Leita í fréttum mbl.is

Veljum innflytjendur

til Íslands en ekki láta þeim valið eftir.

Haukur Ágústsson skrifar ágæta grein um þetta mál í Morgunblað dagsins.

Lokaorð hans eru þessi:

",,Það er viðtekin pólitísk rétthugsunarskoðun að engin trúarbrögð verði fyrir meiri ofsóknum og andúð en íslam – hugmyndakerfi múslima.

Þó greina mörg mannréttindasamtök frá því að fylgjendur engra trúarbragða verði fyrir viðlíka ofsóknum og þeir sem fylgja hinum kristna boðskap. Að minnsta kosti er það svo að í þeim heimshluta sem kristnin á uppruna sinn í – í Mið-Austurlöndum – hefur þeim sem játa kristna trú fækkað gífurlega á síðustu áratugum.

Frá þessu er lítið greint í íslenskum fjölmiðlum en þó er þetta staðreynd. Ef til vill er hin pólitíska rétthugsun hér enn að verki.

Það virðist viðtekið að halda fram „ágæti“ íslams og því hve illa sé að fylgjendum þess búið. „Friðartrúna“ má ekki styggja (sem væri efni í aðra grein).

Að lokum: Það virðist nokkuð undarlegt að ekki skuli vera valdir til komu hingað til lands sem kvótaflóttamenn hinir kristnu, einkum í ljósi þeirra staðreynda sem hér hefur verið á drepið. Þeir ættu að eiga greiðari leið en múlimar inn í íslenskt samfélag. Það byggist þó á kristnum grunni en ekki alls óskyldri hugmyndafræði íslam."

Manni virðist af fréttum að flestir hælisleitendur séu af múslimsku kyni og samúðinni hjá mótmælendahópunum sé ausið yfir þetta fólk og krafist landvistar og ríkisborgararéttar fyrir það.

Haukur vekur athygli á því að réttar sé og skynsamlegra að velja innflytjendur með tilliti til hvernig þeir geti auðveldar fallið að íslensku samfélagi heldur en óskyldir menningarlega og trúarlega muni fljótar geta gert.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Ofsóknir á hendur Múhameðstrúarfólki er nær eingöngu frá öðru Múhameðstrúarfólki. Súnnítar fara með hermdarverkum gegn Shítum og Shítar gegn Súnnítum. Síðan er ágreiningur mikill meðal ýmissa hópa aðallega Súnníta. En ofsóknir á hendur Múlimum af hálfu annarra eru mjög fátíðar sérstaklega í Evrópu og Bandaríkjunum.

Jón Magnússon, 19.3.2020 kl. 13:48

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Satt segir þú vinur minn Jón.En það er eins og okkur Íslendingum sé uppálagt af þessu voðagóða fólki úr SemuErlu og ValsGrettissonar söfnuðinum að elska þá meira en kristna meðbræður okkar. Ef við hefðum skeleggari biskup þá myndi kannski heyrast eitthvað til varnar kirkjunni í stað þessa aumingjadóms sem mér finnst við blasa allstaðar.

Halldór Jónsson, 19.3.2020 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband