Leita í fréttum mbl.is

Missum við tökin?

á veirunni? 

Jón Bjarnason er ekki bjartsýnn og ég verð hugsi yfir hans orðum:

Jón segir:

"Hin stóra auglýsing " Veirufrítt Ísland  er hrunin. Stjórnvöld sem hafa barið sér á brjóst og sett milljarða í kynningarátak um "veirufrítt land" hefðu sjálfssagt mátt fara hægar í sakirnar. 

"Sextán í sóttkví vegna búðarþjófa á Selfossi" rúv
 "Smitin sem greindust í gær gætu leitt til hópsýkinga og bakslags í faraldrinum hér á landi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis". 

Sá mikli fórnarkostnaður og samfélagsátak sem þjóðin tók á sig í vetur og vor getur runnið út í sandinn fyrir hégómaskap og værukærni stjórnvalda og almannavarna á landamærum landsins.

Gamla fólkið og þau sem teljast til áhættuhópa búa sig undir að fara aftur inni í skelina sína.

Fjölskyldufólk sem  vonaðist til að geta ferðast áhyggjulítið um landið, tekið flug eða gist á hótelum hugsar sig tvisvar um.

Hver hlýtur að spyrja sjálfan sig: "er sessunautur minn í flugvélinni eða rútunni eða á hótelinu smitaður af Kovid".  Fáir þora að segja þetta upphátt en mig grunar að fjöldinn  hugsi einmitt það innra með sér.

Það væri nær að herða frekar á reglum og kröfum til þeirra sem koma til landsins og fylgja þeim eftir í stað þess að stæra sig af hinu gagnstæða.  Veiru prufanir hafa bara ákveðið takmarkað öryggi og gilda aðeins þá mínútuna sem sýnið er tekið.

Atburðirnir með smituðu Rúmenana breytir engu þar um  heldur sýna fram á alvöru málsins og hve berskjaldaðir landsmenn eru. 

Það er alveg ljóst að herða þarf á landamæraeftirliti, takmarka komur fólks  og tryggja betur eftirfylgni og eftirliti með þeim sem koma til landsins. Bæta þarf á ný flæði upplýsinga um smit og hvað í gangi er á hverju svæði landsins og höfuðborgarsvæðinu þannig að landsmenn geti tekið mið af því í skipulagningu ferðalaga  og daglegs lífs"

Þjófapakk kemur til landsins og rústar öllu hjá okkur. Ráðum við nokkuð við dæmið? Hvar eigum við að vista þessa glæpamenn í sóttkví? Hvar verða jákvæðir einstaklingar settir í sóttkví á Keflavík?  

Erum við ekki bara að missa tökin?

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður vonar að þessir Rúmenar séu að koma í fyrsta sinn á "vertíð",en ekki í 2-3 skiftið?. BEST væri að setja upp 3gáma á eyðieyjum við Reykjavík með matarbyrgðum í 14 daga undir eftirliti myndavéla. Væri ljúft yfir hásumarið?.

Ég fullyrði eins og áður mikinn ferðastraum til ÍSLANDS í júní og júlí mánuði og síðar allt árið. Ég vonast til að Hótel verðin breytist ekki fyrir venjulega ÍSLENDINGA á leið í sveitina sína og verðin á hringveginum, ELLA KOMA SJOPPURNAR AÐ NÝJU MEÐ ÍSLANDSMAT við FOSSA og BÆJARLÆKI.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 14.6.2020 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband