Leita í fréttum mbl.is

Flugmenn

hafa til þessa haft þokkaleg laun sérstaklega hjá Icelandair að því sagt er.

Nú eru fordæmalausar þrengingar framundan.

Flugmenn eru nokkuð sérhæfð stétt og detta ekki auðveldlega í önnur störf.

Þeir hljóta að hugsa sitt um framtíðina.

 

Hún er all ferlega erfið miðað við allt og allt.

En það sem hefur ekki síst vakið athygli er að flugmenn Lufthansa í gegnum stéttarfélag (eða stéttarfélög)hafa boðist til að lækka laun sín tímabundið (talað um tvö ár) um 45%.

Það er almenningur sem verður að kosta úthaldið á flugfélögunum næstu mánuði. Ragnar Þór sér ekki skyldu lífeyrisjóðs verslunarmanna til að leggja fram fé til þessa.Skiljanlega.

Þá er það ríkisins að ákveða skilyrðin fyrir framhaldinu.Hluthafarnir hafa einfaldlega tapað sinni eign í félaginu.

Af hverju eiga kjarafélög í flugi að eiga einhverja heilaga samninga í Eflingarstíl?

Verður ekki ríkið að ákveða hvað skuli gilda í rekstrinum og ráðningarsamningum allra sem að koma?

Flugfólk Icelandair getur ekki haft önnur laun í næstu framtíð en gilda hjá Lufthansa og SAS?

Þetta er sárt.En hvað skal gera ef ekkert flug flugmanna er hin hliðin og verkföll koma ekki á dagskrá í náinni framtíð?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Halldór, stéttarfélög flugmanna og flugliða halda Icelandair í heljargreipum og njóta kjara langt umfram flugstéttir erlendra samkeppnisaðila sem flogið hafa til og frá Íslandi síðustu ár. Þar að auki njóta þessir aðilar sérstakra tekjuskattsfríðinda  gegnum skattsviknar dagpeningagreiðslur. Það er því glórulaust að setja peninga í félagið fyrr en tryggt er að stéttarfélögin láti af afskiptum við stjórn rekstursins. Ef flugstéttirnar losa ekki um það hreðjatak sem þær hafa á félaginu þá verður bara að leyfa því að fara á hausinn. Það á enga framtíð fyrir sér hvernig sem allt er meðan stéttarfélögin stjórna og því er rekstrinum í raun sjálfhætt. Bara spurning hvað fjárfestar eru tilbúnir til að tapa miklu áður en lönguvitleysu verður hætt. Og ríkið á ekki að henda skattfé almennings í þetta fyrr en búið er að sníða þessa vankanta af. Flugmenn geta eins og aðrar sérmenntaðar stéttir alltaf tekið að sér störf þar sem engrar sérstakrar menntunar er krafist.

Örn Gunnlaugsson, 4.5.2020 kl. 10:39

2 identicon

FLUGMENN eru oft afreksmenn í hugum margra. Þeir eru flottir, öruggir með lága slysatíðni, eins og oft var minnst á hjá LOFTLEIÐUM í "gamla daga". Laun fara lækkandi á heimsvísu.

KJARARÁÐ breytti hugsun almennings varðandi launin í landinu með 45%? launahækkun til ALÞINGIS og embættismanna Ríkisins.

Það þarf að lækka laun og SKATTA allra og boða SPARSEMI til framtíðar. Stöðvum "skipulagðan" innflutning erlendis frá við þessar skelfilegu aðstæður í alheimi. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 4.5.2020 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband