Leita í fréttum mbl.is

Gizur Þorvaldsson

var fæddur árið 1209.

Framan af ævi vildi hann sem minnst blanda sér í deilur höfðingja. En  sem títt er um slíka menn þá var hann sóttur til forystu vegna hæfileika sinna.Hann er óumdeilanlega maður mikilla örlaga og áhrifa.

Árið 1253 eftir 22.október kvað hann þessa vísu:

 

Enn mank böl þats brunnu

Bauga Hlín og mínir,

skaði kenni mér minni,

minn, þrír synir inni.

Glaður munat Göndlar röðla

gnýskerðandi verða,

brjótur lifir sjá við sútir

sverðs, nema hefndir verði. 

 

Hvernig maðurinn hélt viti eftir þessa Heljar atburði er eiginlega ofvaxið mínum skilningi. En hann var mikill borði segir Sturla Þórðarson um hann og líklega sízt ofmælt.

Margir lutu í gras í eftirmálum Flugumýrarbrennu.

Gizur Þorvaldsson lifði til 1268, er hugsanlega grafinn, aðeins 59 ára gamall, í Viðey en ég veit ekki hvort hann á beina afkomendur meðal okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gizur hefur lengi verið látinn gjalda þess í mati manna, að hann stóð uppi sem sigurvegari í innanlandsstríðinu á Sturlungaöld og hlaut því það hlutskipti að standa fyrir Gamla sáttmála og ganga konungi á hönd sem jarl yfir Íslandi. 

Þá er horft fram hjá því að aðrir helstu höfðingjar, sem börðust um völdin, voru búnir að taka það hlutverk að sér að koma landinu undir konung, og að það var ekki spurning um hvort, heldur hver stæði uppi sem sigurvegari í þeirri borgarastyrjöld. 

Þeim sem komst í gegnum Flugumýrarbrennu og stóðst þá miklu þrekraun, bæði andlega og líkamlega, hefur ekki verið fisjað saman.

Og átti í raun ekkert val: Annað hvort að bíða ósigur og vera drepinn, eða að halda velli. 

Ómar Ragnarsson, 2.6.2020 kl. 20:55

2 identicon

Ætli fólk sé nokkuð að auglýsa það að það sé undan manninum sem kom landinu undir veldi Noregskonungs.

Vagn (IP-tala skráð) 2.6.2020 kl. 21:50

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gissurar Þorvaldssonar mun samt sem áður einkum verða minnst fyrir það að hann lét drepa Snorra Sturluson, þó hann hafi haldið viti eftir Flugumýrarbrennu. Sturlungaöld er enn minnisstæð íslendingum.

Sæmundur Bjarnason, 3.6.2020 kl. 11:01

4 identicon

ALLTAF gaman að hlusta á SÖGUNA og átökin. Slæmt hann skyldi standa fyrir drápi á Snorra Sturlusyni hann Gizur Þorvaldsson.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 3.6.2020 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 3420598

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband