Leita í fréttum mbl.is

Logi eða Bjarni

það er munurinn í pólitíkinni fyrir þá sem eiga erfitt með að botna í pólitíkinni.

Bjarni vill ekki handvelja fyrirtæki sem ríkið eigi að yfirtaka.Hann vill almennar aðgerðir en ekki sértækar. Logi vill að ríkið eigi  taka yfir Icelandair með hurðum og gluggum.

Logi vill fjölga opinberum starfsmönnum til að skapa atvinnu.

Bjarni segir að kostnaðurinn af slíkri fjölgun lendi á þeim sem ekki fái þessi nýju opinberu störf.Fjölgun opinberra starfa er varanleg aðgerð. En það sé alls ekki það sem Keynes átti við þegar hann talaði um nauðsyn aukningar á fjárfestingum ríkisins á erfiðum tímum. Þar komi ríkið með fé til að fjárfesta í innviðum sem efnahagslífið framkvæmi. Ekki ríkið.

Ágúst Ólafur er enn einn Samfylkingarprédikarinn sem skilur ekki þennan grundvallarmun á Loga,Bjarna eða John Maynard Keynes.

Bjarni er frjálshyggjumaður og fullveldissinni sem styður íslensku krónuna.Hann hefur trú á frjálsu atvinnulífi og sem minnstum ríkisafskiptum. Logi fer þvert á slíkt.

Logi er framsalsmaður fullveldisins sem vill ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.

Logi er ágætur arkitekt.Bjarni er ágætur lögfræðingur.Báðir hafa þeir sína kosti og galla.Margt orkar samt tvímælis þá gert er. 

Það er eiginlega auðvelt að velja á milli flokkanna sem þeir fara fyrir með því að horfa á mennina sjálfa og gera sér grundvallar skoðanamun þeirra  ljósan.

Hvorum treysta kjósendur betur?

Hvað trekkir?

Logi er búinn að fá sér nýtt félagsmerki, Bjarni er enn með það gamla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin og Reykjavíkurborg ættu bara að kaupa Icelandair. Reykjavíkurborg munar lítið um að bæta þeim við skuldahalann

Síðan má stækka flugvöllin í Vatnsmýrinni og flytja allt millilandaflug þangað

Grímur (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 12:47

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn bar af öllum flokkum, sem var minnisstæður fyrir sjálfstæði sitt og eigin dugnað. Allir muna gömlu LEIÐTOGANA. Bjarni ber af Loga og skoðunum hans.

Utanríkismál Loga við ESB, er ógn við fámenni ÍSLENDINGA. Sama gildir um VG, Viðreisn og örfáa einstaklinga, sem leiða hugann til getuleysis ESB og Evru vanda.

Háskólinn útskrifar RÍKISSTARFSMENN - þar er öruggt að vinna hjá ríkinu?. Þetta hefur eitthvað snúist í höndum okkar því miður.

Almenn verslun er í mikilli hættu fyrir "netverslun" frá Kína. Þarna getur Logi þakkað fyrrum leiðtogum Samfylkingar "greiðann" fyrir fámenni ÍSLENDINGA.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband