Leita í fréttum mbl.is

Í þágu hverra?

hótar furðufuglinn Ragnar Þór uppsögn lífskjarasamninga af því að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán hafa ekki verið bönnuð?

Þessi lán hafa hjálpað flestum og myndu hjálpa enn meira ef þau yrðu til fimmtíu ára en ekki 40. Fyrir hverja er þessi formaður minn í VR að berjast?

"Við sett­um líka þau skil­yrði fyr­ir því að þessi leið yrði skoðuð að stjórn­völd kæmu að borðinu með fryst­ingu á vísi­tölu til verðtryggðra lána, bann við 40 ára verðtryggðum lán­um og frum­varp um hlut­deild­ar­lán. Með þessu vild­um við tryggja kaup­mátt, verja heim­il­in og mögu­lega bjarga nokk­ur hundruð störf­um í leiðinni,“ skrif­ar Ragn­ar.

Niðurstaðan varð að þess­ari hug­mynd var al­farið hafnað inn­an veggja ASÍ og fékk ekki frek­ari umræðu. Ekki frek­ar en frest­un á launa­hækk­un­um sem gjarn­an gleym­ist að lagt var fram líka og varðhund­ar rétt­inda launa­fólks gleyma gjarn­an að nefna að hafi verið til umræðu líka.

Ragn­ar seg­ir ein­hverja þá lukk­uridd­ara sem stigið hafa fram bera ábyrgð á svik­um við launa­fólk og heim­il­in eft­ir hrun. Það sé fólkið sem beri ábyrgð á því að launa­hækk­un­um var frestað eft­ir hrun og „verðbólg­unni var sleppt lausri á heim­il­in með skelfi­leg­um af­leiðing­um sem fólk er enn að tak­ast á við í dag,“ skrif­ar Ragn­ar.

„Þess­ir svik­ar­ar við launa­fólk lýðskruma nú úr sér radd­bönd­in af rétt­lætis­kennd gegn hug­mynd­um sem snúa fyrst og síðast um að verja heim­il­in, störf­in og kaup­mátt­inn. Ná­kvæm­lega því sem fórnað var í hrun­inu,“ skrif­ar Ragn­ar og út­skýr­ir mál­in:

„Til að fólk átti sig á stærðunum þá kost­ar 3 mánaða eft­ir­gjöf á 3,5% iðgjaldi í líf­eyr­is­sjóð, 40 ára ein­stak­lings með 650 þúsund í mánaðarlaun, 772 kr. í líf­eyr­is­rétt­indi en 4.300 kr. í kaup­mætti ef hann rýrn­ar um 1%. Sam­an­borið við hrunið varð 15% kaup­mátt­ar­rýn­un því 64.500 kr.

Hverskonar kúnstir eru þetta eiginlega og í þágu hverra á að setja þjófélagið á óæðri endann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband