Leita í fréttum mbl.is

Loksins

gerði Landsvirkjun eitthvað til að forða Álverslokuninni í Straumsvík

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hjá Landsvirkjun skrifar grein í Morgunblaðið um aðgerðir Landsvirkjunar til að koma til móts við neytendur í vanda.

Hún segir m.a.:

"...Viðskiptavinir Landsvirkjunar á stórnotendamarkaði munu njóta sérstakra kjara í 6 mánuði, frá 1. maí til 31. október 2020. Öllum stórnotendum sem greiða yfir kostnaðarverði Landsvirkjunar mun bjóðast lækkun raforkuverðs niður í kostnaðarverð Landsvirkjunar, sem er á bilinu $28/MWst til $35/MWst eftir því til hvaða virkjana er horft.

Verð til stórnotenda, sem eru núna að borga yfir kostnaðarverði, lækkar því tímabundið um allt að 25%.

Markmið aðgerðanna er að verja samkeppnishæfni viðskiptavina Landsvirkjunar og styðja við markaðsstarf þeirra við krefjandi ytri aðstæður. Horft er til þess að með aðgerðunum sé verið að hvetja núverandi viðskiptavini á stórnotendamarkaði til þess að styrkja eða auka við starfsemi sína á Íslandi, enda fara langtímahagsmunir Landsvirkjunar og viðskiptavina saman.

Gert er ráð fyrir að tekjur Landsvirkjunar muni lækka um allt að $10 milljónir vegna þessarar tímabundnu aðgerðar, eða um 1,5 milljarða króna. .."

Maður er búinn að bíða lengi eftir einhverju útspili okkar. Mér var búið að detta í hug hvort til greina kæmi að við keyptum ál af framleiðendum sem við gætum selt síðar. En þetta útspil er það djarft að maður vonar að það loksins dugi til að forða lokun í Straumsvík sem var eiginlega óbærileg tilhugsun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gott mál.  Ríkissjóður þarf að vísu að afsala sér einhverjum arðgreiðslum frá Landsvirkjun en á móti kemur öll launaveltan  og kaupmáttur starfsmanna "stórnotendanna".

Kolbrún Hilmars, 7.5.2020 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband