10.6.2020 | 13:59
Reykjavíkurflugvöllur
er ómetanlegur hvernig sem á er litið. Varavöllur, samgöngumiðstöð, ósnortin náttúra, fuglaparadís, vatnsbúskapur. Vannýttur til millilandaflugs.
Sjálfstæðismenn af öllu landinu skrifa í Morgunblaðið:
"Flugvöllurinn í Vatnsmýri þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og sem slík skiptir staðsetning og umgjörð flugvallarins miklu máli.
Enn mikilvægara er þó hlutverk flugvallarins sem miðstöð sjúkraflugs í landinu, en þar er um brýnt öryggismál landsmanna að ræða.
Uppbygging á nýju bráða- og háskólasjúkrahúsi fer nú fram við Hringbraut. Það er lykilatriði að flugvöllurinn, þar sem sjúkraflugvélar lenda með bráðveika sjúklinga, sé staðsettur nálægt okkar sérhæfðustu bráðaheilbrigðisþjónustu á landinu. Sérstaklega þar sem nauðsynleg bráðaþjónusta er illu heilli sjaldnast í boði í heimabyggð á landsbyggðinni.
Reykjavíkurborg er því að bregðast hlutverki sínu sem höfuðborg allra landsmanna þegar yfirlýst markmið hennar er að flytja innanlandsflugvöll okkar allra burt úr Vatnsmýrinni.
Aðför Reykjavíkurborgar að innanlandsflugi
Fyrirætlanir Reykjavíkurborgar um þvingandi aðgerðir gegn flugfélaginu Erni, sem hefur í áratugaraðir sinnt innanlandsflugi og sjúkraflugi með myndarbrag, eru með öllu óviðunandi. Fyrirhugað var að taka viðhaldsstöð félagsins eignarnámi og rífa niður til að greiða fyrir veglagningu án þess að greiða bætur fyrir.
Þegar fyrirtæki sem gegnir veigamiklu samgönguhlutverki á landsvísu stendur frammi fyrir einu erfiðasta rekstrarári í sögu fyrirtækisins lagði Reykjavíkurborg til enn frekari atlögu gegn starfsemi þess.
Það ætti öllum að vera ljóst að Reykjavíkurflugvöllur hefur í gegnum tíðina verið ákveðinn þyrnir í augum Reykjavíkurborgar og kysi hún að flytja flugvöllinn annað enda landsvæðið í Vatnsmýrinni eftirsótt og verðmætt. Nýleg framkoma meirihlutans í borginni gagnvart flugrekstraraðila er hins vegar svívirðilegt skref að því markmiði.
Landsbyggðinni fórnað fyrir hag Reykjavíkurborgar
Hugmyndir um flutning Reykjavíkurflugvallar voru raunhæfar á sama tíma og staðsetning nýs Landspítala var óráðin. Bráða-, skurð- og fæðingarþjónusta hefur víða um land verið skert eða lögð niður í hagræðingarskyni eða undir því yfirskini að sérhæfða bráðaþjónustu beri að veita þar sem helstu sérfræðingar landsins eru að störfum.
Það er því grunnforsenda að miðstöð innanlandsflugs sé í seilingarfjarlægð frá slíkri sérhæfðri bráðaþjónustu svo að allir Íslendingar eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita líkt og lög kveða á um. Í bráðatilfellum er ljóst að hver mínúta skiptir máli og vegalengdir milli innanlandsflugvallar og bráðasjúkrahúss eru lífsspursmál.
Það er óumflýjanleg staðreynd, sama hversu óþægileg andstæðingum flugvallarins í Vatnsmýri þykir hún. Þegar skóflustunga var tekin í lok ársins 2018 og uppbygging hófst á nýju þjóðarsjúkrahúsi Landspítalans var nauðsyn staðsetningar innanlandsflugvallar í Vatnsmýri fest í sessi. Að öðrum kosti væri verið að fórna heilsu og öryggi íbúa og ferðamanna á landsbyggðinni.
Sterk landsbyggð er allra hagur
Þið veljið að búa þarna eru kjörorð þeirra sem hafa takmarkaða þekkingu á mikilvægi sterkrar landsbyggðar. Mikilvægi dreifðrar búsetu um víðfeðmt landið hefur sjaldan verið jafn augljóst og einmitt við þær krefjandi aðstæður sem við stöndum frammi fyrir í dag.
Með frekari þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu og fjölgun íbúa stendur borgin frammi fyrir vaxandi samgönguvandamálum. Jafnframt eykst samkeppni um störf á höfuðborgarsvæðinu, um grunnþjónustu á borð við leikskólapláss, heilbrigðisþjónustu eða hreinlega að komast á kassa síðdegis á föstudegi í næstu kjörbúð.
Það má leiða líkum að því að lokun á Hreiðrinu, fæðingarþjónustu við Landspítalann, hafi t.a.m. orðið í beinu samhengi vegna vaxandi álags á fæðingardeild Landspítalans í kjölfar skertrar fæðingarþjónustu við landsbyggðina. Samkvæmt ársskýrslum Landlæknisembættisins um barnsfæðingar hefur fæðingum á fæðingarstöðum á landsbyggðinni fækkað um 30% á undanförnum áratug. Það að skera niður þjónustu á landsbyggðinni þýðir nefnilega ekki að þörfin á þjónustunni hverfi.
Skorum á Reykjavíkurborg að láta sér annt um hagsmuni landsbyggðar
Undirritaðir kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins úr öllum landsfjórðungum skora á meirihluta Reykjavíkurborgar að láta af fyrirætlunum sínum á flugvallarsvæðinu sem munu þrengja enn frekar að starfsemi flugvallarins í Vatnsmýrinni.
Við skorum á Reykjavíkurborg að tryggja óskerta starfsemi flugvallarins, fagna mikilvægu hlutverki hans sem miðstöð innanlands- og sjúkraflugs og styrkja uppbyggingu hans með ráðum og dáð í stað þess að leggja í sífellu steina í götu hans.
Við skorum jafnframt á Reykjavíkurborg að axla ábyrgð sína sem höfuðborg allra landsmanna. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál allra, ríkis og sveitarfélaga, að tryggja öruggar samgöngur til höfuðborgarinnar, auka ferðafrelsi en um leið tryggja jafnan rétt Íslendinga að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Saman getum við meira."
Eftir Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, Hafdísi Gunnarsdóttur, Njál Trausta Friðbertsson og Berglindi Hörpu Svavarsdóttur
Hildur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Hafdís er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði. Njáll er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og Berglind er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði.
Meirihlutinn í Reykjavík sem situr í skjóli minnihluta atkvæða hafði forgöngu um að loka neyðarbrautinni og leyfa Valsmönnum að setja niður ljótustu steinsteypuklessu sem nokkurs staðar sést. Miklu ljótari en gömlu Pólarnir sem voru alltaf málaðir þegar kóngurinn kom.
Nú ætlar hann að eyðileggja völlinn hinumegin frá í skerjafirði, +Það er hrikaleg tað ekki sé hægt að stöðva þennan skemmdarverkaskríl sem er rökheldur í öllum málum sem svarar bara með trúarsetningum um kolefnisspor, hjólhestatrúboð og Laugavegslokanir. Það er eins og þeir vilji egna Borgarana sem allra mest á móti sér.
Reykjavíkurflugvellur er perla Höfuðstaðar allra landsmanna sem þarf að verja fyrir þessari ásókn vinstra tætingsliðsins.
Þetta er flugvöllur allra landsmanna og það þyrfti að greiða þjóðaratkvæði um að hafa hann til afnota um ókomin ár. Það er fáránleg hugmynd meirihlutans í Borgarstjórn Reykjavíkur að halda að þeir geti selt lóðirnar á flugvellinum og stungið í tóman Borgarkassann en látið svo þjóðina byggja flugvöll fyrir 200 milljarða ofan á eldfjallinu í Hvassahrauni.
Vitlausara getur það varla orðið.
Reykjavíkurflugvöllur lifi um ókomin ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 3420662
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Hafnarsvæðið í Reykjavík er nær þyngdarpunkti höfuðborgarsvæðisins en núverandi Reykjavíkurflugvöllur, og borgir og bæir byggjast í kringum samgöngur á landi, lofti og sjó.
Það er jafn fráleitt að flytja flugvöllinn suuður með sjó og að flytja höfnina þangað.
Það er allra hagur að flugvöllurinn verði þar sem hann er.
Ómar Ragnarsson, 10.6.2020 kl. 16:52
Væri ekki þjóðráð að Sjálfstæðismenn í Reykjavík lýsi því yfir fyrir næstu kosningar, að þeir lofi að standa vörð um Vatnsmýrina með fuglalífinu og þessum frábæra og nauðsynlega flugvelli, með tilheyrandi endurbótum á borð við boðlega flugstöð og einhverri lengingu A - V brautar?
Ég man ekki betur en Framsókn hafi skorað feitt hérna um árið á "Flugvallarvinir" eða heldurðu að einhverjir þessara vina þinna í borginni eigi mögulega einhverra hagsmuna að gæta í eyðileggingunni?
Jónatan Karlsson, 10.6.2020 kl. 16:59
Sammála ykkur mannvitsstólpar.
Jónatan, þú ert stórkostlegur.
Halldór Jónsson, 11.6.2020 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.