Leita í fréttum mbl.is

Er Fiskileysisguðinn hagnaðardrifinn?

Grein Jóns Kristjánssonar frá 22.6.2020 vitnar í gamla grein Ásgeirs Jakobssonar:

ÞEIR VITA MEST – SKAKKT. - Grein Ásgeirs Jakobssonar frá 1979 - Forspá um mistök

"Nýlega boðaði Hafró 6% niðurskurð í þorskafla í tilraun þeirra til að byggja upp stofninn" eins og þeir kalla það. Þetta hafa þeir reynt í um 50 ár með þeim árangri að aflinn nú er um helmingur þess sem hann var þegar uppbyggingin hófst. Og enn skal haldið áfram.

Hafró er löngu búin að sanna fyrir okkur venjulegum mönnum að þessi þrautpínda aðferð gengur ekki upp en samt skal henni haldið áfram. Það er alla tíð búið að benda á að forsendur uppbyggingar með friðun gengur ekki, einfaldlega vegna þess að burðarþol fiskimiðanna er takmarkað fæðulega séð. Ásgeir heitinn Jakobsson benti á þetta fyrir áratugum og skrifaði fjölda greina í Moggann um málið. Þessar greinar voru gefnar út á bók, sem hét Fiskleysisguðinn og kom út árið 2001.

Mér finnst vel við hæfi að rifja upp greinar úr þessari bók og hef fengið til þess leyfi Jakobs Ásgeirssonar, sem stóð að útgáfu bókarinnar. Eftirfarandi grein, ÞEIR VITA MEST SKAKKT fjallar um nokkrar grundvallarspurningar í vistfræði sem þarf að svara áður en fara út í svona aðgerðir, sem ég hef kallað "veiða minna núna til að veiða meira seinna".

Tíminn hefur sannað rækilega að Ásgeir heitinn hafði fullkomlega rétt fyrir sér en greinina skrifaði hann árið 1979, þremur árum eftir að erlend fiskiskip voru farin af miðunum og við gátum farið að stjórna nýtingunni sjálfir. Þeir sem eru núna um fimmtugt og taka þátt í umræðum um fiskveiðistjórn, voru 10 ára þegar greinin ver skrifuð. Þess vegna á upprifjun fullan rétt á sér."

En hvað um hagnaðarhliðina?

Hverjir hagnast á aflasamdrætti? Myndi aukið framboð ekki lækka verðið á einingunni? 

En hvernig væri að velta öðru fyrir sér?

 

Hver hefur beinan hag af því að þorskaflinn sé minnkaður?

Sá sem á kvóta í verðmetnum tonnum í efnahagsreikningi?

Sá sem hefur lánað þessum kvótaeiganda fyrir nýju skipi?

Vísindamaður sem hefur vinnu við aflaspádóma?

Getur ekki verið að þarna sé samspil í gangi?

Getur ekki verið að Fiskileysisguðinn sé hagnaðardrifinn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband