Leita í fréttum mbl.is

Hver á Icelandair?

má spyrja núna þegar félagið hefur tapað einhverjum 300 miljónum á dag við það að streitast við að lifa?

Styrmir Gunnarsson hefur hugleitt þetta sem og ýmsir aðrir.

Styrmir segir í dag:

"

Það hafa orðið snögg veðrabrigði í umræðum um Icelandair á opinberum vettvangi. Í upphafi kórónuveirufaraldursins töluðu forráðamenn félagsins á þann veg að fjárhagsstaða þess væri sterk, alla vega til skemmri tíma. Nú er skyndilega talað á þann veg, að gjaldþrot geti verið yfirvofandi.

Vafalaust er það rétt en um leið er sú mynd, sem blasir við starfsfólki og hluthöfum orðin skýrari. Starfsfólk á engan annan kost en fallast á verulega launalækkun eða missa vinnu sín ella. Stærstu hluthafar eru nú fyrst og fremst lífeyrissjóðir. Þeir standa frammi fyrir spurningunni, hvort það sé betri kostur að leggja fram nýtt hlutafé og reyna þar með að bjarga fjárfestingu sjóðanna í félaginu eða taka því höggi fyrir þá sem gjaldþrot yrði.

Síðari kosturinn mundi sennilega þýða lækkun lífeyris til lífeyrisþega. Þannig að þetta er ekki bara spurning um launalækkun hjá starfsfólki heldur einnig hjá félögum í þeim sjóðum, sem eru hluthafar í Icelandair.

Og þá leitar þessi spurningu á: 

Hverjir eiga að bjarga Icelandair?

Starfsfólkið og lífeyrisþegar eða þjóðin öll með aðkomu ríkisins?

Sjálfstæði okkar Íslendinga í samgöngum við önnur lönd er sjálfstæðismál og mál þjóðarinnar allrar en ekki bara fámennra hópa.

Það er því nokkuð ljóst hvert svarið er."

Hvar erum við stödd ef ekkert Icelandair er lengur til?

Kemur Skúli Mogensen þjóðinni til bjargar eða nýju Play-strákarnir? 

Eða við bara látum aðra um flugsamgöngur til landsins? Voru ekki meira en tveir tugir félaga að fljúga hingað næstliðið góðæri

Lífeyrinn lækkar duglega ef lífeyrisjóðirnir verða að afskrifa það sem þeir eiga.

Samþykkja eigendurnir að fleygja góðum peningum á eftir vondum? Eða kemur eim það ekkert við hvað spíssarnir gera?

Ragnar Þór gerir það sem honum bara sýnist með framtíðar lífeyririnn.

Eru það hagsmunir þjóðarinnar að Icelandair haldi áfram? Ef svo er þá er það þjóðarinnar að taka félagið yfir. Gamla hlutaféð má vera kyrrt í bókunum þó það sé auðvitað einskis virði núna í kauphöllinni.

Þorsteinn Siglaugsson sendi þessar línur:

"Það er eitt sem þarf að hafa í huga í þessu Halldór: Launakostnaður Icelandair er vissulega talsvert hærri en launakostnaður flugfélaga erlendis. En launakostnaður er miklu hærri almennt talað á Íslandi en erlendis og framfærslukostnaður auðvitað líka. 

Spurningin er kannski sú hvort það sé yfirleitt eitthvert vit í að reka flugfélag hér í samkeppni við erlend flugfélög þegar launakostnaðurinn er með þessum hætti."

Örn Gunnlaugsson sendi þessar línur:

"Það virðist ekki mega gera opinbert hve galin kjör flugfólksins hjá félaginu eru og hvers konar tök stéttafélögin hafa á því. Það er sennilega þrautarlendingin að setja þetta í þrot svo stokka megi upp. En gott að Bogi hafði þó kjark til að impra á þessu. Gengilbeinur háloftanna virðast þó ekki ætla að gefa sig, betra að deyja drottni sínum...... með hinum."

Er ekki sama uppi á teningnum hvert sem auga er litið? Vald stéttarfélaga er of mikið. Ekki bara hérlendis heldur víðast um vestræn lýðræðisríki? Þau hafa ekki þessi miklu völd í Kína, Saudi-Arabíu eða Venezuela.

Má alls ekki velta fyrir sér eftir hvaða leikreglum hagsmunafélög megi spila? Er ASÍ heilög kýr? Eru BSRB, Félag flugumferðarstjóra, Félag Ljósmæðra,  BHM ósnertanleg fyrirbæri sem heyra bara undir sig sjálf?

Eina ógnin sem að verkalýðsfélögum stafar er gengi íslensku krónunnar. Þau stjórna því ekki.

Hvað myndi gerast ef Sólveig Anna, Drífa Snæland og Inga Sæland væru gerðar að Seðlabankastjórum?

Hvað vilja þær gera í málefnum Icelandair?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú myndir væntanlega vera sáttur við 40% niðurskurð af 560.000.króna launum eftir 30 ára starf hjá sama vinnuveitanda?

thin (IP-tala skráð) 11.5.2020 kl. 21:42

2 identicon

Þú myndir væntanlega vera sáttur við 40% niðurskurð af 560.000.króna launum eftir 30 ára starf hjá sama vinnuveitanda?

thin (IP-tala skráð) 11.5.2020 kl. 21:43

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri spennandi að sjá hvað gerðist ef Solla kommi, Inga Sæland og Drífa frænka mín yrðu gerðar seðlabankastjórar. Það yrði fjör held ég.

En kjarni málsins varðandi Icelandair held ég sé akkúrat það sem þú nefnir; það hafa tugir flugfélaga verið að fljúga hingað og þau munu byrja á því aftur um leið og það verður hægt. Þetta sýnir að það er góður bisness að fljúga til Íslands svo líklega er ekkert að óttast jafnvel þótt ekkert íslenskt flugfélag sé starfrækt. Ég tek því þess vegna með miklum fyrirvara þegar verið er að dramatísera þetta með staðhæfingum um að sjálfstæði þjóðarinnar hangi á því að við eigum flugfélag. Þetta er ekki sama staða og þegar semja þurfti við Noregskonung um skipaferðir forðum tíð. En auðvitað væri leiðinlegt ef Icelandair færi á hausinn. Og ég gæti trúað að þá myndu fyrrum starfsmenn naga sig í handarbökin yfir að hafa hangið á úreltum kjarasamningum eins og hundar á roði.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 23:23

4 identicon

ALLT heppnast með samkomulagi. Flugmenn eru hálaunaðir en hafa samið?. Flugvirkjar alltaf dugandi í launabaráttunni. FLUGFREYURNAR eru lægstar en gætu tekið LÆGRI laun og ÓSKAÐ eftir Hlutafé í ICELANDAIR til ákveðins tíma. Gæti orðið stór dráttur fyrir þessar dugandi stelpur?. 

SAMA gæti Ríkið gert til tryggingar fyrir Landið OKKAR og ferðaiðnaðinn með Hlutabréf í ICELANDAIR.

TESTIN eru klár frá USA. Þetta verður "ferðaspringing" og ofurflutninga BÆNDA, GRÓÐURHÚSA og SJÁVARÚTVEGS frá ÓMENGUÐU ÍSLANDI.

ÉG trúi því, að FLUGFREYJUR verði með bestu SAMNINGANA?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 12.5.2020 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband