Leita í fréttum mbl.is

Velsældin komin aftur

er augsýnilegt þar sem ég sit á veitingastaðnum Surf&Turf við Austurveginn á Selfossi. Ég horfi út um gluggann svona um áttaleytið og það er stöðugur straumur lúxusjeppa í austurátt. Og minnst tíundi hver er með  hjólhýsi eða hestakerru aftan í sér. Og fjöldi hreinna húsbíla er gríðarlegur. 

Ég brá mér úr bænum til að lyfta mér og konunni upp. Þarna fæ ég BBQ svínarif hvergi betri og konan fisk. Það er pakkað af fólki þarna á staðnum og maður var heppinn að fá borð. Það streymir inn fólk klukkan að verða hálfníu. Það er greinilegt að fólkið er eitthvað að sækja þarna hjá Birni Baldurssyni fyrrum flugstjóra á Fokkerunum hjá Flugfélaginu sem nú rekur staðinn.  Honum Bjössa bara leiddist flugið og fannst veitingamennskan skemmtilegri eftir að vera búinn að skila tíuþúsund flugstundum.

Maturinn hjá honum Bjössa svíkur engan.  Það er gráupplagt að skreppa úr bænum austur á Selfoss og koma á Surf og Turf við hliðina á Landsbankanum og telja húsbílana sem streyma framhjá á Austurveginum.

Velsældin virðist vera komin aftur hvað sem hver og Covid19 segir í daglega jarminu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og ég fór á árshátíð nokkurra eldriborgara. Þar voru konurnar í galakjólum frá Gucci og Chanel. Karlarnir drukku xo koníak og 16 ára viskí. Gamlingjarnir hafa það þá víst helvíti gott.

Annasamasti tími vikunnar í umferð austur og matsölu á veitingastöðum er ekki góður mælikvarði frekar en það sem sést á árshátíðum.

Vagn (IP-tala skráð) 13.6.2020 kl. 01:17

2 identicon

Hljómar afar vel með SURF og TURF á SELFOSSI. Hugsanlega leysir "miðbæjarvanda" og lokun bílaumferðar um miðbæ Reykjavíkurborgar á matsölustaði og til viðskipta. Það er greiðari leið til Hveragerðis og á SELFOSS.

Allir muna og SAKNA gróðurhússins og matsölustaðnum í EDEN í Hveragerði, sem brann til grunna fyrir nokkrum árum. ALLT brann nema fallega útskorna Útihuirðin með nafninu EDEN.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 13.6.2020 kl. 11:20

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú kemur mér stundum á óvart Vagn. Hvernig stóð á því að þú fékkst aðgang að eldriborgarahátíð. Ég hélt að þú þyldir ekki "krumpudýrin" sem mér finnst þú oft telja til ómaga á þjóðinni við önnur tækifæri.

Þetta var bara skemmtilegt innskot hjá þér. Mér finnst viský nefnilega helvíti gott, ég er alveg ánægður með Jameson Caskmate.Við gætum kannski alveg náð saman fullir?

Halldór Jónsson, 13.6.2020 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420664

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband