Leita í fréttum mbl.is

Hlustar enginn?

þegar Sigmundur Davíð rekur málefni Borgarlínu og samgöngustefnu sérvitringaklúbbsins í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur.

Það er með ólíkindum hvernig þessum klúbbi hefur tekist að fá sveitarstjórnarmenn í nágrannafélögunum til að taka undir delluhugmyndirnar nema á Seltjarnarnesi þar sem menn virðast enn hugsa sjálfstætt.

Sigmundur Davíð segir:

Eft­ir Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son: „Hvernig get­ur það gerst að ríkið samþykki að selja verðmæt­ar eign­ir al­menn­ings og leggja á nýja skatta til að fjár­magna verk­efni sem eng­inn virðist hafa hug­mynd um hvað muni kosta að reka?“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son — Morg­un­blaðið
 
Vel er þekkt hvernig van­hugsuð innviðaverk­efni koma sveit­ar­fé­lög­um og jafn­vel heilu ríkj­un­um í langvar­andi fjár­hags­vand­ræði þar sem viðvar­andi keðju­verk­un leiðir til stig­vax­andi út­gjalda og hærri skatta. Borg­ar­línu­hug­mynd meiri­hlut­ans í Reykja­vík hef­ur flest ein­kenni slíkra verk­efna. Málið hef­ur verið sett á odd­inn oft­ar en einu sinni í kosn­inga­bar­áttu. Ekk­ert út­lit var fyr­ir að borg­ar­yf­ir­völd­um tæk­ist að koma íbú­un­um í þau vand­ræði sem verk­efnið mun valda. Svo gerðust þau und­ur að rík­is­stjórn­in lét plata sig til að fjár­magna aðal­kosn­ingalof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík.

 

Kosn­ing­ar 2018

Á aug­lýs­inga­skilt­um um alla borg birt­ust mynd­ir af borg­ar­stjór­an­um yfir orðunum „Borg­ar­lína“ eða „Miklu­braut í stokk“. Á þessu var hamrað á vefsíðum og í aug­lýs­inga­tím­um annarra fjöl­miðla. Þessi her­ferð var skond­in í ljósi þess að sömu áform höfðu verið kynnt áður af þeim sem stjórna „skýja­borg­inni Reykja­vík“. Hún var líka sér­kenni­leg í ljósi þess að borg­in hafði verið rek­in með viðvar­andi halla á góðær­is­tím­um, hafði vart fjár­hags­lega burði til að hirða rusl og reiddi sig á rík­isaðstoð við rekst­ur þeirra al­menn­ings­sam­gangna sem fyr­ir voru.

 

Ráðherr­arn­ir og sátt­mál­inn

Þá var sett­ur sam­an svo­kallaður sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins. Með sam­komu­lag­inu féllst ríkið á að stofna sér­stakt op­in­bert hluta­fé­lag, nýtt ríki í rík­inu með ótrú­leg völd, sem hefði það hlut­verk að gera kosn­ingalof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík að veru­leika. Í því skyni myndi ríkið leggja til verðmæt­ar eign­ir, Keldna­landið og jafn­vel Íslands­banka, og leggja ný gjöld á al­menn­ing. Gjöld­in voru rétti­lega skírð tafa­gjöld en lík­lega töldu ein­hverj­ir aug­lýs­inga­menn nafn­gift­ina of lýs­andi og tafa­gjöld­in voru end­ur­skírð „flýtigjöld“.

Ríkið tók að sér að standa und­ir megn­inu af kostnaðinum (75%) en sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu áttu að sjá um rest. Stjórn­end­ur Reykja­vík­ur, sem er kom­in í mikl­ar fjár­hagskrögg­ur eins og fyrr grein­ir, vissu í hvað stefndi um leið og rík­is­stjórn­in var lent í net­inu. Full­trúi borg­ar­inn­ar sendi því ráðherra bréf þar sem hún fór fram á að fá að leggja nýja skatta eða gjöld á íbú­ana til að standa und­ir sín­um litla hluta (um 15%) af fram­kvæmd­um vegna Borg­ar­línu. Haf­andi gert sér grein fyr­ir því hver réði för létu borg­ar­yf­ir­völd sér ekki nægja að biðja um heim­ild­ina held­ur skrifuðu drög að laga­grein­um ásamt grein­ar­gerð fyr­ir rík­is­valdið.

 

Tvö­falt kerfi og fram­kvæmda­stopp

Mark­miðið með þessu öllu er að koma á tvö­földu kerfi al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu. Nú­ver­andi kerfi geng­ur illa. Aðeins um þriðjung­ur tekna Strætó kem­ur frá farþegum, rest­in frá skatt­greiðend­um. Fyr­ir ára­tug var gert und­ar­legt sam­komu­lag milli rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna um svo­kallað fram­kvæmda­stopp. Gegn því að eng­ar meiri­hátt­ar úr­bæt­ur yrðu gerðar í sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu á kostnað rík­is­ins skyldi ríkið styrkja al­menn­ings­sam­göng­ur um millj­arð á ári.

Ríkið borgaði sem sagt fyr­ir að komið yrði í veg fyr­ir að ráðist yrði í nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur. Þetta merki­lega sam­komu­lag átti að skila því að nýt­ing al­menn­ings­sam­gangna færi úr 4% í 8%. Nú ligg­ur fyr­ir að ár­ang­ur­inn varð eng­inn. Um­ferðartepp­ur hafa reynd­ar auk­ist til muna vegna fram­kvæmda­stopps­ins (sem er ár­ang­ur í huga sumra) en nýt­ing­ar­hlut­fall strætó er enn 4%.

Hvað gerði svo nú­ver­andi rík­is­stjórn þegar hún sá að verk­efnið hafði ekki skilað nein­um ár­angri á ára­tug? Að sjálf­sögðu ákvað hún að fram­lengja, nema nú til 12 ára. Til viðbót­ar var svo skrifað und­ir sam­komu­lag þar sem rík­inu var allra­náðarsam­leg­ast heim­ilað að ráðast í ákveðnar sam­göngu­úr­bæt­ur sem höfðu beðið árum eða ára­tug­um sam­an gegn því að greiða lausn­ar­gjald í formi fjár­mögn­un­ar Borg­ar­línu.

 

Til­gang­ur Borg­ar­línu

Hinar langþráðu úr­bæt­ur á vega­kerf­inu og Borg­ar­lín­an hald­ast þó ekki í hend­ur. Því einn af helstu kost­um Borg­ar­lín­unn­ar mun vera sá að þrengja að ann­arri um­ferð. Það er gert með því að taka tvær ak­rein­ar (eina í hvora átt) af nokkr­um helstu sam­gönguæðum höfuðborg­ar­svæðis­ins. Einnig með því að fækka bíla­stæðum og veita Borg­ar­lín­unni for­gang á öll­um ljós­um og koma þannig í veg fyr­ir langþráðar end­ur­bæt­ur á stýr­ingu um­ferðarljósa.

Gerð er ágæt grein fyr­ir þessu í skýrslu danska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins COWI. Fyr­ir­tækið kom auga á þá aug­ljósu staðreynd að eðli Reykja­vík­ur og nýt­ing­ar­hlut­fall al­menn­ings­sam­gangna leyfði ekki dýrt verk­efni eins og Borg­ar­lín­unna. Því var út­skýrt að það þyrfti að þrengja að ann­arri um­ferð, fækka bíla­stæðum o.s.frv. til að neyða fólk í strætó. Reynd­ar notuðu skýrslu­höf­und­ar ekki orðið „neyða“ en í frum­vörp­um vegna máls­ins er ekki dreg­in dul á að mark­mið stefn­unn­ar sé „neyslu­stýr­ing“.

 

Þingið stimpl­ar

Eft­ir sam­skipti sín við rík­is­stjórn­ina töldu borg­ar­yf­ir­völd greini­lega að af­greiðsla þings­ins væri bara forms­atriði því þegar hef­ur tals­verður fjöldi fólks verið ráðinn til að vinna að verk­efn­inu, ófá­ar glærukynn­ing­ar verið birt­ar, sér­stök sýn­ing sett upp í Ráðhús­inu og hönn­un sæt­anna sem eiga að vera í biðskýl­un­um kynnt.

Þótt búið sé að hanna sæt­in í biðskýl­in er allt á huldu um kostnaðinn við verk­efnið. Ekki ligg­ur einu sinni fyr­ir hvernig ríki og borg ætla að haga hinni nýju gjald­töku til að standa straum af fram­kvæmda­kostnaðinum. Því hef­ur verið hent fram að fram­kvæmd­in muni kosta um 80 millj­arða króna (meira en tvö­falda kostnaðaráætl­un Sunda­braut­ar) en þar er byggt á er­lend­um áætl­un­um fyr­ir slík verk­efni sem nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust hafa farið úr bönd­un­um og jafn­vel reynst fræg vand­ræðaverk­efni. Dett­ur ein­hverj­um í hug að í Reykja­vík muni kostnaðaráætl­un stand­ast bet­ur?

 

Rekstr­aráætl­un­in er týnd

Und­ar­leg­ast af öllu er þó að ekki skuli liggja fyr­ir rekstr­aráætl­un fyr­ir þetta risa­stóra verk­efni. Hvernig get­ur það gerst að ríkið samþykki að selja verðmæt­ar eign­ir al­menn­ings og leggja á nýja skatta til að fjár­magna verk­efni sem eng­inn virðist hafa hug­mynd um hvað muni kosta að reka? Þó vit­um við að til stend­ur að reka tvö­falt stræt­is­vagna­kerfi. Hefðbundn­ir vagn­ar varða rekn­ir áfram og kostnaður­inn við þá, eina og sér, mun aukast þegar Borg­ar­lín­an bæt­ist við (um a.m.k. tvo millj­arða á ári) en kostnaður­inn við Borg­ar­lín­una sjálfa bæt­ist þar ofan á. Dett­ur ein­hverj­um í hug að borg­ar­yf­ir­völd muni ekki láta ríkið og skatt­greiðend­ur bera rekstr­ar­kostnaðinn til framtíðar?

Áformin lýsa til­raun til að ráðast í „sam­fé­lags­verk­fræði“ án til­lits til þarfa eða vilja borg­ar­búa. Af­leiðing­in verður sú að íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins munu þurfa að borga meira fyr­ir að sitja leng­ur fast­ir í um­ferðinni.

 

Mál­inu er ekki lokið

Við þinglok tókst þing­mönn­um Miðflokks­ins, með erfiðismun­um, að koma inn nokkr­um fyr­ir­vör­um við verk­efnið. Þeir varða m.a. kostnað, trygg­ing­ar varðandi Sunda­braut og aðrar sam­göngu­bæt­ur, skipu­lags­mál Keldna­lands­ins, nýtt sjúkra­hús og höml­ur á hið nýja op­in­bera hluta­fé­lag.

Fyrst og fremst eru breyt­ing­arn­ar til þess falln­ar að styrkja stöðu stjórn­valda og kjós­enda framtíðar­inn­ar og auka lík­urn­ar á að hægt verði að losna úr þessu óheilla­verk­efni, greiða fyr­ir um­ferð og reka al­menn­ings­sam­göng­ur sem virka. Það mun hins veg­ar ekki ger­ast af sjálfu sér. Saga máls­ins og annarra sam­bæri­legra til þessa sýn­ir að erfitt muni reyn­ast að stoppa kerfið þegar það er búið að leggja lín­una."

Merkilegt að hugmyndin virðist óstöðvandi með rökum. Bullið er keyrt áfram þó að vægi almenningssamgangna vaxi ekki ár frá ári úr 4 % og fólkið velji fjölskyldubílinn í auknum máli sem sinn lífsstíl að 95 hundraðshlutum .

Sigurborg Ósk, Dagur Bé. og Hjálmar hafa aðra skoðun og hún er barin inn.Laugaveginum skal lokað hvað sem íbúarnir segja. "Vi alene vider"  eins og gömlu kóngarnir sögðu gjarnan!

Hlustar engin á rök?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Allt satt og rétt hjá þér, því þessir Borgarlínuvagnar munu aka jafn tómir og ýmist seinir eða á undan áætlun með jafn mállausa útlendinga við stýrið og rándýrir eins og við þekkjum svo vel.

Það mætti taka þessa fáránlegu hugmynd til athugunar ef mannfjöldinn hér á svæðinu væri svona tífaldur á við þessar fáu dreifbýlishræður sem hér búa, en hér í mannfæðini er þetta blátt áfram hlægilegt.

Því má ekki gleyma að meðan fjölskyldumynstrið er eins og tíðkast og hamrað er á, þá líkjast þessi bíllausu áform ekkert öðru en óraunverulegri kókaín draumsýn, sem ég gæti þar fyrir utan best trúað að eigi við nokkur rök að styðjast.

Jónatan Karlsson, 7.7.2020 kl. 07:15

2 identicon

Þegar SIGMUNDUR DAVÍÐ Gunnlaugsson formaður Miðflokksins talar um BORGARLÍNUNA og áföll Reykjavíkurborgar ásamt sameign ORKU og VIRKJANNA hlustar ÞJÓÐIN. Kári Stefánsson frá Íslenskri Erfðargreiningu fellur í sama runn - ÞJÓÐIN hlustar.

Af hverju er þetta "brandaraástand" í Reykjavíkurborg, með nauman meirihlutaK. NÁGRANNA bæir eiga vissulega að hafna þessum tilkostnaði og fjármálaaustri.

Breytum REYKJAVÍK í OFURBORG á heimsvísu. Flugvallar, skipulags og fjármál verður að skoða á ný.

Við eigum ennþá ÍSLAND, sem enn er ómengað. Verjum Landið okkar frá "Alþjóðarugli". Við erum fremstir í FISKVEIÐUM og VINNSLU. VATNIÐ, ORKAN og GRÓÐURHÚSIN og ÚTIRÆKTUN á toppi ásamt BÆNDUM og búaliði. Auðkýfingar og ERLENDAR þjóðir fá EKKI lengur að kaupa UPP LANDIÐ OKKAR. Það er nóg til af fasteignum í Reykjavík fyrir okkar erlendu vini.

Sjálfir eigum við að selja auðseldar afurðir OKKAR. Við þurfum ekki að borga miljarða fyrir að vera í óskipulögðum og illa skipulögðum ALÞJÓÐASAMTÖKUM, sem hugsanlega sækjast meir eftir OKKAR EINSTÆÐA LANDI og VIRKJUNUM.

NATO er okkar mál fyrir vestræna samvinnu og Keflavíkur flugvöll, sem AMERIKANAR byggðu og síðar gáfu OKKUR.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 7.7.2020 kl. 13:43

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það vekur athygli mína að sveitafélögin í nágrenni Rvíkur sem stjórnuð eru af Sjálfstæðismönnum beygja sig öll fyrir DBE og meira að segja formaður Sjálfstæðisflokksins sem fer með fjármál ríkisins. Hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum Halldór? Hvert er þessi flokkur kominn? Þetta er ekki flokkurinn sem ég gekk til liðs við forðum, enda hætti ég að kjósa þennan flokk, hann hefur brugðist sjálfstæðisstefnunni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.7.2020 kl. 14:11

4 identicon

Sigmundur kann að bulla og telur það sitt helsta hlutverk, meðan hann er ekki í stjórn, að vera á móti öllu og skemma sem mest. Væri hann í stjórn þá hefði hann stutt orkupakka 3, samgönguáætlun og borgarlínuna.

"Því  fleiri óumdeild stjórnarmál sem andstaðan skemmir fyrir í núverandi ástandi, hvað sem gagnsemi þeirra líður, þeim mun betra fyrir mig og mína." Sigmundur, Apríl 2020.

Vagn (IP-tala skráð) 8.7.2020 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband