Leita í fréttum mbl.is

Útibú bandarískra demókrata

stendur föstum fótum á Fréttablaði Helga Magnússonar.

Þar birtir fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ritsmíð sem tekur flestu fram í áróðurstilraun gegn Bandaríkjunum, repúblikönum og Trump og sem ég hef lengi lesið.

Bútar úr þessari furðusmíð er hér nokkrir:

 

"....Fyrir vikið eru Bandaríkin nú úr leik sem forysturíki fyrir þeirri alþjóðlegu samvinnu, sem nú er svo rík þörf á þegar neyðarástand ríkir í heiminum öllum.

Og Evrópusambandið er af sömu ástæðu ekki eins samhent og kröftugt og vera þyrfti. Ábyrgð og þekking skiptir sköpum Í þeim heilsufarslegu og efnahagslegu hamförum sem þjóðir heims standa andspænis, skiptir ekki öllu máli hvort ríkisstjórnir standa til hægri eða vinstri eða einhvers staðar þar á milli. Hitt skiptir sköpum, hvort ábyrgð, vitsmunir, þekking og yfirvegun ræður för.

Þjóðir eru verr staddar eftir því sem þær eiga meira undir lögmálum lýðskrumara. Það er sárt að horfa til Bandaríkjanna í þessu ljósi. Þau eru mesta efnahagsveldi í heimi og þar er saman komin meiri og fjölþættari þekking en annars staðar.

En Bandaríkjamenn kusu eigi að síður sjálfhverfan, dómgreindarlítinn og óábyrgan popúlista sem forseta..." 

 

"...Í þessu efni hefur forseti Bandaríkjanna enn minna traust en fyrr. Ríkisstjórn Íslands sýnist hins vegar hafa óskorað traust til þess að sigla þjóðinni í gegnum þennan brimgarð. Skýringin liggur nær eingöngu í ólíku vitsmunastigi æðstu stjórnar ríkjanna og mismunandi viðhorfi til þekkingar og ólíkri ábyrgðarkennd.

Þar munar miklu um framgöngu forsætisráðherra..."

Ég hef ævilangan pólitískan móral af því að hafa stutt þennan vinstri sinnaða Evrókrata, Þorstein Pálsson, gegn Davíð Oddssyni á Landsfundi á sínum tíma. Sá mórall batnaði ekki við lestur á þessari grein. Sem betur fór hafði þessi vitleysa mín ekki meiri áhrif á íslenska stjórnmálasögu heldur en þessi grein Þorsteins mun hafa á niðurstöðu bandarísku Forsetakosningarnar í nóvember.

Í leiðaranum sem ég renni nú sjaldnast yfir yfir í þessu blaði  skrifar Kolbrún Bergþórs svo framboðsgrein fyrir demókratana þar sem þessar klausur standa:

"...Vitanlega yrðu bæði Joe Biden og Bernie Sanders himnasending í embætti forseta Bandaríkjanna miðað við það stórslys sem Donald Trump er. Freistandi er að ætla að Bandaríkjamenn hefðu getað fundið ferskari frambjóðendur. En ekki vildu þeir konu með hugmyndir og lausnir og ekki vildu þeir heldur nútímalegan samkynhneigðan frambjóðanda..."

"...Eitt af fáum gleðilegum uppbrotum í þessari karlasamsetningu er þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sýnir af sér alkunnan skörungskap, 79 ára gömul. Hún er undantekning frá því sem virðist vera regla, að konur sem komnar eru af léttasta skeiði fái ekki vinnu..."

"...Fyrir fram hefði mátt ætla að fjarska auðvelt yrði að vinna Donald Trump í forsetakosningum, eftir að hann hefur hvað eftir annað opinberað algjöra vanhæfni sína í embætti.

Stórum hópi kjósenda þykir samt töff að hann skuli líta á konur sem leikföng, stimpla múslima sem hryðjuverkamenn og flokka stóra hópa innflytjenda sem glæpamenn. Hann þykir ímynd hins sterka karlmanns sem segir það sem aðrir hugsa en þora ekki að segja upphátt..."

Það er kannski ágætt að kona komin af léttasta skeiði skuli hafa vinnu við að skrifa í einkablað fyrrum Hafskipsendurskoðandans Helga Magnússonar.Sömuleiðis að gamall hvítur fíll af vettvangi stjórnmálanna skuli fá að dunda sér við að skrifa áróðursgrein fyrir demókrata í Bandaríkjunum með þessum hætti og reyna að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál eins og Mueller reyndi að klína á Pútín. 

En ég hygg að áhrifin af þessum skrifum muni ekki koma í veg fyrir yfirburða sigur Trump í forsetakosningunum í nóvember að honum heilum heilsu sem demókratar óska honum áreiðanlega ekki.

Donald Trump hefur sýnt það og sannað að tilkoma hans í Hvítahúsið hefur leitt til þess að margt hefur snúist til betri vegar í heimsmálum og innanlands í Bandaríkjunum. 

Sem betur fer mun útibú demókrata á Íslandi á Fréttablaðinu og umboðsskrifstofa Evrópusambandsins ekki ráða þar úrslitum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband