Leita í fréttum mbl.is

Egill Helgason

er mikill meistari í að gera sögulega þætti.

Ég var að horfa á einn þátta hans frá 2014 sem hann gerði í bænum  Riverton.Aldeilis frábær þáttur.

Það vildi svo til að ég kom í þennan bæ þegar ég fór í bændaferð til Kanada fyrir margt löngu. Þar kom ég í Kaupfélagið í bænum og þar töluðu konurnar á kössunum íslensku. Á ganginum frammi hitti ég mann á miðjum aldri  sem sagðist aldrei hafa komið til Íslands. Hann hét Austmann. Hann gæti þess vegna hafa verið frændi minn þar sem afkomendur Jóns Ólafssonar langafa fyrir vestan tóku nafnið Austmann en við gátum samt ekki rakið okkur saman.  En mér fannst hann tala betri íslenzku en ég. 

Það var ógleymanlegt að koma á þessar slóðir landnemanna, sjá öll þessi nöfn, Gunnlaugsson Auto Paint, Hnausar, Eyrarbakki og svo framvegis. 

Mér er sagt að til sé jafnstór þjóð af íslensku bergi brotin þeirri sem við teljum vera hér á landi, að minnsta kosti núna áður en Arabarnir og Múslímarnir sem snjóar inn sem hælisleitendum  velja að taka okkur yfir og skipta um þjóð í landinu.

Við Íslendingar ættum að leggja meiri rækt við tengslin vestur um haf og hætta þessu kratíska Evrópusnobberíi. Við höfum auðvitað það besta frá öllum, sitjandi hér mitt á milli heimanna í austri og vestri.  Mér finnst ég aldrei vera neinn sérstakur Evrópumaður þrátt fyrir langdvalir í Þýzkalandi. Mér finnst ég oft finna til meiri skyldleika við Norður-Ameríkumenn þegar ég er þarlendis.

Styrjöldin þeytti okkur Íslendingum inn í tækniöldina og við náðum fram úr Evrópumönnum á mörgum sviðum. Mér var sagt að varla engin jarðýta hafi verið til í Danmörku 1945 þegar þær voru algengar hér.Og Netið og tölvurnar kom  þetta ekki einna fyrst hingað á leiðinni frá Ameríku til Evrópu?

Snorra-verkefnið og Þjóðræknisfélagið þurfum við að styrkja.

Ég er þakklátur Agli Helgasyni fyrir þessa góðu sögulegu þætti sem hann hefur gert svo marga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband