Leita í fréttum mbl.is

ESB

hefur afhjúpað sig rækilega á síðustu tímum sem mislukkað stjórnunarlegt apparat. Það er ófært um að taka nokkrar ákvarðanir nema minniháttar sem ókjörnir embættismenn skrifræðisins í Brüssel sem aldrei hefur getað skilað ársreikningi,taka. Ursula van der Leyen er að reyna að ná athygli manna en það bara hlustar enginn á hana heldur bara sína innlendu leiðtoga. Af tvennu illu þá myndi ég heldur hlusta á Loga Má heldur en hana.

Jón Magnússon veltir þessu ginnheilaga fjórfrelsi fyrir sér sem við íslendingar virðum meira en okkar Stjórnarskrá. Hann segir svo í niðurlagi:

"Þessar staðreyndir ættu þó að færa íslenskum ráðamönnum heim sanninn um það, að fjórfrelsið margrómaða er ekki merkilegra en svo þegar kemur að mikilvægum hagsmunum stærstu þjóðríkja E, að þeim finnst sjálfsagt að brjóta gegn því. Af hverju ættum við í EES samstarfinu ekki að hafa sömu viðmið þegar kemur að mikilvægustu hagsmunum íslensku þjóðarinnar og segja þegar kemur að vitlausum orkupökkum sem öðru, það sama og einn framsýnasti forustumaður í íslenskri pólitík sagði forðum.

"Heyra má ég erkibiskups dóm, en ráðinn er ég í að hafa hann að engu." "

Það er ömurlegt hvernig íslenskir atvinnustjórnmálamenn eins og Björn Bjarnason hafa gagnrýnislítið mælt fyrir hverskyns undirgefni við Evrópusambandið. Mér finnst að þeir hafi í allt of litlum mæli reynt að hugsa málin frekar út frá íslenskum sérhagsmunum heldur en sameiginlegum hagsmunum Evrópuríkjanna. Ég tek dæmi þegar RARIK var gert að skipta sér upp sem hefur ekki haft neitt nema ókosti í för með sér og engum manni gagnast að því að ég best veit nema þeim sem fengu nýjar en óþarfar stjórnunarstöður með digrum eftirlaunum. Sömuleiðis eru Persónuverndarlögin algerlega út úr kú að mínu mati og að Helga Þórsdóttir sé búin að fá heimild til að sekta fólk að sínum geðþótta.

ESB er apparat sem hefur mistekist í grunninn. Það er beinlínis hlægilegt að halda því fram að það gæti farið með hervald svo ósamstætt sem það er í samanburði við Rússland og Bandaríkin. Og Evran og myntbandalagið er líka hlægilegt dæmi um mislukkun sem aðeins örfáir stjórnmálamenn hérlendir reyna enn að klóra í bakkann með en erindislítið.

ESB- Nei Takk!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband