9.6.2020 | 10:20
Hættum þessum skrípaleik
með Hafró og kvótann.
Það eru hagsmunir kvótagreifanna og hafró að halda fiskveiðum niðri því þá verða forréttindin hærri í verði. Ætti að vera öllum ljóst.
Jón Kristjánsson skrifar góða grein um fiskveiðar í Morgunblaðið í dag:
Jón segir:
"Kreppan mun að öllum líkindum dýpka með haustinu. Ríður því á að auka framleiðslu til að afla þjóðinni gjaldeyris.
Löngum voru sjávarafurðir verðmætasti útflutningurinn en síðustu ár hefur ferðaþjónusta orðið sífellt mikilvægari í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. En hún er horfin, hvarf eins og dögg fyrir sólu á einni nóttu.
Nú þarf að veiða meiri fisk og fyrsta skrefið er að gefa handfæraveiðar alveg frjálsar.
Sjávarauðlindin með fiskinum er enn á sínum stað en hún hefur gengið í gegn um hremmingar, aðallega vegna niðurskurðar í nafni uppbyggingar fiskstofna og misskiptingar, þar sem sífellt meiri hluti aflans hefur færst til stórútgerða á kostnað þeirra smærri og sjávarþorpa landsins.
Þá virðist það vera keppikefli kvótahafa að halda afla niðri, mynda skortstöðu, sem hækkar fiskverð og leiguverð á kvóta.
Niðurstöður úr nýförnu togararalli sýna að þorskstofninn fer hraðminnkandi en vísitala þorsks mældist nú um 25% lægri en í fyrra og um 50% lægri en hún var 2017. Þar sem ráðgjöf um leyfilega veiði byggist á að veidd séu 20% stofnsins er næsta víst að aflaheimildir í þorski muni fara úr 260 þús. tonnum í um 200 þús. tonn, minnka um 60 þús. tonn, beiti Hafró ekki einhverjum reiknibrellum til að fegra myndina um árangur sinn í uppbyggingu fiskstofna.
Þar sem nú er bæði sölutregða og verðfall á fiskafurðum var gefin út reglugerð þar sem heimilt verður að færa 25% af kvóta núverandi fiskveiðiárs yfir á næsta ár. Ef allir nýta sér það verður einungis 15% sókn í þorsk á þessu fiskveiðiári.
Næsta ár, þegar geymslunýtingin bætist við, hækkar veiðihlutfallið í 30% og verður enn hærra ef aflaheimildir verða minnkaðar núna, eins og margt bendir til. Veiðihlutfallið fer jafnvel í 30%. Auk þess rýrnar fiskur við geymslu í sjó eins og dæmin sanna. Það verður úr vöndu að ráða fyrir Hafróið ef þessi staða kemur upp.
Þessi stefna um fast veiðihlutfall í síbreytilegu umhverfi, friðun smáfiskjar, hrygningarstopp og hvað þetta nú allt heitir hefur beðið algjört skipbrot. Þetta eru allir búnir að sjá nema ráðamenn þjóðarinnar, sem leyfa Hafró að dandalast áfram í vitleysunni afskiptalaust.
Síðasti skandallinn er stóra grásleppumálið, þar sem menn voru skikkaðir til að taka upp veiðarfæri í bullandi fiskgengd og sjómenn á vestanverðu landinu komust ekki einu sinni á sjó. Til grundvallar stofnmati var afli í botntroll í togararalli en grásleppa og rauðmagi eru uppsjávarfiskar og eru útbreiddir um allt N-Atlantshaf.
Þegar vegferðin undir þeirra stjórn hófst var lofað 500 þús. tonna stöðugum árlegum afla þorsks en nú fer hann líklega niður fyrir 200 þús. tonn. Í hverra þágu eru ráðamenn okkar að vinna, sem trúa blint á vísindamenn eða réttara sagt láta þá plata sig endalaust?"
Þjóðin er einhuga í að kalla eftir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Af hverju má ekki byrja með að setja einhvern hluta kvótans á markað til að komast að því hvert raunverulegt verðmæti Samherjakrúnunnar er?
Af hverju erum við að halda þessum skrípaleik áfram með samspili sægreifanna, bankann og Hafró?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Satt að segja er erfitt fyrir leikmanninn að sjá hverjir hafa rétt fyrir sér fiskifræðingarnir í Hafró eða Jón Kristjánsson. Eru menn að halda því fram að starfsmenn Hafró fái borgaðar einhverjar mútur frá kvótaeigendum eða bönkunum til að halda aftur af veiðiheimildum? Jón heldur því fram að fullorðinn þorkurinn og ísan sé að borða minni fiskinn vegna þess að það sé ekki nægjanlegt æti í sjónum.og ástandið muni skána ef veitt yrði meira. Rökrétt og þá væntanlega munu hrygningarstofnarnir hrynja, ekki satt? En getur ekki eins verið að hvalurinn sé að éta ætið frá þessum tegundum? Ef þetta er samt eins og Jón heldur fram þá myndi það sennilega leysa málið að fastsetja verðið á kvótanum í stað þess að láta framboð og eftirspurn ráða. Það er hægt að laga kerfið í stað þess að umbylta öllu kerfinu.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 9.6.2020 kl. 13:16
Handfæraveiðar á smábátum gefa einstaka sýn á ómenguðu Landinu okkar. Ferðir um bryggjunar inni á fjörðum og rekstur matsölustaða hrýfur OKKUR og ERLENDA ferðamenn.
Gangan um bryggjurnar og vinnan við fiskinn í góðum hjöllum, er "betra" en fjallganga. Sjómaður á bát, afi og amma og barnabörnin bíða sjómannsins með björg í bú. Ný sýn á góðu ÍSLANDI, þar sem allt er unnið með gamla laginu.
ÚTGERÐARMENN mundu samþykkja þennan gjörning um handfæraveiðar og undirstryka góðvild syna við "lífið" inni á FJÖRÐUM.
Jón Kristjánsson er methafinn í góðum ráðum varðandi fiskveiðar hér heima og erlendis.
Stillið verðunum í hóf fyrir ÍSLENDINGA, sem vilja heimsækja sveitina sýna. Okrið er hætt að virka.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 9.6.2020 kl. 20:29
Blessaður Halldór.
Mig hefur lengi grunað að milli þín og Stalíns sé styttri þráður en þig órar fyrir. Vísa bæði í færslur þínar þar sem þú reynir að verja þann kommúnisma að Örfáir auðmenn og fjölskyldur þeirra eigi lungað af efnahagslífi heimsins, þú jafnvel þakkað fyrir að við eigum þeim atvinnu og framfærslu að þakka, sem og að þú varst dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins þegar nýkommúnistinn Steini Páls lofsöng fiskveiðistjórnunarkerfi Nýja Sjálands, þar sem kvótakerfið þeirra leiddi til þeirrar samþjöppunar að aðeins þrjú stórfyrirtæki áttu allan kvótann.
Rústin voru byggðanna, auðnin var atvinnurekstur hins sjálfstæða manns.
Á sama tíma fóruð þið íhaldskarfarnir á fundi í Valhöll þar sem samþjöppun atvinnulífsins, samruni fyrirtækja, meint stærðarhagkvæmni voru boðorðin 10, samanþjöppuð.
Sem í kjarna var inntakið í efnahagsstefnu Stalíns, nema að bakland hans átti ekki ítök í atvinnulífinu, því voru fyrirtæki einstaklingsins, hins sjálfstæða manns, stolin í nafni þjóðnýtingarinnar og sameinuð í örfá stórfyrirtæki, og vildarvinir látnir reka og stjórna.
Hagræðingarrökin og vísan í rekstrarhagkvæmni hinna stóru eininga annars þau sömu og þess stórkapítalisma og þið dásömuðu í öll þessi ár, eða alveg þar til Trump benti ykkur á villuna, að styrkur þjóða fælist í atvinnustarfsemi einstaklingsins, og frelsi hans til athafna, en ekki í samþjöppun auðs sem miskunnarlaust flytti framleiðsluna til þrælalanda alþjóðavæðingarinnar.
Eitthvað sem við í frændgarði Bjarts frá Sumarhúsum höfum vitað frá fyrsta degi, enda félagi Trump okkar maður.
Hugrenningar sem kviknuðu þegar ég las sömu kommúnistarök hér að ofan og Stalín notaði iðulega þegar hann réttlætti ofsóknir sínar gagnvart framtaki hins frjálsa sjálfstæða einstaklings.
Hjá þér heitir þetta; "verðmæti Samherjakrúnunnar", Stalín vísaði í kúlakka, stórjarðeigendur sem áttu að hafa sölsað undir sig allt jarðnæði. En í raun voru þeir ótal margir fyrrverandi leiguliðar eða bændur í ánauð sem fengu styrk frá keisarastjórninni til að kaupa jarðnæðið sem þeir höfðu nýtt manni fram af manni í gegnum aldirnar, en stóð þeim til boða þegar bændaánauðin var afnumin seint á 19. öldinni, en í áróðrinum vísaði Stalín til horfinnar stéttar landeigandaaðalsins.
Þú hins vegar ræðst á hin mörg hundruð sem reyna að reka útgerð sína í sívaxandi ofurskattlagningu nýkommúnismans með því að vísa í stórútgerðina sem náði að nýta sér hlutabréfamarkaðinn til að eignast kvóta með því að borga með hlutabréfum í stað beinharðra peninga.
Hin algjöra undantekning, á meðan fjöldinn hefur greitt markaðsverð fyrir kvótann, nýtur þú sem rök fyrir þjóðnýtingu og eignaupptöku.
Ég er alltaf að sjá það betur og betur Halldór, að það er engin tilviljun að þú styður ofurskattlagningu nýkommúnista eins og Jóns Gunnarssonar, þú ert bara svag fyrir röksemdum Stalíns.
Nema þú telur að eignaupptaka og algjör yfirráð örfárra stórfyrirtækja sé ekki kommúnismi því ránsfengurinn er skráður beint á kennitölu vildarvinanna, en ekki formlega á ríkið eins og var hjá Stalín.
Slíkt formsatriði skiptir hins vegar einstaklinginn sem er ekki lengur sjálfs síns herra, og er háður örfáum stórfyrirtækjum um afkomu sína, sem og það skiptir hann ekki máli hvað ofurskatturinn heitir, eða hver innheimtir hann, ekki á meðan hann er fleginn lifandi inn að beini.
Þetta skiljum við kommatittirnir, þess vegna tökum við ofan fyrir Trump, hann má eiga að hann lyfti grunnfána sína gegn þessum Stalínisma.
Hann er íhald, ekki nýkommúnisti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.6.2020 kl. 21:30
Nú skil ég ekki upp né niður í þér Ómar. Ég tel mig ekki hafa verið að verja kvótagreifana, akkúrat þveröfugt hef ég viljað breyta kerfinu eins og stendur í þessum pistli.
Vistvænar veiðar srandveiðiflotans á kostnað stórútgerðarinnar. Ég hefði ekki trúað því að þú skulir ásaka mig um þveröfugt.
Ég tek ofan fyrir Trump eins og þú og er ekki Stalínisti. Ég hélt að kúlakkarnir hefðu verið þeir fátæku sem Stalín fór verst með. Þeir voru leiguliðarnir sem sultu alveg eins og okkar trillukarlar.
Ég er ekki að lofa Samherjakrúnuna heldur er kvótakerfið búið að leiða af sér mesta misrétti Íslandssögunnar. Samherji er auðvitað flott fyrirtæki og ný konungsætt á Íslandi. Það er hægt að vera flott í einokun með nógan skæs. Kaupa mann og annan í Namibíu og víðar.
Ég er ekki að lofa kerfið sem leiddi til þessa en ég er ekki blindur á afrek Þorsteins Más við að byggja þeta svona flott upp.
Ég er að segja að kvótagreifarnir og bankarnir halda aflanum niðri með samspili við Hafró til að halda kvótaverðinu uppi. Ég skil ekki hvernig þú snýrð mér svona á haus Ómar minn?
Halldór Jónsson, 10.6.2020 kl. 01:33
Jósef, ég held að hvalurinn veiðí meira en við.
Af hverju má ekki taka einhverjar heimildir og selja á markaði til að komast að verðmætinu?
Halldór Jónsson, 10.6.2020 kl. 01:35
Blessaður Halldór minn.
Ég hef nú sjaldan verið skiljanlegri, marka það á því að ég meir að segja skyldi mig sjálfur, en vissulega er ég alltaf lengi að koma mér að efninu og kem mér stundum ekki að því þegar rökfærslan fer með mig eitthvað allt annað en ég ætlaði að skrifa um.
Og kannski eyddi ég óþarfa mörgum orðum í að bera saman Stalínisma Stalíns sem var eignaupptaka fjöldans í nafni hagræðingar örfárra stórfyrirtækja og eignaupptöku nýkommúnistanna sem kenndu sig við frjálshyggju, en þar var auði markvisst komið á örfáar hendur með sömu hagkvæmis og hagræðingarrökum.
En tilefnið var að sjálfsögðu sá Stalínismi sem kom fram í þessari grein þinni, "verðmæti Samherjakrúnunnar", sem rök fyrir eignaupptöku fjöldans sem reynir að reka útgerð sína út frá þeim forsendum sem löggjafinn setti greininni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.
Það er hægt að kalla þjóðnýtinguna mörgum nöfnum, innköllun kvóta er einn slíkur orðaleppur, og það er lengi hægt að réttlæta hana með vísan í eitthvað stórt, hvort sem það er stórjarðeigandi eða kvótagreifi.
Það má vera að sá stóri sé of stór, en þá er tekist á við þá staðreynd með því að setja hömlur á stærð hans, en ekki að nota stærð hans sem rök til að ráðast á rekstur fjöldans.
Eitthvað sem við kommatittirnir skiljum enda komnir af sjálfstæðum mönnum, en Stalínistar allra tíma hins vegar ekki.
Það er nú bara svo.
Kveðja að austan.
PS. Veggjöld eru argasti kommúnismi, ofurskattlagning á árás á líf og limi hins venjulega manns.
Ómar Geirsson, 10.6.2020 kl. 07:08
Ég var ekki að dást að verðmæti Samherjakrúnunnar Ómar heldur að vekja athygli á henni þegar hún gengur að erfðum. Ekki sama og að lofsyngja kerfið sem ól hana.
En Þorsteinn Már kollegi minn er afreksmaður og hans frændur hvernig þeir hafa spilað úr sínum tækifærum. Allt annað mál en að ég dýrki kerfið sem færði þeim þetta allt.
Veggjöld eru ekki argasti kommúnismi Ef þú mátt velja umað fá göng undir Fjarðarheiði strax eða eftir tuttugu ár ef þú vilt ekki borga veggjöld þá finnst mér að þú sem framfarasinni ættir að styða þetta með göngin strax eins og ég geri. Það er hugsunin á bak við veggjöldin, flýta framkvæmdum. Því skyldu nýjar kynslóðir ekki borga með okkur gömlu í formi veggjalda með því að fá flýtinguna?
Halldór Jónsson, 10.6.2020 kl. 11:47
Ha,ha kommarökin alltaf söm við sig hjá þér Halldór, ofurskattlagning og eignaupptaka er og verður alltaf argasti Stalínismi, dregur niður drift og frumkvæði einstaklingsins.
Held meir að segja að Jónas frá Hriflu hafi skilið þetta.
En Halldór minn, ef þú hefur ekki fattað það, þá hef ég margar og stundum misvísandi skoðanir á stórkapítalinu, en ég hef alltaf fordæmt þá sem nota tilvist þess, eign sem meðal annars erfist, eða annað sem því viðkemur, sem réttlætingu til að ráðast á fjöldann, hinn sjálfstæða einstakling sem þegar fyrir sér ekki til lands vegna reglufargans og ofurskattlagningu ykkar Stalínista, þó þið til hægri kallið auðlindagjöld eðlilegt gjald fyrir afnot af auðlindinni.
Sá sem reynir að standa í skilum um hver mánaðarmót, og sér alltaf lengra til lands með að fjármagna eðlilega endurnýjun framleiðslutækja sinna, vegna þessa Stalínisma ykkar Styrmis, sem og allra hinna nýkommanna, hann þarf ekki á umræðu þjóðnýtingarinnar að halda í ofanílag.
Eða hvaðan ætlar þú að fá kvótann sem þú ætlar að setja á markað til að fá fram meint markaðsverðmæti hans??
Sendan af himnum ofan líkt og boðorðin tíu??
Þvílíkt og annað Samfylkingarkjaftæði Halldór, og þið íhaldsmenn eru aldrei of oft skammaðir fyrir að samsinna ykkur þessu innantómu lýðskrumi.
Eðlislægir vitsmunir ykkar sem guð ákvað að væri ekki sjálfgefin gjöf Samfylkingarfroðunnar, ættu að fá ykkur til að skilja að við upptöku kvótakerfisins urðu eðlisbreytingar á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja, áður skipti skip og vinnsluhús mál, eftir kvótann urðu skip og hús verðlaus, hin bókaða eign færðist yfir í kvótann.
Ekkert flókið við þetta, kvótinn er forsenda fjárfestinga í skipum og vinnslu. Þegar þið kommarnir ætlið að þjóðnýta kvótann og bjóða hann upp, allan eins og Ragnar í versló eða Ögmundur í lífó (það er hann þiggur ráðherralífeyri frá sameiginlegum sjóðum) eða að hluta eins og þú nýi nýkomminn boðar í þessum pistli þínum, þá standa eftir verðlaus skip og hús.
Efnahagslega var jafnvel Stalín ekki svona vitlaus, en að því leitinu var hann samt mjög vitlaus.
Að toppa hann hvað það varðar, er ekki í alvöru, til breytni.
Og burtséð frá Samherja, sem og þeirri staðreynd að Þorsteinn og Þorsteinn, og Kristján líka, eru dauðlegir menn, og því mun einhver eða einhverjir erfa þá, hvað er rangt við sjálfbæra atvinnugrein sem heldur uppi lífskjörum þjóðarinnar??
Bara spyr Halldór, bara spyr.
Svarið samt eitthvað það augljóst að spurningarinnar ætti ekki að spyrja.
Held það nú.
Kveðja að austan.
PS. Ég er að stríða þér Halldór, þú veist alveg að ég veit fyrir hvað þú stendur.
Ómar Geirsson, 10.6.2020 kl. 16:08
Þú náðir mér alveg upp Ómar, þú ert andskotanum skemmtilegri þegar þér tekst upp kpmmatitturinn þinn
Halldór Jónsson, 11.6.2020 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.