Leita í fréttum mbl.is

Kjarkmaður

er Bogi Nils forstjóri Icelandair.

Hann fer gegn bófaflokkum verkalýðsfélaga sem hafa leikið félagið grátt á undanförnum árum.Það er á vitorði þeirra sem til þekkja að launakostnaður félagsins er ekki í alþjóðlegu samhengi við samkeppnisaðilana á flugmarkaði.

Moggi skýrir frá þessari hólmgöngu svofellt:

"Gengi bréfa í Icelandair hefur snarlækkað í Kauphöll Íslands í dag. Klukkan korter í tólf var gengið komið niður í tæplega 1,9 sem er um 18 prósent lækkun. Þó verður að hafa í huga að veltan með bréfin er einungis 46 milljónir króna. Hlutabréfamarkaðurinn er rauður í dag, engin bréf hækka í verði. 

Gengi bréfa í Icelandair hefur aldrei verið lægra. Félagið tilkynnti eftir lokun markaða á fimmtudag að hlutafjárútboð til að treysta fjárhag fyrirtækisins færi fram í júní. Markmiðið er að safna 29 milljörðum króna í nýtt hlutafé.

Um klukkan korter í ellefu í morgun hafði gengi bréfanna lækkað um 25 prósent í 29 milljóna króna viðskiptum. Gengið er því aðeins að rétta úr eftir því sem líður á daginn, en er þó langt undir því verði sem var við lokun markaða á fimmtudag.

Fram kom til Icelandair til kauphallar á föstudaginn að bráðabirgðatölur sýndu að 208 milljóna dala tap væri á rekstri Icelandair fyrir fjármagnsliðið og skatta á fyrsta fjórðungi. Það jafngildir 30 milljarða króna tapi miðað við gengi gjaldmiðla í dag. Uppgjör Icelandair fyrir fyrsta fjórðung verður birt eftir lokun markaða í dag."

Enginn tekur viðtal við Boga heldur hlaupið á fund foringja bófaflokkanna. Alveg sama hversu alvarleg staða félagsins er, þá hafa fjölmúlar bara áhuga á réttindum gengjameðlimanna sem hefur verið  komið á blað með handleggjauppásnúningi verkfalla.

Alþingi ætti að samþykkja lög sem ógilda alla kjarasamninga Icelandair og setja lög um kjör flugliða hjá félaginu til næstu tveggja ára. Sömuleiðis að færa öll hlutabréf í félaginu niður í núll og að ríkið leggi inn nýtt hlutafé.Síðar má taka ákvörðun um framhaldið og eigendadreifingu framtíðarinnar.

Kjarkmaður er Bogi Nils sem fer einn síns liðs fer gegn drekunum ógurlegu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það virðist ekki mega gera opinbert hve galin kjör flugfólksins hjá félaginu eru og hvers konar hreðjatak stéttafélögin hafa á því. Það er sennilega þrautarlendingin að setja þetta í þrot svo stokka megi upp. En gott að Bogi hafði þó kjark til að impra á þessu. Gengilbeinur háloftanna virðast þó ekki ætla að gefa sig, betra að deyja drottni sínum...... með hinum.

Örn Gunnlaugsson, 10.5.2020 kl. 23:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er eitt sem þarf að hafa í huga í þessu Halldór: Launakostnaður Icelandair er vissulega talsvert hærri en launakostnaður flugfélaga erlendis. En launakostnaður er miklu hærri almennt talað á Íslandi en erlendis og framfærslukostnaður auðvitað líka.

Spurningin er kannski sú hvort það sé yfirleitt eitthvert vit í að reka flugfélag hér í samkeppni við erlend flugfélög þegar launakostnaðurinn er með þessum hætti.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 09:52

3 identicon

Látum Kínverjana taka við þessuyell.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.5.2020 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband