Leita í fréttum mbl.is

Trump, vinur eða óvinur

Páll Bloggkóngur veltir fyrir hliðstæðum í heimssögunni.

Hvernig speglast aldarfarið núna í því forna? Er Trump djöfullinn holdi klæddur en líka hið góða í hagvextinum og lífskjörum alþýðu?

Hann sækir aftur í Illiónskviðu:

" Ef Trump er djöfullinn sem ber persónulega ábyrgð á mannfalli farsóttar og kynþáttaníði sveitalöggu þá leiðir af sjálfu að forsetinn er einnig guð hagvaxtar.

Farsótt, manndráp og ríkidæmi - ásamt hégóma og særðu stolti - eru stef beint upp úr grunnbók vestrænnar menningar, Ilíonskviðu Hómers.

Trump yfirstígur Hómer. Hann er bæði þóttafulli Agamemnon herkonungur og hálfguðinn og hetjan Akkilles. 

Öllu síðra í samtímakviðunni er að andstæðingar Trump eiga hvorki sinn Víga-Hektor né Príam konung. Þeir sitja uppi með liðleskjuna og kvennabósann París í holdtekju Bidens forsetaframbjóðanda Demókrata.

Fuglaspámaðurinn, sem Akkilles virkjar í upphafi kviðunnar til að klekkja á Agamemnon, er fyrsta útgáfan af samfélagsmiðlum til snúa almenningsálitinu. En þar sem Trump er bæði herkonungurinn og hetjan getur hann ekki tapað."

Þeta fannst mér athyglisverð samlíking um hver sé spegilmynd samtímans af deilunum um Trump forseta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tveir sannir,Donald J.TRUMP og varaforsetinn Mike Pence stjórna Hvíta Húsinu með reisn. Bestu meðmæli með TRUMP eru börnin hans frá æskuárum þeirra.

Pence var talinn Kristinn "ofstækissinni" í dagblöðunum og meðal manna, varðandi kurteisisheimsókn hans til ÍSLANDS. Forsætisráðherrann var í miklum vanda vegna fundar hjá "húskörlunum" í BRUSSEL, en allt gekk upp að lokum.

TRUMP er ofurmaður á HEIMSVÍSU við stjórnun og í viðskiptum. Ég bið ríkisfyririrtækið RUV, dagblöðin og skrifara, og "hernámsandstæðinga" að sýna USA kurteisi meðan góðvild LEIÐTOGANS ræður í HVÍTA HÚSINU. Hann ber af.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 6.6.2020 kl. 15:29

2 identicon

Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með árásum á Bandaríkjaforseta úr öllum áttum.

Ég held að vandfundinn sé forseti sem hafi unnið eins ötulega að hagsmunum síns fólks eins og DT. Það er ekki nokkur vinnufriður fyrir demókrötum og vinstri fréttamiðlum. Við værum heppnir ef við hefðum einhvern sem vildi berjast fyrir þjóðina.

Það er mjög skrítið að lesa pistil Styrmis Gunnarssonar þar sem hann lítur á DT sem algerlega vanhæft sundrungarafl.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 7.6.2020 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband