Leita í fréttum mbl.is

Hver sér forsendubrestinn?

fyrir aflýsingu Norðurvíkings og milljarðaviðskipta?

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­málaráðherra, af­lýsti í gær varn­aræf­ing­unni Norður­vík­ingi sem halda átti hér á landi dag­ana 20.-26. apríl. Æfing­in hef­ur reglu­lega farið fram frá ár­inu 1991 og er hún hald­in í sam­ræmi við sam­komu­lag um fram­kvæmd varn­ar­samn­ings Íslands og Banda­ríkj­anna.

Alls átti um 900 manna herlið frá 11 ríkj­um, að lang­stærst­um hluta frá aðild­arþjóðum Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO), að taka þátt. Guðlaug­ur Þór  seg­ir að sú staða sem upp sé kom­in eft­ir út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar og ein­hliða og fyr­ir­vara­lausa ákvörðun Banda­ríkj­anna um ferðabann á ferðamenn frá Íslandi geri það að verk­um að ekki séu for­send­ur til að standa sam­eig­in­lega að slíkri æf­ingu.

„Þegar komið er á ferðabann eru ekki leng­ur for­send­ur fyr­ir svona æf­ingu. Það sér það nú hver maður,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinnu í dag. „Ferðabann hef­ur allra­handa af­leiðing­ar.“ Guðlaug­ur Þór hef­ur óskað eft­ir síma­fundi með ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna vegna ferðabanns­ins. Mun hann þá koma á fram­færi sjón­ar­miðum ís­lenskra stjórn­valda vegna ákvörðun­ar­inn­ar. Spurður hvenær bú­ast megi við síma­fundi ráðherr­anna svar­ar hann:

„Það er erfitt að segja ná­kvæm­lega til um það, svona hlut­ir geta oft tekið smá tíma því það er jú mikið að gera hjá okk­ur öll­um. Ég er þó mjög vongóður. Þau sam­töl sem ég hef átt við sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi og við full­trúa sendi­ráðsins voru já­kvæð, sem og þau sam­skipti sem sendi­ráð okk­ar úti í Washingt­on hef­ur haft í tengsl­um við þetta mál.“

Mikið högg fyr­ir sam­fé­lagið

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var búið að bóka um 600-700 hót­el­her­bergi á Suður­nesj­um og höfuðborg­ar­svæðinu vegna heræf­ing­ar­inn­ar. Þá var einnig búið að bóka fjöl­marga bíla­leigu­bíla. Ljóst er að þess­ar bók­an­ir munu nú ganga til baka. Í sam­tali við mbl.is seg­ir Steinþór Jóns­son, hót­el­stjóri á Hót­el Kefla­vík, það vera „gríðarlegt áfall fyr­ir svæðið í heild“ að búið sé að falla frá Norður­vík­ingi."

Ekki fæ ég komið auga á forsendubrestinn eða samtenginguna ófriðarvarnir og veiruvarnir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú mun vera ákveðið að Gulli fari til Bandaríkjanna til viðræðna við Pompeo utanríkisráðherra.

Til forna var það siður Íslendinga að færa erlendum höfðingjum góðar gjafir er þeir gengu á fund þeirra.

Donald Trump er í móðurætt kominn frá Suðureyjum, þaðan sem margir íslenskir landnámsmenn komu. Auk þess hefur Oddur Helgason, ættfræðingur, rakið saman ættir forseta Bandaríkjanna og forseta Íslands. Á sama hátt má rekja saman ættir Donalds Trump og  allra "innfæddra" Íslendinga.

Væri nú ekki tilhlýðilegt að Gulli útvegi sér vel sútað kálfskinn og láti, með aðstoð Odds ættfræðings, rita á það ættartölur þeirra beggja, Gulla og Dónalds, þar til ættir þeirra lægju saman í u.þ.b. 20. lið?

Enda þótt ólíklegt sé að Gulli verði á vegi forsetans, sem hefur víst ímugust á evrópskum vírusum, þá gæti hann beðið Pompeo um að gauka skinninu að forsetanum, enda sé allra sóttvarna gættsmile.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 13.3.2020 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband