Leita í fréttum mbl.is

54 milljónir munu deyja

úr COVID-19 veirunni, beint eða óbeint,  nema lækning finnist á næstu vikum.

Ómar Geirsson hefur skrifað um sjúkdóminn og varnir við honum af miklu viti. Hann segir:

".....að sóttvarnaryfirvöld, og þá örugglega með samþykki ríkisstjórnarinnar, hafa tekið þá einörðu ákvörðun að láta pláguna ganga yfir á 8-12 vikum, vilja dreifa henni svo heilbrigðiskerfið ráði við álagið að sögn."

Er það ekki málið? Hún gengur yfir alla og leiðir 3 % þeirra sem veikjast til dauða á bara eilítið lengri tíma en hún annars hefði rasað, út sem kostar peninga og óþægindi. Margir fá hana án þess að vita af því.

En hún verður ekki stöðvuð úr þessu nema til kæmi skyndilegt töframeðal sem eru þó einhverjar vikur í og hún verður þá komin á leiðarenda líklega.

Ef helmingur mannkyns 3.7 milljarður fær hana svo vitað sé og 1.8 af þeim veikjast  þá deyja um 3 % af þeim , eða um 54 milljónir beint eða óbeint af völdum veirunnar á næstu mánuðum af hún ekki stökkbreytist til hins verra.

Er ekki útfararbísnessinn með þeim vænlegri sprotafyrirtækjum til að fjárfesta í um þessar mundir?

Mannkyni fjölgar nú um 132.000 á dag þannig að þetta vinnst fljótt upp og verður líklega gleymt innan fárra ára. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Fyrst að þú ert að vitna í mig greyið þá verð ég aðeins að leiðrétta skilning þinn á orðum mínum.

Þú ert að vitna í athugasemd mína við pistil Palla bloggkóngs og ég er einfaldlega að benda á staðreynd.

Hins vegar hef ég í öllum mínum skrifum varað við þessari stefnu, í fyrsta lagi að landamærin hefðu ekki verið varin gagnvart innflutningi á smiti frá sýktum svæðum, þá hefðum við allavega náð að seinka útbreiðslu dauðavírussins, og þar með stytt tímann sem er í lækningu.

Og í öðru lagi hef ég frá fyrsta degi varað við að tala alvarleik veirunnar niður, þó mig grunaði aldrei hve skelfilegur sjúkdómur þessi veira er.

Þess vegna hef ég síðasta sólarhring birt á bloggi mínu útdrætti úr neyðarköllum ítalskra lækna sem segja að þeir ráði ekki lengur við ástandið, þeir sjálfir eru farnir að veikjast, bráðamóttökur þeirra eru að hrynja.  Og sjúkdómurinn rétt að byrja.

Þetta þýðir ekki bara að þeir geta ekki lengur bjargað veiku fólki, sem hefði lifað af ef það hefði fengið viðeigandi meðferð, sem er aðallega hjálp við öndun, heldur líka að þeir sinna ekki heldur öðru bráðveiku fólki. Þannig að dánartíðni vegna hjartasjúkdóma, krabbameins auk annarra lífshættulegra sjúkdóma mun stóraukast og bætast við mannfallið af völdum veirunnar.

Það alvarlegast er að það er fullt af ungu fólki að veikjast, veiran er bara svona lengi að brjóta niður mótstöðukerfið hjá yngra fólki.

Og það deyr Halldór ef það fær ekki meðferð.

Mundu svo að þetta er skelfilegur sjúkdómur, fólk kafnar lifandi (með meðvitund) fái það ekki súrefni.

Það grátlega Halldór er að milljónaþjóðir hafa náð tökum á útbreiðslu veirunnar, og í Singapúr er henni algjörlega haldið í skefjum, um það má lesa í athugasemd minni við síðasta bloggpistil sem ég skrifaði um þetta mál.

Hins vegar játa ég ósigur þegar ekki er til neins að berjast, og fyrst yfirvöld hafa tekið þessa ákvörðun, og henni verður ekki breytt, þá ætla ég ekki að slást lengur, orkan fer í að biðja, ég hef áhyggjur af ættingjum mínum, og eftir þessar skelfilegu fréttir frá Ítalíu, þá hef ég miklar áhyggjur af sonum mínum.

Eina sem ég á eftir er vonin og trúin, og æðruleysið.

En ég er ekki sáttur Halldór, alls ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.3.2020 kl. 19:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er yfirleitt mjög sammála þér Ómar nema í kommeríiinu þar sem ég er genetískt íhald, her-og Nato-sinni, þverhaus,Trumpisti frá fyrsta degi, loftslagsafneitari. æðrulaus fyllibytta, vonlaus, svartsýnn  og trúlaus. Voila. En varðandi framgöngu yfirvalda í veirumálinu deili ég aðdáun þinni á þeim.

Svo við eigum kannski fleira sameiginlegt en ekki eftir allt? Sendu mér mynda af þér svo ég sjái hundssvipinn á hausnum, þetta eru svo litlar myndir

Halldór Jónsson, 12.3.2020 kl. 22:18

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Það væri lítið varið í þennan heim ef ekki væri til krónískt íhald, með öllum þeim kostum sem þú taldir upp.

Þetta er eitt af því fyrsta gáfulega sem ég fattaði eftir að ég komst til vits og ára, og taktu eftir að ég tók eftir að þú lýstir þér sem íhald, ekki frjálshyggjumanni enda væri það röng lýsing.  Ekki að ég kunni ekki vel við ekta frjálshyggjumenn, það verður enginn verri af því að takast á við sjónarmið þeirra, og oft margt skarpt sem þeir segja.  En mér er verr  við þá sem nýta hana til að skara eld af sinni köku, en það er önnur saga.

En þú mátt ekki hæða mig svona þegar þú segir þig deila aðdáun minni á framgöngu yfirvalda í veirumálinu, ég held að það sé leitun af manni sem hefur hjólað í hana af eins miklum krafti og ég, nema náttúrulega fyrir utan meistara Gunnar, en hann tók við af eldklerknum í hamhleypum og baráttueldmóði.

Það skelfir mig að allt mat þeirra hingað til á framgangi veirunnar hefur reynst rangt, og þau vanmeta sýkingarhættu og hugsanlega mannafelli.

Ég játa mig bara sigraðan, það er allt annar hlutur.

Hins vegar skal ég alveg viðurkenna að þetta fólk telur sig vera gera rétt, og það virkilega leggur sig fram í sínum störfum.  Forystuleysi stjórnvalda er hins vegar allt annar hlutur (lastu Óðinn í Viðskiptablaðinu??) og ég treysti á félaga Davíð að hirta blessuð fávísu börnin (ha ha, aðdáun!!!!).

Við upplifum i dag ládeyðuna áður en veirufaraldurinn springur framan í vestræn samfélög, og þar mun enginn sleppa, engin vestræn þjóð greip á frumstigi til aðgerða sem duga líkt og til dæmis yfirvöld í Singapúr gerðu.

En þó ég óttist þá held ég að þetta verði ekki eins slæmt og þú lýsir í pistli þínum hér að ofan, ég trúi á kraftaverk hins ófyrirséða, að manninum leggist eitthvað til í þessu stríði.

Núna er enginn valkostur í stöðunni annar en sá að standa saman og gera sitt besta, til að bjarga því sem hægt er að bjarga.

Það sem er liðið, er liðið, það sem við eigum, er tíminn og ráðin og jákvæða orka.  Trúin Halldór minn, hún mun heimsækja marga áður en yfir líkur, og hún mun hjálpa, ekki bara einstaklingnum, heldur líka því ófyrirséða sem mun bjarga miklu þegar kannski vonin ein er eftir.

Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið.

Kveðja að austan.

PS. Myndin er eins og hún er því það stóð mest í mér á sínum tíma að þurfa yfirgefa nafnleysið, ég tók strákana mína með því þeirra er framtíðin sem knúði mig til að spyrna við fótum í ICEsave fjárkúguninni.  Ég er bara 12 árum eldri, þreyttari og þrútnari eftir erfiða heilsu.

En ég er á Feisbók, neyddist til þess út af einhverju, en setti mig undir Omar Geirsson, sleppti kommunni til að fækka vinabeiðnum öðrum en pólitískum, þessi skrif mín eru annað sjálf, sem mér er mjög illa við að rugla saman við daglegt líf, eða það sem ég raunverulega er, friðsamur fjölskyldufaðir sem veit alveg að það eru margar hliðar á öllum málum.

En þar er mynd af mér og ömmu minni, en hún varð háöldruð því hún beið eftir langömmubörnum frá mér, þar eru einhverjar myndir líka, systir mín gerði mér þann óleik að merkja mig það fór inní albúmið.

En engar áhyggjur, þegar þar að kemur, í fyllingu tímans mun andinn leiða okkur saman.

Takk fyrir spjallið Halldór, þetta fer allt einhvern veginn.

Ómar Geirsson, 12.3.2020 kl. 23:27

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Er fundur´´aflagðaðra eldri Sjálfstæðismanna´´ haldinn næsta miðvikudag? Aldrei þessu vant er kvikyndið á landinu og langaði jafnvel að kíkja. Dæmigert að ekkert yrði af fundi, þá það gerist. Það má jú raða stólum með tveggja metra millibili, eða jafnvel halda hann ´´online´´. 

 Hvert í rjúkandi andskotans andskotanum er þetta allt að fara? 

 Sé ekkert að því að ég eða fleiri feður eða mæður farist, en þegar kemur að börnunum, barnabörnunum..........

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.3.2020 kl. 23:40

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, ef þú setur athygli jafnt aðsáun, þá nærðu því sem ég meina, aðdáun-átti að vera háð hjá mér.

Nafni, því miður er samkomubann.

Halldór Jónsson, 13.3.2020 kl. 13:23

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ókei dóký.

Misskyldi þig en spjallið engu að verra fyrir það.

Hafðu það sem best Halldór, það er aldrei til of mikið af góðu íhaldi í þessum heimi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2020 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 3420473

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband