Leita í fréttum mbl.is

Forarpyttur mannhaturs

alls sem kemur nálægt Sjálfstæðisflokknum er nýkommúnistinn Gunnar Smári Egilsson, oft kallaður  fjögurrablaðaSmári eftir risagjaldþrot sem hann stóð að meðan hann var kapítalisti, bjó Í Arnarnesi innan um feitu kettina, og þénaði undir Jón Ásgeir og Baug sem svo endaði með stærsta fallítt Íslandssögunnar.

Sýnishorna af innréttingu sálarinnar og mannhatrinu:

"Sjálfstæðisflokkurinn safnar gögnum um þá sem flokkurinn telur sig þurfa að varast. Það sést ágætlega nú á Facebook þegar innmúraðir og innvígðir birta raðir af póstum um Þorvald Gylfason, sem eiga að sýna að þar fari maður sem drýgt hefur hina stærstu synd; að beygja sig ekki fyrir flokki hinna innmúruðu og innvígðu.

Sjálfstæðisflokkurinn er fyrirbrigði líkt og Kommúnistaflokkur Austur-Þýskalands, mykjuhaugur sem laðar að sér sníkjudýr; slefbera, rógbera, valdníðinga og ofsækjendur. Það ætti að kalla saman rannsóknarnefnd Alþingis til að safna saman glæpum þessa flokks gegn almenningi og samfélaginu.

Ábending: Þau sem læka þennan status lenda á skrá í Valhöll, geta aldrei ritstýrt norrænu tímariti, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur eitthvað um það að segja.”
 
Gunnar Smári gæti prýðilega verið að lýsa sjálfum sér og skrifum sínum svo og nýkommúnistaflokki sínum sem forarpytti mannhaturs á öllu sem tengist Sjálfstæðisflokknum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi sóða skrif Smárans eru einmitt ástæðan fyrir að ég sækist ekki eftir að lesa það sem frá honum kemur. Ég vil heldur ekki ata tölvuna mína út m.þ.a. geyma þau.

Ragnhildur Kolka, 13.6.2020 kl. 14:19

2 identicon

Eðlið og innrætið breytist ekki þó skipt sé um flokk. Þarna fer greinilega sjálfstæðismaður inn við beinið sem þekkir sitt heimafólk þó hann hafi klæðst öðrum litum.

Vagn (IP-tala skráð) 13.6.2020 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband