Leita í fréttum mbl.is

Verkfall Eflingar var skemmdarverk

kommúnistanna Gunnars Smára Egilssonar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem tókst í skjóli 8 % félagsmanna Eflingar að hrinda af stað margra vikna verkfalli sem hefur kostað þjóðarbúið ómældar fjárhæðir sem eru að eilífu glataðar.

Björn Bjarnason skrifar svo í dag:

"Samningar tókust aðfaranótt þriðjudags 10. mars milli Eflingar og Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist undrandi á því í ljósi niðurstöðunnar að Efling hafi talið nauðsynlegt að efna til nokkurra vikna verkfalls til að ná henni fram. Ekkert efni hafi verið til slíkra aðgerða miðað við afstöðu samninganefndar borgarinnar."

Niðurstaðan er sýning á afleiðingum þess að fela kommúnistum völd í þjóðfélaginu. Skemmdarverk slíks fólks verða engum til góðs eða gagns frekar en kostnaður af verkföllum eða hernaði næst nokkru sinni til baka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verkföll er ekki hægt að fara í nema með samþykki félagsmanna, og þar duga engin 8%. 8% kosningin snérist ekki um verkföll. Góður meirihluti félagsmanna samþykkti verkföllin.

Til gamans má geta þess að Björn Bjarnason komst á þing þó aldrei næði hann 8 prósentunum. Og hann var hluti af teyminu sem stjórnaði þjóðarskútunni inn í hrunið. Það var greinilega gott að vera stórglæpamaður, og ræna þjóðarbúið ómældum fjárhæðum sem eru að eilífu glataðar, meðan hann var Dómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður löggæslu í landinu.

Vagn (IP-tala skráð) 11.3.2020 kl. 19:42

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það merkilega er að meirihluti aðspurðra í skoðanakönnun studdi verkfallið. Sumir myndu segja að það væri vegna þess að Íslendingar séu sauðir. En ég er ekki viss um það. Ef gerð væri könnun meðal sauða um stuðning við sláturtíðina efast ég um að niðurstaðan yrði afgerandi stuðningur.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.3.2020 kl. 20:13

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Góður Þorsteinn!

Halldór Jónsson, 11.3.2020 kl. 21:01

4 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Allir hafa rétt á að berjast fyrir mannsæmandi lífi, að hindra það er glæpur gegn mannkyni!

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 11.3.2020 kl. 22:57

5 identicon

Ósanngirni vekur "hatur". Ríkis og embættismenn eru of margir og bera góð laun. Nú hafa þeir fengið styttingu vinnutímans. "Vinnan göfgar manninn". Ríkisrekstur skal vera í "lágmarki". Högum okkur eins og "smáþjóð" og tryggjum tilveru okkar varðandi eigið sjálfstæði á EIGIN vegum.

Vörumst utsendara esb sinna, manna og stjórnmálaflokka og gerum ALLT sjálfir. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 12.3.2020 kl. 13:39

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hold-up maður með byssu líka Gunnlaugur?

Halldór Jónsson, 12.3.2020 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband