Leita í fréttum mbl.is

Samgöngubætur

eru mjög aðkallandi á Íslandi með sína óblíðu náttúru sem allir þekkja frá þessum vetri.

Ég var að horfa á þátt um samfélagsleg áhrif jarðganganna í Héðinsfirði fyrir byggðirnar þar. Þessar framkvæmdir voru umdeildar á sínum tíma. Svo hefði ekki verið ef ákveðið hefði verið strax í upphafi að gjald væri tekið af jarðgöngum allstaðar. Engar deilur.

Þá mætti fara að huga að Fjarðarheiðargöngum sem eru löngu tímabær.

Ómar Þ.Ragnarsson skrifar þarfa hugvekju um flugmál á blogg sitt.

" Varaflugvellir hér á landi fyrir flugvélar af millistærð, sem algengastar eru, eru aðeins þrír, í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, og allir með sínum takmörkunum. 

Oft kemur það upp í umræðunni að fjölga þurfi íslenskum varaflugvöllum, og eyða jafnvel morðfjár í nýjan flugvöll í Hvassahrauni, en það yrði óráð að eyða fé í slíkt, heldur er og hefur verið brýn nauðsyn á því að endurbæta vellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. 

Vegna þess hve umhverfis Akureyrarflugvöll eru há fjöll getur það takmarkað notagildi hans. 

Á Egilsstöðum er flugbrautin full stutt og myndi það auka mjög gildi hans að lengja hana og bæta aðflugið og fráflugið við syðri enda vallarins. 

Lenging austur-vestur brautarinnar í Reykjavík gæfi langódýrasta kostinn til þess að uppfylla þá nauðsyn að hafa tvo góða alþjóðaflugvelli við Faxaflóa. 

Umbætur í millilandaflugi Íslendinga er ekkert einkamál ferðaþjónustunnar, þótt það út af fyrir sig sé mikilvægt atriði. 

Rétt eins og ótryggar og ófullnægjandi samgöngur frá okkar afskekktu eyju við nágrannalöndin var ein höfuðástæðan fyrir því að við misstum sjálfstæðið 1262, eru öruggar, tryggar og góðar flugsamgöngur lykilatriði í því að halda bæði sjálfstæði og góðum kjörum við hér á landi.  "

Lenging a-v brautarinnar í Reykjavík er svo sjálfsögð með Suðurgötuna í stokk undir, að það þarf meira en meðalkjark til að leggja til að byggja flugvöll í Hvassahrauni ofan á virkum eldfjöllum í stað þessa. Líklega myndu göngin drena sig sjálf út í sjó án þess að ég fullyrði það sem gerði allt einfaldara.Þar hefðum við varaflugvöll og millilandaflugvöll fyrir Reykjavík. Algert lykilatriði að framkvæma þegar við losnum við núverandi eyðingaröfl úr Borgarstjórn.

Róm var ekki byggð á einum degi en Reykjavík hefur verið eyðilögð af einum Degi segja þegnar hans við Miðbæinn. 

Það er mest aðkallandi að efla samgöngur allsstaðar á Íslandi, ekki hvað síst í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband