5.6.2020 | 16:23
Er Sparifé ónauðsynlegt?
Vilhjálmur Bjarnason veltir fyrir sér eðli sparnaðar og gildi hans fyrir þjóðfélagið í grein í Morgunblaðinu í dag.
Villi Bjarna segir:
"Er sparifé frjáls gæði annrarra?
eftir Vilhjálm Bjarnason
Fegurðin stendur nær því ljóta en nokkuð annað. Það sama má segja um frjálsan sparnað og ofurskattlagningu. Hagfræðin fjallar um skort og ráðstöfun takmarkaðra gæða. Þau gæði sem eru til umfjöllunar í hagfræðinni hafa verð sem í flestum tilfellum grundvallast á eftirspurn. Verð annarra gæða ræðst af hlutfallslegri eftirspurn í samanburði við önnur gæði sem kunna að vera á markaði.
Það er algengur misskilningur að verð ákvarðist af kostnaði við að framleiða gæðin. Í fæstum tilfellum hefur sá er kaupir nokkra hugmynd um hvað gæðin kosta í framleiðslu. Það er aðeins í tilfellum um fullkomna samkeppni þar sem verð ræðst af jaðarkostnaði vöru. En því miður; fullkomin samkeppni er ekki til.
Þó ber svo við að sumar tegundir gæða kosta ekkert í framleiðslu. Dæmi um slíkt er andrúmsloft og sólarljós. Það er álitamál hvort hreint vatn í bæjarlæk, tekið til drykkjar úr bæjarlæk sé frjáls gæði. Þó hefur verið litið svo á að ef vatnstakan skerðir ekki notkunarrétt eiganda bæjarlækjarins, þá sé vatnið frjáls gæði. Svo er einnig um náttúrufegurð sem horft er á, og jafnvel um frjálsa för um land, þar sem förin skaðar ekki með umgengni. Jafnvel það að tína ber sér í munn við för um land eru frjáls gæði.
Sparifé
Stundum má ætla það að sparifé annars fólks sé frjáls gæði fyrir þá sem ekki eru skráðir eigendur þess sparifjár.
Áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga að sparifé kann að vera hvort heldur sem er frjáls eða þvingaður sparnaður.
Þvingaður sparnaður er sá sparnaður sem launþegar eru skyldaðir til að leggja til hliðar af launum sínum í lífeyrissjóði til að afla sér réttinda til töku ellilífeyris þegar ákveðnum aldri er náð. Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrisréttindi sem launþegi kaupir sér í samvinnu við atvinnuveitanda, en geymist með skattakvöð þar til lífeyristaka hefst.
Frjáls sparnaður launþega er einnig það sem launþeginn heldur eftir af tekjum sínum. Slíkur sparnaður er gjarnan geymdur í fjármálastofnun sem miðlar sparnaðinum til þeirra sem þurfa á fjármagni að halda vegna atvinnurekstrar eða neyslu umfram tekjur. Slík miðlun er ekki og getur aldrei verið hluti af félagsmálaþjónustu. Það er enginn skyldugur að halda eftir af tekjum sínum til að ráðstafa heiðarlegum launum til annarra.
Og ef enginn heldur eftir af launum sínum fellur slík lánastarfsemi eða miðlun sjálfkrafa niður.
Fyrir slíka miðlun er tekið gjald. Lántaki greiðir gjald, sá sem færir fórn við að fresta neyslu tekur gjald og fjármálafyrirtækið tekur gjald fyrir miðlunina og dreifingu áhættu. Það þykir eðlilegt í siðuðum samfélögum að sá er fær að láni greiði til baka jafnvirði þess sem hann tekur að láni auk þóknunar fyrir afnotin. Verðmætamælirinn og brenglun hans á ekki að skipta máli. Algengasta brenglun verðmætamælis heitir verðbólga.
Hvers konar sparifé?
Þegar tölur um sparifé í bönkum á Íslandi eru skoðaðar, kemur í ljós að um 60% af innlánum eru í eigu einstaklinga og lífeyrissjóða, en eignir þeirra eru skuldbindingar við einstaklinga. Það eru um 1.200 milljarðar. Að auki eiga einstaklingar um 5.000 milljarða í lífeyriseignum, auk 500 milljarða lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs við opinbera starfsmenn. Með þessum lífeyriseignum er ríkissjóður, og þar með skattgreiðendur framtíðarinnar, að koma sér undan að greiða óbærilegar lífeyrisbætur um ókomna tíð.
Með þessu borgar hver fyrir sig sín eftirlaun og nokkurs réttlætis er gætt. Þessum 6.000 milljörðum er hægt að ræna frá eigendum sínum að einhverju leyti með óvarlegum útlánum með gjafavaxtakjörum og verða það þá einhverjir mestu verðmætatilflutningar í sögu landsins.
Hver tekur sparifé að láni?
Samkvæmt gögnum Seðlabanka Íslands tekur íslenskt atvinnulíf að láni 60% allra útlána íslenska bankakerfisins. Íslensk heimili taka að láni um 40% af útlánunum. Hver segir að það sé réttlæti að sum heimili niðurgreiði útlán til annarra heimila?
Hver segir að það sé réttlæti að íslensk heimili niðurgreiði útlán til fyrirtækja með neikvæðum raunvöxtum? Með vaxtabótum eru heimili hvött til lántöku. Eru einhverjir hvatar til að einstaklingar eigi fyrir neyslu sinni í varanlegum eignum? Til dæmis fasteign yfir höfuðið!
Er sparifé ef til vill aðeins skattandlag, til að auka tekjur ríkissjóðs? Vextir af teknum lánum eru gjöld hjá fyrirtækjum. Fengnar fjáreignatekjur eru tekjur hjá einstaklingum, jafnvel þó stór hluti þeirra tekna sé verðleiðrétting og falli alls ekki undir tekjuhugtakið í venjulegum skilningi.
Nú er hrósað happi og hamingju yfir því að Ísland sé lágvaxtaland. Hver er hamingjan af slíku? Að heimili séu að niðurgreiða lánsfé fyrirtækja? Það kann að vera að lífeyrissjóðir hafi ábata af vaxtalækkunum, því annað eignaverð kann að hækka vegna aukinnar arðsemi í atvinnurekstri.
Vextir ráðast að nokkru af arðsemi fjárfestingatækifæra. Vextir örva framboð lánsfjár. Það kann vel að vera að bankar ætli aðeins að lána út það sem fyrirtæki og einstaklingar vilja eiga í lausu fé, en ekki eiginlegt sparifé.
Siðuð samfélög
Það er eðlilegt í siðuðum samfélögum að stjórnvöld hvetji til myndunar frjáls sparnaðar. Það er eðlilegt að einstaklingar eigi þriggja mánaða laun á hefjanlegum sparireikningum, til að takast á við ástand eins og nú ríkir. Það er einnig eðlilegt að einstaklingar eigi eins til þriggja ára laun á bundnum sparireikningum. Hvort heldur hefjanlegir ellegar bundnir reikningar verða að bera jákvæða raunvexti. Með skattlagningu verðbóta verða slíkir reikningar með neikvæðum raunvöxtum, samkvæmt tímaritinu Ávöxtun og sparnaður, sem kom nýlega út. Og enn er vilji til að herða skattlagningu fjáreignatekna af sparifé. Þá færist land og þjóð frá siðuðu samfélagi til vanþróaðs ástands, þar sem lýðsleikjur færa verðmæti til að sínum geðþótta.
Það var sárt að sjá Sjálfstæðisflokkinn standa að síðustu skattahækkun á fjáreignatekjur, í þjónkun við þá sem vilja ekki skilja eðli fjáreignatekna. Frjáls sparnaður er ekki frjáls gæði. Óhófleg skattlagning dregur úr frjálsum sparnaði og leiðir til bótavæðingar meðal þegna og útgjalda fyrir ríkissjóð.
En eins og skáldið sagði í ljóði sínu:
Í nótt sem leið kom hann,
stormurinn, trylltur
blár, litur næturinnar,
rauður litur vínsins,
skrýddur vatnslokkum,
með kaldan eld í augum, í nótt sem leið
kaus hann að sofa á jörðinni.
(Pablo Neruda) "
Greinin er þörf hugleiðing á þessum tímum þegar allt er í upplausn og hver starfstéttin af annarri gerir verkfall til að knýja almenning til að rýra sinn hluta og greiða þeim kröfurnar.
Hverjir greiða þessum hópum sem vinna hjá ríkinu launin ? Nokkuð ljóst að hóparnir greiða þau til bakav sjálfir með öðrum óskyldum aðilum sem verða að heimta leiðréttingu fyrir sig annarsstaðar.
Verðbólga kemur í kjölfarið og verðtryggð lán hækka. En án verðbólgu staðnar allt þjóðfélagið eins og í COVID-19.
Hvaða afleiðingar hefði lagasetning núna eins og hjá ríkisstjórninni 1971 að allt kaup í landinu skuli hækka um 20 % á einu bretti og síðan keyptur skuttogari á helst alla firði landsins?
Stórkostlegt framfaraskeið myndi auðvitað hefjast nú eins og þáán kvótakerfis en ófyrirséð aldarfjórðungs óðaverðbólga sigldi í kjölfarið. Undangengin atóriðjustefnan bjargaði Íslandi frá þjóðargjaldþroti.Og fiskimiðn skrimta með þriðjungs fyrri afköst sem kvótagreifarnir skammta í gegn um Hafró og bankana sem eiga veð í fiskinum í ajónum.
Menn beri þessar aðferðir saman við Þýzkaland þar sem almennt kaupgjald hefur ekki hækkað árum saman því ártalið 1929 og Adolf Hitler eru enn brennd inn í þjóðasálina.
Af hverju geta íslenskir bankar ekki boðið launþegum að leggja inn á verðtryggða en óbundna reikninga? Enga vexti fremur en nú eru fáanlegir á þessa reikninga en bara verðtryggingu? Ég er sannfærður um að þetta myndi breyta miklu í afstöðu manna til peninga og efla sparnað.
Sparnaður er ekki ónauðsynlegur því að flest allir Alþingsmenn Íslendinga trúi því eða kæri sig kollótta. Því beri að eyða öllu sem mögulegt er í réttlætismálin. Enda er þeir flestir kerfiskurfar að upplagi sem aldrei hafa þurft berjast fyrir lífinu eins og allur almenningur. Þess vegna er fullveldi Íslands svona léttvægt hugtak í þeirra röðum þegar helmingi þeirra vera slétt sama um slík hugtök og vilja óðir láta aðrar þjóðir stjórna því hvað við gerum.
Það verður fróðlegt að horfa á hvað Birgir Ármannson, samnefnari þingflokks Sjálfstæðismanna, ætlar að eiga mörg samtöl við flokksmenn áður en hann samþykkir O4 eins og hann gerði með O3. En þá gaf hann akkúrat ekkert fyrir frekari samtöl við almenna flokksmenn sem hann hafði þó auglýst.
Skyldi hann hann ekki bara samþykkja sæstreng í framhaldi og svo inngöngu í ESB eftir næstu kosningar? Er ekki buið með allt það traust á stjórnmálamönnum yfirleitt sem við höfðum í gamla daga? Halda menn að þeim verði eitthvað erfiðara að svíkja nýja stjórnarskrá frekar en önnur loforð sem þeim finnast ekki þurfa að halda?
Enda hlýtur það fólk að vera fífl, svo vitnað sé til gamallar sköðunar framámanns okkar, sem gerir Pírataflokkinn að meiriháttar stjórnmálaafli. Hvað varðar slíka menn um hugtök eins og sparnað?
Vilhjálmur er einn af fáum stjórnmálamönnum sem skilur þjóðhagfræði. Það var skaði að honum var velt út af þingi í mislukkuðum pópúlisma. Vonandi verðu breyting á í næstu kosningum og þar með fækkun kerfiskurfa og minnkað vægi landsöluaflana í þingflokki Sjálfstæðismanna og að sparifé fái einhverja meiri athygli þar innanborðs en verið hefur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 3420650
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Vilhjálmur skrifar oft um Þjóðhagsfræði, lífeyrissjóði og einstaklinga, sem eru athygliverðir.
Er hugsanlega hægt að hver maður geti skráð sig á öruggan máta hjá Seðlabankanum öll sín 40/50 vinnuár án Lífeyrissjóða?.
Ég man enn söguna úr MBL um manninn í TEXAS, minnir mig, sem vann með 5-7 starfsmönnum og sinnti stærri sjóðum en öll Lífeyriskerfin á ÍSLANDI með sóma.
Ragnar Þór og Vilhjálmur á Akranesi auk Vilhjálms Bjarnasonar koma upp í huga mér við reksturinn.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 6.6.2020 kl. 11:30
Ég mæli sérstaklega með að fækka þingmönnum um helming í fyrstu adrennu og sjá hvað gerist. Ef það reynist vel má skoða allskonar annann sparnað eins og t.d. að loka ríkissjónvarpinu sem er orðin þjóðarskömm.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 7.6.2020 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.