Leita í fréttum mbl.is

NÚLL!

Ríkisstjórn Ísraels tilkynnti í gær að lokað væri frá og með nú á aðgang fólks frá Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki og Sviss, inn í Ísraelsríki, vegna bráðsmitandi útbreiðslu kínversku kórónaveirunnar þar í löndum. Fólk frá þessum löndum fær ekki lengur að koma inn í Ísrael nema að geta sannað að það hafi sjálft stað til að setja sig í sóttkví innan landamæra Ísraels

Síðar í gær gaf innanríkisráðuneytið einnig út þá fyrirskipun að engum ferðamönnum frá þessum löndum yrði hleypt inn í Ísrael frá og með klukkan 06:00 næstkomandi föstudag. Þeim ferðamönnum sem vilja komast til Ísraels áður en lokunin tekur gildi, verður þó ekki vísað frá

Samhliða þessu bannaði ríkisstjórn Ísraels allar samkomur manna yfir 100 manns, hafi einhver þeirra verið erlendis á síðustu 14 dögum. Allar samkomur fleiri en 5000 manna eru bannaðar í landinu | AFP | Times of Israe

Greinilegt er að Ísrael er fullvalda og sjálfsætt ríki.

 

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að innan næstu 7 klst. yrðu allir farþegar sem koma með beinu flugi frá Ítalíu og Suður-Kóreu settir í veirugreiningu áður en þeir stíga upp í flugvél í heimalandi sínu og síðan aftur við komuna til Bandaríkjanna. Hann sagði að eftir 7 klst. væri skipunin komin í framkvæmd.

Hér, þorir enginn að gera eitt eða neitt ákveðið.

Ísland gerir bara:

NÚLL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

aðeins 25 % aukning smitaðar í gær. Hvað er þá langt í tvöföldun?

Halldór Jónsson, 5.3.2020 kl. 12:29

2 Smámynd: Ívar Ottósson

Allir smitaðir eru Islendingar (ennþá) sem hafa verið að skíðast i Italiu og Austurríki....aðal smitsvæðinu....ca helmingurinn var meira að segja á sama hótelinu.

En hvar eru önnur smit? Afhverju höfum við ekki fengið nein slík ennþá?

Þau smit eru ennþá NÚLL....

Ívar Ottósson, 5.3.2020 kl. 13:14

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einn af hverjum 10 þúsund íbúum greindir með smit.  Er það ekki heimsmet?

Kolbrún Hilmars, 5.3.2020 kl. 14:11

4 identicon

ASÍUFLENSUR OG HEIMSPESTAR ERU OFTAST UNNAR VÍSINDALEGA AF AMERIKU OG ÍSRAELS GYÐINGUM.

VIÐ ÓSKUM ÞESS BESTA FYRIR FÁMENNI ÍSLENDINGA VARÐANDI "SKÍÐA" FERÐIR ERLENDIS. ´NÓGUR ER HVÍTUR OG HEILBRYGGÐUR SNJÓRINN Á BLESSUÐU LANDINU OKKAR.

STÓRAUKUM VEGABRÉFASKOÐUN Á ÍSLANDI.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 5.3.2020 kl. 14:14

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tvöföldunin kemur um helgina. Fyrsta dauðsfallið í næstu viku. Náum líka í hundraðið þá.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2020 kl. 15:03

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er fólk frá fimm löndum hjá Ísraelsmönnum og frá tveimur löndum hjá Bandaríkjamönnum.  Þá eru eftir hin 75 löndin þar sem veiran hefur fundist og núllið gildir greinilega. 

Hér á landi eru þetta tvö lönd og meira að segja flogið sérstakt sóttkvíarflug á vegum Icelandair. 

Ómar Ragnarsson, 5.3.2020 kl. 16:01

7 identicon

Já, hér þorir enginn að friða lýðinn með aðgerðum sem er marg sannað að skila engum árangri. Í hundruð ára hafa ferðabönn, einangranir og ýmiskonar valdboð stjórnvalda ekki virkað. Og USA ætlar að skanna ferðamenn meðan veiran grasserar eftirlitslaust innanlands, Trump segir hana storm í vatnsglasi og kennir Obama og mótherjum sínum um. Já, lýðskrum og sýndaraðgerðir eru viðbrögð sumra, og það virkar vel á vissan hóp fólks.

Vagn (IP-tala skráð) 5.3.2020 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband