8.6.2020 | 11:54
Verður þetta lið endurkjörið?
sem Björn Bjarnason lýsir svo í pistli sínum?
" Stjórnarhættir Sigurborgar Óskar Halldórsdóttur, formanns skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúa Pírata, sæta margvíslegri gagnrýni og á hún ríkan þátt í að skapa reiði meðal þeirra sem eiga samskipti við borgaryfirvöld.
Hún er ekki eini píratinn í borgarstjórn sem leggur sig fram um að skapa illindi með framkomu sinni. Píratinn Dóra Björt Guðjónsdóttir leggur henni lið eins og birtist í grein hennar í Fréttablaðinu 12. maí sl. en 12 athafnakonur í miðborg Reykjavíkur svara Dóru Björt í Morgunblaðinu 4. júní og segja meðal annars:
Við höfum það eitt til saka unnið í hennar huga að berjast fyrir lífi fyrirtækja okkar og verja þar með störf og mannlíf í miðbænum. Þetta kallar Dóra Björt fortíðarskvaldur og segir okkur klappstýrur afturhaldsins með sveittar krumlur fortíðar! Dóra Björt, ásamt borgarstjóra og fleiri borgarfulltrúum, hefur kosið að standa í stríði við okkur fyrir það eitt að við höfum barist gegn lokunum gatna í miðbænum.
Sigurborg Ósk lét orð falla á dögunum um að vegfarendur yrðu að sætta sig við að umferð um Geirsgötu yrði heft með biðstöð strætisvagna við götuna. Það ætti að kenna mönnum að vera ekki á einkabíl var inntak boðskaparins. Píratar leggja einkabílinn að jöfnu við verslunareigendur í miðborginni, þeir verða að sætta sig við að viðskiptavinum fækki með fækkun einkabíla á götum miðborgarinnar.Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis. (Mynd mbl.is/Eggert.)
Flugfélaginu Erni var tilkynnt á fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar 30. apríl 2020 að rífa yrði flugskýli fyrirtækisins við Reykjavíkurflugvöll, bótalaust, vegna nýs skipulags. Borgin áformaði að leggja veg fyrir efnisflutninga í gegnum húsið. Ákvörðunin um veginn gekk gegn samkomulagi sem ríkið og Reykjavíkurborg höfðu gert um svæðið og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í tilefni af fréttum um þetta:
Áform um að leggja veg í gegnum friðað hús eru fráleit og engin sómakær sveitarfélög taka heldur eignir bótalaust af íbúum sínum. Allra síst aðilum sem hafa þjónað sjúkraflugi og líffæraflutningum fyrir landsmenn í áratugi. Þannig hagar sér enginn.
Í Morgunblaðinu í dag (8. júní) segir frá því að hætt sé við að leggja veg í gegnum skýli Ernis. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugskýlisins, segir að framkoman sem Sigurborg Ósk og starfsmenn hennar hafi sýnt sér og fyrirtæki sínu sé einfaldlega yfirgengilegt ofbeldi. Þegar borgarfulltrúinn er spurð hvort hún ætli að biðja Hörð afsökunar svarar hún:
Við verðum að setjast niður og tala saman. Við viljum ekki að fólk upplifi stöðuna þannig að það bíði upp á von og óvon með sína starfsemi.
Hún sér ekki ástæðu til að afsaka eitt eða neitt heldur gefur til kynna að Hörður hafi upplifað eitthvað! Staðreyndin er hins vegar að meira en mánuður leið frá fundinum 30. apríl og niðurstöðu hans áður en Hörður frétti að ákvörðuninni á fundinum hefði verið gjörbreytt."
Þórdís Lóa sem er í persónulegri krossferð gegn Eyþóri Arnalds vegna fjölskylduværinga frá Selfossi klykkir svo út í pistli dagsins:
"...Í græna planinu eru mikilvæg skref til að auka lífsgæði, loftgæði og bæta loftslag.
Þar má nefna bættar samgöngur og uppbyggingu Borgarlínu, bætta innviði fyrir hjól og áherslu á orkuskipti, græna uppbyggingu húsnæðis og umhverfisvæns borgarlands.
Það er einnig mikilvægt að halda áfram í ábyrgum og grænum fjárfestingum, t.d. í gegnum græn skuldabréf og með því að láta grænar skuldbindingar vera leiðarljós sjálfbærra verkefna og nýsköpunar.
Það þarf einnig að hefja samtal við atvinnulífið, ekki síst ferðaþjónustuna, um hvernig við getum staðið saman í því að byggja upp borgina okkar á umhverfisvænan hátt. Íslendingar skilja alvöruna og skilja að aðgerðirnar sem þörf er á til að sporna við loftslagsbreytingunum eru á það stórum skala að þær þurfa að ná til allra anga samfélagsins.
Það þarf að bregðast við umhverfisvandanum af festu og sú festa þarf að vera sýnileg í ákvörðunum borgarinnar. Atvinnulífið, fólk og opinberir aðilar, í okkar tilviki Reykjavíkurborg, eiga að standa saman að því að reisa okkur við eftir Covid og endurreisnin á að vera græn."
Kolfastur er þessi meirihluti í Borgarlínubullinu og að Reykjavík sé hjólabær með sinni veðráttu.Staðreyndin er sú að vegna notkunar einkabílsins urðu hér miklu færri smit en í almenningssamgöngubæjum eins og London og New York. En þetta fólk er rökhelt og það þýðir ekki að reyna að rökræða við það, sbr. lokunina á Laugaveginum til 1. október n.k.
Því miður eru enn nærri 2 ár í kosningar. Það verður búið að vinna mörg skemmdarverk í Borginni á þeim tíma.
En Dagur og kompaní virðist svo sannfærð um sitt ágæti að þau reikna fastlega með endurkjöri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420656
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.