Leita í fréttum mbl.is

Hann Óli flóði?

var yndislegur vinur okkar kontóristanna á laugavegi 11 sumarið 1957, Húmoristi og hvers manns hugljúfi.

Hann átti dodsj eða kræðsler 41 eða tvö. Keyrði okkur á rúntinn og lá eins og slytti með hausinn í hliðarrúðunni og hvíslaði uppörvunarorð með draugalegri rödd að fallegum kvenpeningi sem voru tilfallandi á rúntinum. Flóði var stytting á gælunafninu flóðhestur. Ég  man ekki hvers son hann var eða  meira um hvert hann fór eftir þetta sumar. Ég held samt að hann hafi orðið góður borgari í vinnu hjá honum RARIK vini mínum.

Við vorum allir á leið út í lífið þetta sumar 1957. Skruppum í Húsafell að lyfta hellunni með Jóni Þ. og hjá Guðmundi Páls heljarmenninu frá Hjálmsstöðum í Laugardal sem fór með helluna í kring um kvíarnar eins og að hún væri eintak af Mogganum. Við strákarnir vötnuðum henni aðeins.  Skemmtum okkur í nóttlausri voraldar veröld. Sáumst síðan aldrei aftur.

Nú um nótt hálfri öld síðar dettur mér í hug hvort hann Óli Flóði sé lifandi ennþá? Ef hann Flóði  skyldi lesa þetta þá sendi ég honum bestu kveðjur um eilífðar útsæinn með þökkum fyrir gengnar gleðistundir þar sem hann var sérstakur meðal skemmtilegra á Laugavegi 11. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 3420662

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband