Leita í fréttum mbl.is

Að skipta því sem ekki er til !

er heiti á grein eftir Halldór Benjamín í Morgunblaðinu í dag.

Mikið vildi ég að sem flestir læsu það sem nafni minn Benjamín skrifar af sinni hófstilltu yfirvegun. En því miður eru flestir þeir sem þyrftu mest á skilningsauka að halda ekki líklegir til að draga ályktanir.

Halldór Benjamín skrifar:

"Kórónuveiran hefur haft slæm áhrif á heilsu og efnahag. Víða eru efnahagsáhrifin víðtæk. Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki vinnu.

Þótt stjórnvöld reyni að létta undir þá munu erfiðleikarnir aukast eftir því sem fram líður. Sparifé margra mun þurrkast upp, það verður erfiðara að standa í skilum, ráðstöfunartekjur dragast saman og smám saman birtast afleiddar afleiðingar atvinnuleysis.

Fyrirtækin eiga í erfiðleikum. Þau hafa dregið saman seglin, fækkað fólki og dregið úr útgjöldum. Nýsköpun og vöruþróun er minni en áður. Því lengur sem samdráttarskeiðið varir, þeim mun lengri tíma mun taka að endurheimta fyrri stöðu. Þau eru að þessu leyti í sömu stöðu og einstaklingarnir.

Það hjálpar ekki mikið að fá greiðslum frestað meðan ástandið er sem verst ef gjalddagarnir hrúgast saman á skömmum tíma, til dæmis á fyrri hluta næsta árs. Í nýrri könnun meðal stærstu fyrirtækja landsins kom fram að þau telja nánast öll að slæmar aðstæður ríki í efnahagslífinu.

Þótt helmingur þeirra telji stöðuna verða betri að hálfu ári liðnu þá telur hinn helmingurinn stöðuna verða óbreytta eða enn verri en nú. Stjórnendurnir búast við enn frekari fækkun starfsmanna næsta hálfa árið eða svo. Ekki er við því að búast að dragi úr atvinnuleysi fyrr en kemur vel fram á næsta ár. Það gæti tafist enn frekar.

Þrátt fyrir að Íslendingar verði margir á faraldsfæti í júlí og ágúst og að við séum fús til að taka á móti erlendum ferðamönnum þá mun það ekki duga til. Komandi vetur verður mörgum langur og erfiður.

Þegar lífskjarasamningurinn var gerður fyrir rúmu ári var gert ráð fyrir að aukin verðmætasköpun gæti staðið undir umsömdum launahækkunum og að kaupmáttur launa gæti haldið áfram að aukast.

Nú blasir við að svo verður ekki. Þvert á móti dregst verðmætasköpunin saman og það vantar um 400 milljarða króna inn í hagkerfið. Verðmætin sem samið var um að skipta í kjarasamningum hafa gufað upp.

Ríkið og sum sveitarfélög geta aukið útgjöld um tíma en að því kemur að þau þurfi að huga að sparnaði í rekstri og greiða skuldir sem safnað er um þessar mundir. Sama á við um fyrirtækin. Þau verða að hagræða, þróa nýjar lausnir, auka framleiðni og draga úr kostnaði við þjónustu og framleiðslu. Líkur eru því til að þau muni ráða til sín færra fólk en áður þegar eftirspurnin eykst að nýju. Það er eina leiðin til að greiða skuldirnar sem safnast á samdráttartímanum. Mörg munu vart lifa af.

Engar forsendur eru til þess að til ófriðar komi á vinnumarkaði í haust eða vetur. Það mun einungis dýpka kreppuna, fjölga þeim sem missa vinnuna og seinka efnahagsbatanum.

Þvert á móti verða verkalýðsfélögin hringinn um landið og atvinnurekendur að vinna saman til að finna sársaukaminnstu leiðina fyrir alla.

Það er ekki hægt að skipta því sem ekki er til.

Í raun er enginn valkostur annar en að aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að ábyrgri og skynsamlegri nálgun til að draga úr áhrifum kórónukreppunnar. Allt annað mun skaða hagsmuni allra og valda tjóni á velferðarkerfinu, hag fyrirtækjanna og alls almennings í landinu sem býr við sögulega mikið atvinnuleysi."

Ragnar Þór, Sólveig Anna og hjúkrunarfræðingar vilja frekar verkföll og uppsögn lífskjarasamninganna. Það muni bæta haga allra.

Það er sagt að alltaf sé hægt að ræna Pál til að borga Pétri. Margir virðast líka trúa því að hægt sé að skipta því sem ekki er til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband