Leita í fréttum mbl.is

Heimkaup

er fyrirtæki, www.heimkaup.is,  sem ég ákvað að reyna að hefja viðskipti við í sóttvarnaskyni við pláguna.

Í stuttu máli fer maður á netið, velur úr vörutegundum og setur í körfu.Borgar með korti, velur heimsendingartíma og nýlenduvaran kemur í rauðum poka á tilsettum tíma. Ísskápar, reiðhjól  og búsáhöld eru líka í boði, með 50.000 vörutegundum,  en það hef ég látið vera.

Allt hefur staðið eins og stafur á bók hjá þessu góða fólki og það lætur sér annt um að spyrja hvort eitthvað hefði mátt betur fara.Næst fær maður síðustu pöntun upp á skjáinn og getur endurpantað og líka keypt nýtt á fljótlegan hátt.

Þetta er eins ljúft og það getur verið hjá Heimkaupum og ég er hæstánægður og vona að þeir fari að hætta að tapa ef ég er duglegur að kaupa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil álagning er ekki ávísun á hagnað. En verðlag Heimkaupa virðist taka mið af dýrustu verslunum landsins. 

Prufaðu Nettó. Sama þjónusta, svipað úrval matvara og verðið oftast tugum prósenta lægra.

Vagn (IP-tala skráð) 18.7.2020 kl. 19:24

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hef aldrei notið þjónustu þeirra en hef bara heyrt jákvætt umtal um þetta fyrirtæki.

Sigurður I B Guðmundsson, 18.7.2020 kl. 19:41

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ég hef ekki spáð í verðið Vagn, ég er búinn að heyra um Nettó en hef ekki prófað þá.Þetta var nýtt fyrir mér hér innanlands  sem er búinn að versla lengi við Amazon með mikilli aðdáun. En ég hlusta á þig. 

En þessi verzlunarmáti er kominn til að vera þar sem sóttvarnir eru líka komnar til að vera að ég held.

Halldór Jónsson, 19.7.2020 kl. 03:46

4 identicon

VERSLUNIN færist á færri hendur. Þeir STÓRU hafa SAMEINAST öðrum fyrirtækjum og olíufélögum á landinu öllu. Verðin eru enn hæst á ÍSLANDI, en þjónustan er góð?. Samfylkingarmenn gerðu samninga við Kínaveldið og þar skapaðist NETVERSLUN við FÁMENNI ÍSLENDINGA.

ÍSLAND hefur breyst og RÍKIÐ orðið stærsti vinnuveitandinn.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 19.7.2020 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband