Leita í fréttum mbl.is

Lúpínan

er okkur frændum Ágústi H. Bjarnason rafmagnsverkfræðingi hugleikin.

Af síðu Ágústar

 https://youtu.be/I8hdE3eZ6vs?t=326

stel ég þessum myndum. Þar eru skógræktarstrákar á ferð á Maddömunni eins og hún hét, sjúkrabílswípon frá Kananum sem lengi þjónaði vel.Þetta er um 1960. 

Ef ég horfi á þessa mynd og svo aðra á síðunni þá sýnist mér að sú blómlegri gæti verið tekin á mjög svipuðum slóðum ,kannski aðeins lengra inni á landinu og hóllinn sem sést og fjallatopparnir gætu stutt þá tilgátu.

Þá er spurning hvor myndin mönnum finnst fallegri? Vilja menn rífa upp lúpínuna til að endurheimta fyrri landgæði?

16-maddaman AA

 

 maddaman B B

 

 

 

 

 

 

 

 

Kvæði eftir Margréti Guðjónsdóttur í Dalsmynni.

Alaskalúpína er öndvegisjurt
sem ætti að lofa og prísa
en umhverfisverndarmenn vilja hana burt
og vanþóknun mikilli lýsa.

Þó gerir hún örfoka eyðisand
og urðir að frjósömum reitum
undirbýr vel okkar ágæta land
til átaka í hrjóstrugum sveitum.

Hún er líka ágætur íslenskur þegn
með alveg magnaðar rætur,
í auðninni er henni ekki um megn
að annast jarðvegsins bætur.

Mestallt sumar er grænt hennar glit
þó geti það valdið fári
að hún ber himinsins heiðbláa lit
hálfan mánuð á ári.

 

suðkindin kanna að meta lúpínunaBirkið og lúpínan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

á myndinni má sjá að sauðkindin fúlsar ekki við lúpínunni sem þá leggur aldeilis til matvælaöriggsins hans Guðna.

Hægri myndin af Tóta frænda segir sína sögu af líklega sjálfsánu birki.

Ef einhver vill stofna félag með árgjaldi sem héti Vinir Lúpínunar þá skal ég ganga í það. Kannski gætum við saman gert útbreiðsluátak með lúpínu og Kerfli sem fer vel með henni?

Svo segja menn að ekkert þrífist með lúpínunni því hún sé svo ágeng?

Menn fari á Haukadalsheiði, keyri frá kirkjunni og uppeftir og virði fyrir sér sambýli lúpínu, berjalyngs og skógar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband