Leita í fréttum mbl.is

Örnólfur Hall arkitekt

kvaddi okkur því miður fyrr á þessu ári.

Hann kynnti sér gjarnan rekstrar-og byggingasögu Hörpu. Hann margbenti á þá gríðarlegu fjármuni sem þangað hafa runnið umfram áætlanir.

Allt sem hann sagði var rétt.

Nú birtist lítil frásögn af raunveruleikanum:

" Ríkið og Reykja­vík­ur­borg hafa sam­tals greitt tæpa 12,5 millj­arða króna vegna tón­list­ar­húss­ins Hörpu frá ár­inu 2011. Fram­lag rík­is­ins til rekstr­ar húss­ins á ár­un­um 2013 til 2019 nem­ur um 1,2 millj­örðum króna á föstu verðlagi og fram­lag Reykja­vík­ur­borg­ar á sama tíma­bili nem­ur 974 millj­ón­um króna.

Þetta kem­ur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra við fyr­ir­spurn Bergþórs Ólason­ar, þing­manns Miðflokks­ins, um bygg­ing­ar- og rekst­ar­kostnað Hörpu. Töl­urn­ar miða við fast verðlag.

Fast­eigna­gjöld af hús­inu hafa verið tæp­ir tveir millj­arðar króna á föstu verðlagi frá ár­inu 2011. Ríkið á 54% í Hörpu og borg­in 46%."

Reykjavíkurborg gerir hinsvegar góðan bísness þar sem sjötta hver króna til Hörpu rennur í Borgarsjóð sem hirðir gjöld af húsinu hvernig sem veltur.

Harpan er hið fegursta hús eins og Óperuhús eru gjarnan um víða veröld. Flest öll kosta miklu meira en hægt er að ná inn á þau. Menningin kostar nefnilega fé en leggur lítið fram á móti.

Mér finnst ég heyra Örnólf vin minn og skólabróður hvísla á bakvið mig: Sagði ég ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband