Leita í fréttum mbl.is

Erum við of linir?

á ráðstöfunum gegn veriunni?

Ómar Geirsson setur þetta fram:

"Ísland.  Smit 648 eða 1.899 per milljón íbúa.  Dauðsföll 2 eða 6 per milljón íbúa.

Singapúr.  Smit 558 eða 95 per milljón íbúa.   Dauðsföll 2 eða 0,3 per milljón íbúa.

Hong Kong. Smit 387 eða 52 per milljón íbúa.   Dauðsföll 4 eða 0,5 per milljón íbúa.

Taivan   Smit  235 eða 10 per milljón íbúa.    Dauðsföll 2 eða 0,08 per milljón íbúa."

Borið saman við Singapore

Frá og með  2359 hours on 23 March 2020:

  • Allir skammtríma gestir: 
  • Enginn aðgangur eða gegnum ferð í Singapore

 

  • Atvinnuleyfishafar:
  • Aðeins endurkoma fyrir nauðsynlegustu störf og fjölskyldu þeirra
  • Allir þegnar Singapore, stöðugir íbúar , og langtíma vegabréfshafar :
    • From Hubei Province: 14-day quarantine
    • From all other countries: 14-day Stay Home Notice (SHN)
    •  
    • Leikskólar opnir aftur

Fáum við kannski öll smit fyrr eða síðar eða er sjans að H=1-1/Ro fari niður fyrir 0.6 og þá hverfi faraldurinn?

Erum við kannski  of linir í strangleika Islendingar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Besta hugmyndin sem ég hef séð til að draga úr smiti án þess að setja allt á hliðina snýst um að hindra ferðir milli smitaðra og ósmitaðra svæða.

Hér var farin þveröfug leið og fólk flutt í þúsundavís inn frá smituðum svæðum. Auk þess voru engar hömlur settar á ferðir inn á smituð svæði þótt hættan væri ljós.

Við súpum nú seyðið af þessum alvarlegu mistökum sóttvarnarlæknis. Að sjálfsögðu hefði átt að stöðva flug til Ítalíu strax og það var orðið ljóst hvílíkt smitbæli landið var. Og setja þá sem þar voru í sóttkví úti áður en þeim yrði hleypt hingað.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2020 kl. 15:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þarna er ekki birt lykiltalan á hverjum stað, sýnatökur á milljón íbúa.  

Ég birti yfirlit yfir það á bloggsíðu minni í gær, sem sýnir að Ísland, Færeyjar og Sameinuði arabísku furstadæmin skera sig alveg úr hvað snertir sýnatökurnar. 

Íslendingar taka 5 sinnum fleiri sýni en Suður-Kóreubúar, sem þó hafa verið romaðir fyrir dugnað í þessum efnum, 15 sinnum fleiri sýni á hverja milljón en Þjóðverjar og 100 sinnum fleiri sýni en Bandaríkjamenn.  

Að sjálfsögðu fást upplýsingar um mun fleiri smitaða þar sem tekin eru sýni af margfalt fleiri en aðrir gera. 

Ef ekkert sýni væri tekið, væri hægt að segja að enginn væri smitaður, af því að ekki fæst staðfesting á því, hvað veldur veikindum hjá smituðum. 

Eitt dauðsfall hjá jafn fámennri þjóð og okkur er ekki marktækt. 

Ekkert dauðsfall í Færeyjum segir ekki heldur neitt um veikina þar. 

Ómar Ragnarsson, 26.3.2020 kl. 20:13

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Eina leiðin til að fá eitthvað vit í þetta, er að mæla út frá hversu margir eru mældir, miðað við höfðatölu. Hvort mældir eru eingöngu þeir sem eru sýktir, eða eins og hér, þar sem Kári mælir eingöngu þá sem eru ekki í sóttkví, eða sýktir. Þessir útreikningar Ómars eru algerlega út úr kú, því þar er eingöngu stuðst við mælingar af sýktum einstaklingum. Samanburðirinn er galinn.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.3.2020 kl. 23:31

4 identicon

Nú birtir smám saman:  Nial Ferguson, sem politikusar treystu, hefur nú lækkað fyrri spá sína um 500 000

dauðsföll v/covid í UK niður í 20 000. . . . . .

 

Francis Menton:

Ferguson’s model projected 2.2 million dead people in the United States and 500,000 in the U.K. from COVID-19 if no action were taken to slow the virus and blunt its curve.

Yikes! Needless to say, this projection got cited by everybody, from the New York Times on down, and can be seen as a big part of the justification for the lockdowns taking place all around us. But then today, Ferguson made a revision to his projection. The new projection for the UK is no longer 500,000 deaths, but rather 20,000, and "possibly much lower.” That’s rather a large change. From the Washington Examiner today:

Scientist and Imperial College author Neil Ferguson said Wednesday the coronavirus death toll is unlikely to exceed 20,000 and could be much lower if lockdown measures continue, according to New Scientist. 

 

https://www.manhattancontrarian.com/blog/2020-3-26-which-is-worse-the-virus-or-the-response-to-it-2

New england journal of medicine:

 

This suggests that the overall clinical consequences of Covid-19 may ultimately be more akin to those of a severe seasonal influenza (which has a case fatality rate of approximately 0.1%) or a pandemic influenza (similar to those in 1957 and 1968) rather than a disease similar to SARS or MERS, which have had case fatality rates of 9 to 10% and 36%, respectively.2

 

 

Þess vegna þetta:

 

“ As of 19 March 2020, COVID-19 is no longer considered to be a high consequence infectious diseases (HCID) in the UK.”

 

Kv Elló

Elló (IP-tala skráð) 27.3.2020 kl. 07:42

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hver hlustar á þennan feik vísindamann Neil Ferguson, ég er hissa af hverju Imperial Collage er ekki búinn að reka karl fiflið.

Spair 500,000 manns drepist úr Wuhan kínverska vírusnum og nú segir hann að það verði 20,000 og kanski ekki einu sinni það margir.

Þetta er algjör hneisa og var sennilega gerð til að hræða fólk, ég get ekki séð aðra ástæðu með þessum ovísindalegu spá um dauðsföll. Það er mikill munur á fimm hundruð þúsund og kanski ekki einu sinni tuttugu þúsund dauðsföllum. 

Hvað er eiginlega í gangi?

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 27.3.2020 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 83
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 3420049

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband