13.3.2020 | 10:28
Engin ástæða til að örvænta?
Oftar en ekki er ég sammála Herði Ægissyni þegar hann skrifar um málefni líðandi stundar í Fréttablaðið, sem líklega hefur takmarkaðri lestur utan auglýsinga hjá þegnum landsins samkvæmt Gallup könnunum, heldur en það lætur í veðri vaka.
Ég velti fyrir mér skilgreiningu hans á síðustu aðgerð Trumps varðandi flugbannið. Hann byrjar svona:
Þegar hvatvís bjáni, sem var kominn út í horn heima fyrir vegna aðgerðaleysis við útbreiðslu kórónaveirunnar, stýrir voldugasta ríki heims sem er hættuleg uppskrift þá var kannski við því að búast að niðurstaðan yrði þessi. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að setja á flugbann við ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga hittir ekkert ríki jafn illa fyrir og Ísland.
Áhrifin á ferðaþjónustuna, einkum Icelandair, og um leið efnahagslífið eiga eftir að verða gríðarleg.
Viðskiptamódel Icelandair byggist á því að ferja flugfarþega milli meginlands Evrópu og Bandaríkjanna og flugáætlun félagsins mun því riðlast umtalsvert. Það vinnur með Icelandair við þessar aðstæður að félagið er með nokkuð sterkan efnahagsreikning og lausafjárstöðu. Það mun samt duga skammt ef eftirspurn og bókanir halda áfram að vera hverfandi.
Líklega er aðeins tímaspursmál hvenær stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvernig, frekar en hvort, eigi að koma flugfélaginu til aðstoðar í þessum þrengingum. Útilokað er að spá fyrir um hversu lengi þetta efnahagsástand mun vara.
Hverjir eru hvatvísir bjánar í viðskiptum og hverjir ekki? Voru Björgólfarnir ekki einmitt slíkir menn þegar þeir fóru með Sanitas til Rússlands og stofnjuði BRAVO? Ekki þóttu öllum þeir vera raunsæir.Eða Össur, Samherjafrændur og svo framvegis? Stofnendur Loftleiða?
Hörður heldur áfram:
Eftir að hafa að mestu kosið að halda sig til hlés framan af hafa ríkisstjórnin og Seðlabankinn stigið fram og brugðist við með því að kynna margvíslegar aðgerðir. Það er vel og viðbúið að skýrari og umfangsmeiri aðgerðir muni líta dagsins ljóst á næstunni. Tíminn vinnur ekki með okkur.
Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja, í atvinnugrein sem er sérstaklega mannaflsfrek, mun ekki eiga fyrir launum um mánaðamót. Fjöldagjaldþrot blasa við og þúsundir manns eiga eftir að bætast við á atvinnuleysisskrá. Án mótvægisaðgerða verður atvinnuleysi farið að nálgast tíu prósent innan fárra mánaða.
Samkvæmt Lífskjarasamningnum taka samningsbundnar launahækkanir gildi eftir rúmlega tvær vikur. Aðilar vinnumarkaðarins hljóta að endurskoða tímasetningu þeirra við þessar aðstæður.
Hvað þarf að gera?
Mikilvægast er að fjármálastofnanir hafi burði til að hjálpa lífvænlegum fyrirtækjum í tímabundnum lausafjárvanda. Þar er aðkoma ríkisins með einum eða öðrum hætti óhjákvæmileg. Kreddur eiga að víkja fyrir köldu hagsmunamati. Stjórnvöld þurfa umsvifalaust að draga úr kostnaði bankanna við að binda eigið fé á móti útlánum þeirra fyrirtækja sem verður veitt aðstoð á erfiðum tímum. Afnema á sveiflujöfnunarauka sem leggst ofan á eiginfjárkröfur bankanna ekki síðar en strax. Skattar og opinberar álögur, sem hafa hækkað stjórnlaust síðustu ár, eiga að lækka.
Eru þær fjárhæðir sem við blasa í samdrætti heimsviðskiptanna ekki mögulega af þeirri stærðargráðu að ekki verður við ráðið haldi veiran áfram langdreginni göngu sinni? Verður lokaorrustan ekki að fara fram sem fyrst til að herirnir geti farið að sækja fram aftur? Eru þetta tímar stofnunar þjóðasjóðs. Tímar almennra launahækkana og friðlýsinga virkjunarkosta?
Greininni lýkur Hörður svo:
Fyrirséð er að ríkissjóður verður rekinn með umtalsverðum halla á yfirstandandi ári. Það skiptir ekki máli. Það er erfitt að fegra stöðuna eins og sakir standa. Hún er grafalvarleg. Aðgerðir stjórnvalda eiga að taka mið af því að efnahagsáhrifanna af kórónaveirufaraldrinum gæti allt þetta ár. Ólíkt fjármálahruninu mun almenningur hins vegar ekki finna fyrir þessu með sama hætti.
Þrátt fyrir gengisveikingu, sem er hjálpleg við þessar aðstæður, þarf ekki að óttast aukna verðbólgu og kaupmáttur launafólks mun ekki dragast mikið saman. Þar skiptir sköpum að við höfum búið vel í haginn.
Það er kreppa í vændum en með réttum og skjótum ákvörðunum, sem grundvallast á heildstæðri áætlun, eru allar forsendur fyrir því að hún verði skammvinn og viðspyrnan kröftug. Engin ástæða er til að örvænta.
Spurningin er hvort okkur tekst að finna einhverja leið út úr þessu? Hvernig verður Ísland í September ef hér ríkja atvinnuleysi, fjármálakreppa, heilsuleysi, fólksfækkun eftir mikið mannfall? Hvað með verðtryggingu lána almennings? Á að endurtaka leikinn frá hruninu þegar eignir almennings voru gerðar upptækar?
Er ályktun Harðar rétt eða röng ?
Er engin ástæða til að örvænta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
"HVATVÍSIR BJÁNAR" FLÖGRA UM NORÐURHÖFIN OG TALA NIÐUR TIL USA, LANDSINS OG LEIÐTOGANS, DONALDS J.TRUMP, SEM RÉTT HEFUR HAG AMERIKU OG STUTT AMERISKA BORGARA MEIR EN SJÁLFTÖKULIÐ DEMOKRATA Í HVÍTA HÚSINU TIL ÁRATUGA. USA HEFUR BLÓMSTRAÐ Í TÍÐ TRUMPS OG ENN STERKARA VERÐUR AMERIKA EFTIR NÆSTU KOSNINGAR VARÐANDI GETULAUSA ANDSTÆÐINGA DEMOKRATA. BREYTIÐ TALI OG YFIRLÝSINGUM YKKAR Á LEIÐTOGANUM DONALD J.TRUMP. SÝNIÐ EKKI "MINNIMÁTTARKEND" YKKAR Í SJÓNVARPI OG ÚTVARPI GAGNVART LEIÐTOGANUM.
AMERIKA MUN BJARGA OKKUR ENN OG AFTUR OG FLUGINU LÍKA. SEMJIÐ VIÐ TRUMP OG FÉLAGA UM ALLA ÓMENGAÐA FRAMLEIÐSLU ÍSLENDINGA. GERIÐ SAMNINGANA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI OG FÁIÐ KARLINN "LEIÐTOGANN" TIL AÐ ENDURNÝJA FLUGBRAUTIRNAR, SEM KOSTAR EKKERT FYRIR ÍSLENDINGA?.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.