Biðja samt um ríkisaðstoð
Síðasta ár var fyrsta heila ár núverandi meirihluta í borgarstjórn. Af orðum borgarstjóra mætti ætla að borgin stæði sterkt og væri í góðum færum til að mæta mótlætinu. Sterk fjárhagsstaða.
Það er því mótsagnakennt þegar borgarstjóri kallar nú eftir ríkisaðstoð og fjárhagsaðstoð Seðlabankans. Hann er í ósamræmi við eigin málflutning um að allt sé í himnalagi.
Borgin glímir ekki við tekjuvanda enda eru skattar og gjöld í hæstu hæðum. Ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu er með jafn hátt útsvar og borgin.
Vandi borgarinnar er útgjaldavandi og þess vegna hafa skuldir hækkað um tugi milljarða síðustu árin. Góðærisárin.
Lausnin felst ekki í frekari skuldsetningu borgarinnar. Hvað þá að fjárfesta fyrir milljarða í malbikunarstöð við Esjumela eins og fyrirhugað er.
Leiðin fram á við er að borgin einbeiti sér að kjarnastarfsemi sinni, hagræði og nútímavæði þungt stjórnkerfið. Liðki til og létti byrðar. Það er leiðin upp á við."
Þar sem ég er borinn og barnfæddur í "Borg Davíðs" hef ég taugar til hennar og vil sjá hag hennar sem mestan.Eins og fleiri hraktist ég úr Borginni vegna skipulagðrar lóðaskortsstefnu Borgaryfirvalda sem stendur enn með blóma.
Það sem skín út úr skrifum Eyþórs kemur manni til að hugsa að ekki sé allt með besta móti eins og er venjulega hvar sem félagshyggjuflokkar komast til valda. Manni er sagt að Dagur B. Eggertsson hafi tugi aðstoðarmanna á sinni skrifstofu en á sama tíma geti enginn Borgabúi náð tali af Borgarstjóranum eins og hægt var í gamla daga.
Skrif Eyþórs Arnalds fá mann til að hugsa hvort Reykjavík sjálf þurfi að fjárfesta í öllum innviðum sínum?
Athugasemdir
Jón Gnarr og brandarahópurinn hafði "áhrif". REYKJAVÍKURBORG féll fyrir þessum skemmtilegu strákum. Þetta var "kraftaverk"?
Stjórnleysið virðist allslaust og hundruð miljarðar í skuld. Þá þykir eðlilegt að ræða um RÍKISAÐSTOÐ. Þetta er eins erlendis þar sem "demokratar" ráða í stórborgum. RÍKIÐ á að bjarga "lélegri stjórnun" illa rekinna BORGA.
Það virðist langt í að breyta borg DAVÍÐS?.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 9.5.2020 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.