Leita í fréttum mbl.is

Fáránleiki

er þessi frétt:

"Dóm­nefnd um hæfni um­sækj­enda um embætti dóm­ara hef­ur skilað um­sögn sinni um um­sækj­end­ur um skip­un í embætti dóm­ara við Lands­rétt. Niðurstaða dóm­nefnd­ar er að Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir sé hæf­ust um­sækj­enda til að hljóta skip­un í embætti dóm­ara við Lands­rétt.

Embættið var aug­lýst laust til um­sókn­ar 17. apríl og var um­sókn­ar­frest­ur til 4. maí. Alls bár­ust fimm um­sókn­ir um embættið, að því er fram kem­ur á vef dóms­málaráðuneyt­is­ins.

Dóm­nefnd­ina skipuðu: Ei­rík­ur Tóm­as­son formaður, Hall­dór Hall­dórs­son, Krist­ín Bene­dikts­dótt­ir, Óskar Sig­urðsson og Sig­ríður Þor­geirs­dótt­ir.

Fram kem­ur í um­sögn nefnd­ar­inn­ar að Arn­fríður og Ástráður Har­alds­son hafi staðið fremst um­sækj­enda og ekki væri efni til að gera upp á milli þeirra. Það er þó lok­aniðurstaða nefnd­ar­inn­ar að Arn­fríður sé hæf­ust. Hún hafi mesta reynslu þeirra af dóm­störf­um og hafi m.a. starfað sem lands­rétt­ar­dóm­ari og verið for­seti Fé­lags­dóms um ára­bil. Hún hafi að auki reynslu að stjórn­sýslu­störf­um og veru­lega reynslu af stjórn­un auk þess sem hún hafi lokið há­skóla­námi í op­in­berri stjórn­sýslu og stjórn­un. "

Ráðherra hefur skipunarvaldið. Svona nefnd á aðeins að vera honum til ráðuneytis í trúnaði.

Það er algerlega fáránlegt að birta svona mat nefndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alls ekki. Þó ráðherra hafi skipunarvaldið er það einungis að nafninu til. Þessi nefnd ákveður stöðuna í reynd. Til þess er hún skipuð. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 12:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jósef Smári.

Ráðherra hefur úrslitavald um að fara eftir niðurstöðum nefndarinnar eða leggja sjálfstætt mat á umsækjendur og þá þarf að rökstyðja það rækilega, en þar hafa fyrri ráðherrar stundum brugðist og stundum mjög illa.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2020 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband