Leita í fréttum mbl.is

Hæfisnefndir

eru í tísku núna.

Í stað þess að vinna sín mál sem sérfræðiálit í trúnaði til afnota fyrir ráðherrann sem veitir embætti samkvæmt stjórnarskrá, þá virðast manni þetta vera orðnir einhverskonar opinberir dómstólar sem gefa út málflutning til almennings. Héraðsdómur, Landaréttur, Hæstiréttur? Í stað þessa alls kemur nýtt dómsstig sem heitir kærunefnd jafnréttismála og er æðra öllum þessa þriggja? 

Niðurstaðan  virðist manni vera sú í þessum jafnréttismálum að sæki kona um á móti karli þá verði það lögbrot að ráða ekki konuna að mati hæfisnefnda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gleymdu ekki einu Halldór að það eru

20 milljónir í boði. Ólína Þorvarðar

fékk 20 þannig að hvatinn fyrir málaferlum

er til staðar vegna hæfisnefnda sem eru algjörlega

óhæfar í öllu sem þær gera.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.6.2020 kl. 13:00

2 identicon

Ekki gleyma máli Jóhönnu

hún réði konu en fékk samt "dóm" Jafnréttisráð um að hafa brotið lög

Hvað varð um að dómstólar eigi að ákvarða hverjir brjóta lög?

Geta einhverjar nefndi úti bæ (eða hjá ESB) ákveðið upp á sitt einsdæmi að íslensk lög hafi verið brotin og að skaðabætur eigi að greiða?

Grímur (IP-tala skráð) 3.6.2020 kl. 14:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Halldór.

Kærunefnd jafnrréttismála er ekki æðri neinum dómstólum. Þvert á móti er hægt að bera niðurstöður hennar undir alla þá dómstóla sem þú telur upp, sé það gert í réttri röð.

Ég veit ekki hver er þinn málstaður en það hjálpar engum að byggja málflutning um hann á rangfærslum.

Íslensk þjóðfélagsumræða yrði þeim mun gagnlegri ef hún myndi byggjast á staðreyndum fremur en ruglinu sem veður uppi út um allt, því miður.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2020 kl. 22:16

4 identicon

Næstu skref ríkisins, er að hætta auglýsingum eftir starfsfólki?.

Sumir umsækjenda eru ekki hæfir til samvinnu. Þannig er það í lífinu.  Greiðslur í tugum miljóna til þessa sorgmædda fólks verða að stoppa.  Það er eðlilegt að "fátæka fólkið" vilji fá hærri laun á almennum vinnumarkaði.   

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 8.6.2020 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 3420601

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband