir líka. 

En ískalt mat var eitt sinn mikilsmetið álit leiðtogans og verða það ekki hagsmunir heildarinnar sem máli skipta? 

Og fer ekki veiran hvort sem er um heim allan með þeim fjölgunarhraða sem á henni er?

Hvað er rétt og hvað væri hagkvæmast er auðvitað sitt hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ekki rétt Halldór minn kæri.

Fólk sem fær sjúkdóminn verður ekki ónæmt fyrir honum. Það fær hann aftur og aftur. Veiran er af þeim stofni (kvefstofni). Og hún er 4-5 sinnum meira bráðsmitandi en kvef og inflúensa. Nálgast bráðasmittöluhlutfall mislinga. 

Ekkert þjóðfélag getur virkað undir 65 földu inflúensuálagi. Ekki frekar en Vestmannaeyingar gátu lifað undir hrauni. Þeir stöðvuðuð því útbreiðslu þess. Það var númer eitt.

Það eina sem myndi hjálpa er útbreiðsla Gamla testamentisins í Kína (Mósebók), eða að öðrum kosti að einangra landið.

Vesturlönd eru eini hluti jarðar sem byggðust upp út frá vinnuteikningum Gamla testamentisins um þjóðfélög og líf fólksins í þeim. Þess vegna eru þau einstök.

Kína missti af Gamla testamentinu.

Nú mun veiran fara í stökkbreytingu og halda áfram sé ekkert virkilega sleggjulega gert í hvelli.

Kalla þarf til venjulegan dýralæknir til að stöðva þetta.

Venjulega er það "fólk úti í bæ" sem finnur lausnina og lækninguna á svona stórum vandamálum. Ekki er hægt að stóla á raðbiluð yfirvöld. Það sýnir saga síðustu 30 ára heilabilunar yfirvalda á Vesturlöndum. En þó sérstaklega saga okkar Íslendinga frá og með 2008.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.3.2020 kl. 16:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Þú ert einn magnaðasti íhaldsmaður sem ég hef kynnst, þó kynnin séu aðeins í gegnum skrif þín.

Sem penni tókst þú við af Magnúsi Óskarsyni borgarlögmanni, kannski ekki eins góður, kannski er Davíð betri. Fáir aðrir.

Svo vælir þú bara.

Eins og stríð og barátta sé valkostur.

Vil vitna í gamla manninn, sem var kannski besti penni af ykkur gömlu mönnunum sem ég hef lesið, og hann hefði örugglega ekki skrifað þennan texta ef hann hefði verið mikið yngri, og eldri þegar hann tókst við alvöru lífsins, íþyngdur af þeirri byrði sem þjóð hans fól honum að bera, þá skrifaði hann ennþá magnaðri texta.

En í upphaf orrustunnar þá mælti hann þessi orð;

"Meanwhile, the House should prepare itself for hard and heavy tidings. I have only to add that nothing which may happen in this battle can in any way relieve us of our duty to defend the world cause to which we have vowed ourselves; nor should it destroy our confidence in our power to make our way, as on former occasions in our history, through disaster and through grief to the ultimate defeat of our enemies.".

Uppgjöf er aldrei valkostur, jafnvel þó hún sé ofin í orðavaðal hagtrúarinnar sem kennd er við andskotann.

Ef þú ert orðinn lífsleiður, lestu þá ævisögu Jónasar frá Hriflu, um Ljónið sem öskrar.

Þú verður aldrei sammála, hvað þá Hriflungur, en þú munt öskra á eftir.

Því það er lærdómurinn, þetta snýst ekki um stefnu eða stuðning við flokka, isma eða annað sem fólk notar til að kassa dómgreind sína, þetta snýst um hvernig manneskja við erum.

Jónas kaus að vera samvinnumaður, en mótívið var vilji hans til framfara og réttlátara þjóðskipulags.

Hann kaus leið, en það voru fleiri leiðir í boði.

En hann kaus ekki að vera á móti helstefnu alræðisins, hvort sem það voru kommar eða nassar. Þar var ekki val, mennskan krafðist mótstöðu, og uppgjöf var aldrei í boði.

Ekki frekar en hjá Churchil, þú gefst aldrei upp fyrir ógninni, jafnvel þó þú getir keypt þér frið með því að fórna náunganum.

Einum sem er vísvitandi fórnað, er einum of mikið.

Segir mennskan, en þeir sem eru samdauna hagfræði andskotans, meta allt út frá meintri hagkvæmni og hagræðingu, eða hvaða orð sem eru notuð um þessar formælingar, þeir eiga samt að skilja, að þegar einum er fórnað, þá kallar andskotinn á fleiri fórnir.

Og á þeim er enginn endir.

Þú semur aldrei við djöfulinn Halldór, það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2020 kl. 17:11

3 identicon

Já, það er rétt. Það myndi létta þungu fargi af heilbrigðiskerfinu ef kóronaveiran fengi að leika lausum hala og "hreinsa út" okkur gamlingjana og lasarusana.

Gallinn er bara sá að munu fljótlega koma aftur "nýir" gamlingjar og lasarusaryell.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.3.2020 kl. 18:16

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Eru viðbrögðin við þessari veiru ekki þegar orðin yfirgengileg? Það er um að gera að reyna að sporna við útbreiðslunni. Svosem ekkert að því, en hræddur er ég um að þetta sé komið út í algerar öfgar.

 Berklar leggja yfir milljón manns að velli, ár hvert. Berklar smitast milli manna. Hvað eru og hafa verið margir, sem ganga um með andlitsgrímur til verjast berklum undanfarin ár?

 Er ekki mál að móðursýkinni linni?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.3.2020 kl. 18:39

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér sýnist á öllu að læknamafían sé búin að ákveða að fara síðari leiðina. Þeir láta sér í léttu rúmi liggja loftbrú milli sýktustu svæða Evrópu og Íslands, með þeirri afleiðingu að nú er Ísland orðið sýktasta svæðið.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.3.2020 kl. 19:53

6 identicon

Hagkvæmast væri að fá nokkra dugnaðarmenn og hafa bændur þar með rekur pála og hvíslar til að hreinsa þaðan óværu sem verið hefur verið til plögunar á alþingi og stjórnarráði.

Þetta lið ætti að handtaka alla ráðherra og skipa þeim að leggja niður svo nefnt rúv og veita öllu fjármagni sem hefur verið til þeirrar stofnunar til heilsugæslu stöðva í landinu.

Svo þarf að stofna her til að sinna landamæravöslu á öllum flugvöllum og höfnum landsins.

Forsætisráðherra á að vera verkstjóri á alþingi, en reynslulaus stelpukrakki dugar ekki til þerskonar starfa.

 

Hrólfur Hraundal (IP-tala skráð) 4.3.2020 kl. 22:27

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vona annars að þú sért ekki kominn á þann stað að vera farinn að velja sálmana Halldór minn. Mundu frekar, að hætti læknanna frómu, að "þetta reddast" (hvort sem það gerir það eða ekki)

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2020 kl. 00:08

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef maður veit ekkert er oftast best að halda kjafti og gera sem minnst.

Guðmundur Jónsson, 5.3.2020 kl. 06:57

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég var ekki að leggja til að að gefast upp Ómar. Ég var frekar að velta fyrir mér hvort veiran myndi ekki sigra hvort sem væri þar sem hún er í stórsókn. Verður hún yfirleitt stöðvuð og verður langt stríð ekki dýrara en stutt?

Gunnar, þegar maður er búinn með eitt kvef þá er oft lengra í það næsta er það ekki? Maður fær kvef aftur en oft seinna.

Af hverju ekki að prófa að loka landinu í 4 vikur og loka skólum líka og gá hvaða áhrif það hefur á nýgengi. National holiday fyrir alla og Efling áfram í verkfalli.

Halldór Jónsson, 5.3.2020 kl. 09:10

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, stundum ertu einum of djúpur fyrir mig. Ég á varla roð í þig í heimspeki og stundum held ég að þú ofmetir mína andlegu hæfileika, ég er nefnilega heimskari en margir virðast halda eftir einhverju orðskrúði hjá mér.

Halldór Jónsson, 5.3.2020 kl. 09:15

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Tölfræði:

Það deyja um 50 manns á dag í Kína af völdum covit19.

Það deyja um 1000     á dag í Kína af völdum flensu ef hlutfalið þar er það sama og í BNA en sennileg er það miklu hærra.

Samkvæmt því eru 95% meiri líkur á að þú deyjir úr flensu en covit19 Halldór. 

Guðmundur Jónsson, 5.3.2020 kl. 11:36

12 Smámynd: Ívar Ottósson

Gleymum ekki að það er beinlínis hoppað á þá Islendinga sem koma frá (mest) sýktu svæðunum...það er verið hreinlega að veiða þá veiku..sé ekki nokkuð annað land beita sér svo enda varla hægt hjá mörgum en við höfum jú næstum allar komur gegnum einn flugvöll, ansi övundsvert. Yfirvöld sýna samt erlendum túristum lítinn áhuga og bera því við að best er að fá þá inn og svo aftur út eftir dvölina sem er jú bara nokkrir dagar og vona það besta...minni líkur að þeir smiti en Islendingar sem eru jú með fasta búsetu og annað hegðunarmynstur. Þetta er líklega aðal orsök þess að við höfum háar sýkingartölur núna, við kippum þeim í próf sem eru í mesta áhættuflokknum og stíngum þeim í einangrun. Kannski á þetta eftir að virka og við fáum fá innanlandssmit. Ég ætla að dæma að leikslokum og hafa enga sleggjudóma hvað sé best en áhugaverð komment frá þér Halldór og djörf sem vanalega.

Ps...nú er bara að sjá hvort þú birtir þetta....:-) 

Ívar Ottósson, 5.3.2020 kl. 11:49

13 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er vandinn Ívar, þetta virkar bara kannski, og ef það væri bara þannig að þetta virkaði kannski til batnaðar á væru þessi öfgaviðbrögð ef til vill réttlætanlegir.  það er bara ekki þannig. 

Veiran gæti til dæmis stökkbreyst í Færeyjum í næsta mánuði þannig 30% látist í seinni bylgju sýkinga, ungir sem gamlir og einungis þeir sem veiktust fyrri bylgjunni væru þá hólpnir.

Guðmundur Jónsson, 5.3.2020 kl. 13:02

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Það er alltaf gaman að vera vitni af hógværð þinni en ég var svona meir að vísa í eldmessur þínar og staðfestu, sem og tryggð við lífsskoðanir sem þú hefur kjark til að orða á tímum rétttrúnaðar sem hefur næstum gert frjálsa hugsun útlæga.

Það má vel vera að veiran sigri, það er ekki á okkar valdi að ákveða fyrirfram niðurstöðu þegar slagurinn er tekinn, sigur eða ósigur er niðurstaða.

En það er á okkar valdi að taka slaginn, á okkar valdi að gefast ekki upp, annað val höfum við ekki.

Og þó innflutningurinn á smiti pirri mig rosalega, þá má samt halda til haga að það er slegist við veiruna hvar sem í hana næst.

Hins vegar vildi ég óska þess að það væri hægt að smita ráðafólk okkar af þeim baráttuhug sem ég greini í orðum Hrólfs.

Hann er til eftirbreytni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2020 kl. 15:38

15 identicon

HRÓLFUR HRAUNDAL ER SANNUR ÍSLENDINGUR OG Á MARGA FYLGENDUR. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 7.3.2020 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband