Leita í fréttum mbl.is

Inga Sæland

skrifar athyglisverða hugvekju í Mbl.í dag.

Inga segir:

"Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er mikið áfall. Fiskifræðingar ráðleggja að þorskkvótinn verði minnkaður um sex prósent, úr 272.593 tonnum í 256.593 tonn. Þorskstofninn virðist í frjálsu falli.

Stofnvísitölur þorskins, sem eru mikilvægur liður í stofnstærðarmati, vísa allar nánast lóðrétt niður og hafa gert undanfarin þrjú ár. Nú er stofnvísitalan svipuð og hún var 2010 en þá var kvótinn um 170 þúsund tonn. Horfur eru hverfandi á því að takast megi að snúa þessari miklu og hröðu niðursveiflu þorsksins við. Nýliðun stofnsins hefur verið léleg um margra ára skeið.

Nú eru 35 ár síðan almennilegur þriggja ára þorskárgangur bættist við veiðistofninn. Grátt bætist síðan ofan á svart með því að fiskifræðingar virðast vera búnir að týna stórum hluta af svokölluðum milliþorski, sem er fiskur milli 30 og 80 sentimetrar á lengd og á að vera hryggjarstykkið í veiðanlegum hluta þorskstofnsins. Hingað erum við komin eftir nálega 40 ára þrotlausa friðun með tilraunum til uppbyggingar á þorskstofninum.

Þessi auðlind skilaði stöðugt á bilinu 350 til 500 þúsund tonna ársafla á árabilinu 1955 til um 1980. Allar götur frá um 1990 fram til nú hefur kvótaársaflinn rokkað frá um 270 þúsund tonnum niður í 165 þúsund tonn.

Þegar kvótakerfið var sett á fyrir um fjórum áratugum var því heitið að nú skyldi þorskstofninn byggður upp svo hann gæfi um hálfa milljón tonna í árlega veiði. Eftir allar þær fórnir sem hafa verið færðar með hagræðingu sem leitt hafa af sér stórtjón á sjávarbyggðum og mannlífi allt umhverfis landið þá er árangurinn sá árið 2020 að við sitjum uppi með þorskstofn sem virðist minnka mjög hratt og stjórnlaust. Það er nú öll fiskveiðistjórnunin.

Dýrasta hagfræði- og líffræðitilraun Íslandssögunnar.

Þessi válegu tíðindi af fúskinu í veiðistjórnuninni sem viðgengist hefur um árabil, lengst af í skjóli sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, verða enn ískyggilegri þegar við lítum norður í Barentshaf. Þar er veiðum og nýtingu stýrt af Norðmönnum og Rússum í sameiningu. Á næsta ári ráðleggja fiskifræðingar að þorskveiðar í Barentshafi verði auknar um 20 prósent – heilan fimmtung!

Þær fari þannig úr 738 þúsund tonnum í 885.600 tonn. Þar segja menn að þeir treysti sér til að auka veiðarnar vegna þess að hrygningarstofn Barentshafsþorsksins sé sterkur.

Íslenskir hrokagikkir í sjávarútvegi hælast oft af því að hér sé heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta fólk er með allt á hælunum. Ég kalla eftir uppgjöri um nýtingarstefnu fiskistofna við Ísland. Innleiða þarf nýja hugsun ef ekki á að fara verr."

Þetta er dapurleg niðurstaða eftir að hafa hlýtt Hafró í nær hálfa öld.

Það læðist að mér sú niðurstaða að hvalafriðunin eigi hér áhrif. Svo loðnuveiðarnar sem þorskurinn fær ekki að éta. Jón Kristjánsson hefur lagt til auknar veiðar til að hindra svelti þorskstofnsins. Á hann hefur ekki verið hlustað. Væri það ekki tilraunarinnar viðri að fela honum stjórn Hafró næstu árin? Þessi stefna með togararöllum er ekki að fúnkéra og aflinn minnkar ár frá ári.

Eða er þarna bara sjónarspil á ferðinni. Samsæri stórútgerða, bankanna og Hafró til að hækka verðið á aflaheimildunum svo að efnahagsreikningurinn fríkki?

Ekki getur það verið eða hvað Inga Sæland?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að ljá máls á þessari sannleiks grein Halldór.

Björn. (IP-tala skráð) 17.6.2020 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband