Leita í fréttum mbl.is

Hver er sekur?

í Namibíu-máli Samherja?

Ég hef verið að hlusta á vandlætingarfólk sem úthrópar Samherja sem siðspillt og sekt fyrirtæki og þjóðaskömm og álíka stóryrði.

Kemur mér þetta eitthvað við. Nei í sjálfu sér ekki. En ég get ekki annað en spáð í þetta. Hver er orsökin, hver er afleiðingin og hvað ef?

Þeir eru fyrir rétti í Namibíu kallarnir sem tóku við milljarðinum frá Samherja, sem Jóhannes uppljóstrari sá um.Um hvað var hann svikinn sem gerði hann svona réttlætisfullan að hann snýst svona gegn fyrrum vinum sínum og kallar yfir sig vandlætingu góða fólksins?  

Verður maður ekki að spyrja sig: Hvar byrjaði málið?

Voru það þeir Þorsteinn Már og Jóhannes sem komu að máli við þessa Namibíukalla og stungu upp á að þeir fengju peninga fyrir að úthluta Samherja kvóta umfram aðra?  Finnst fólki það mjög sennilegt? Er ekki trúlegra að þetta geti hafa verið viðskiptavenja hjá þessum Namibíuköllum sem ekki hafi verið endilega ný af nálinni? Að Samherji hafi ekki endilega fundið upp spillinguna?

Skyldu Samherjamenn ekki hafa fengið upplýsingar annarsstaðar frá  um það að Heinaste gæti fengið kvóta ef...?

Samherji varð að vega það og meta hvort það væri tilvinnandi að taka á sig kostnað  gegn því að starfsmenn fengju vinnu við veiðar og fyrirtækið tekjur af skipinu sem annars hefði engin verkefni?

Ef atburðarásin er þannig, hvern á þá að áfellast? Var þetta of dýru verði keypt? Er þetta eitthvað svo ljótt eins og góða fólkið er að segja hérna? Kemur þetta einhverjum öðrum við en köllunum í Namibíu sem nú er búið að húkka og svo Samherja? Er ekki tal um einhverja íslenska þjóðarskömm dálítið langsótt? Verður þú ekki í Róm að hegða þér eins og Rómverji?

Ég er kannski svona siðblindur sjálfur að ég megi ekki efast sjálfur hvort komi á undan eggið eða hænan?

Mér finnst að kollegi minn Þorsteinn Már hljóti að hafa hugsað fyrst og fremst um hagsmuni Samherja og starfsmenn þess þegar honum var gert ljót að greiðsla væri forsenda fyrir viðskiptum? Ekki tekur neinn forstjóri því léttilega að þurfa að taka peninga úr sjóði fyrirtækisins og gerir ekki ef hann getur komist hjá því.Það er svo annað mál hvernig þetta er bókfært og borgað.

Er ekki auðvelt að sjá þetta fyrir sér sem markaðsgjald frekar en eitthvað ljótt sem sé íslensk þjóðarskömm? Eitthvað sem varð að gera eða vera ekki inni í myndinni?

Það eru stöðugar fréttir af hliðstæðum málum um allan heim. Þessi og hinn er að fá greitt smurningsfé. Skyldu öll slík mál komast upp?

Er þetta ekki útbreiddara viðskiptaform en menn halda.

Skyldi þetta þekkjast á Íslandi?

Er ekki sagt að sumstaðar séu þetta viðskiptavenjan en ekki undantekning? 

Hljóta menn ekki að standa frammi fyrir því vali í spillingarumhverfi að vera settir til hliðar eða hegða sér eins og Rómverjar þegar menn eru komnir til Rómar?

Er ég kannski móralskur idjót þegar mér finnst ekkert auðvelt að úrskurða að einhver einn sé sekari en hinn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Ja ekki var þetta nú kennt í Grænuborg þegar við vorum þar, en ég er sennilega líka móralskur idiót því ég er þsér sammála 

Kristmann Magnússon, 24.7.2020 kl. 17:52

2 identicon

"Svo skal böl bæta að benda á annað verra" er algeng varnaraðferð leikskólakrakka og annarra vanþroska siðleysingja. If you can't do the time, don't do the crime. Það verður hver að gera það upp við sig sjálfan hvort "markaðsgjaldið" sé of hátt eða ekki. Og "markaðsgjaldið" getur falist í fleiru en peningum. Rétt eins og "markaðsgjaldið" fyrir ölvunarakstur getur verið meiri en bara kostnaðurinn af áfengiskaupunum. Og það að einhverjir sleppi við að nást gerir brotið ekkert léttvægara.

Það er ekkert auðvelt að úrskurða hvort einhver einn sé sekari en annar. Þess vegna er gott að dómstólar þurfa ekki að gera þann samanburð. Þeim ber aðeins að úrskurða um sekt eða sakleysi hvers og eins.

Síðasti dómur í mútumáli var sakfelling Árna Johnsen þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ætli það sé tilviljun að þið skulið báðir tilheyra sama flokki og að sá flokkur hafi á sér orð fyrir visst siðleysi í peningamálum?

Vagn (IP-tala skráð) 24.7.2020 kl. 20:45

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru áhugaverðar spurningar Halldór, og bara gaman að spekúlera í því hvað er satt og hvað er logið í þessu Samherjamáli. En við vitum eiginlega ekkert um það, í það minnsta ekki enn. Kannski koma öll kurl til grafar á endanum. Þeir virðast í það minnsta hafa ötula rannsóknarmenn í Namibíu, og margir þar virðist manni orðnir langþreyttir á spillingu ef marka má fréttir.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.7.2020 kl. 22:04

4 identicon

Það hefur verið venjan á þessum slóðum að það þurfi að borga mútur fyrir auðveldara aðgengi að t.d. miðunum eins og í þessu tilfelli.

Á íslandi er engin spilling, það eiga bara allir skyldmenni, það er hin útgáfan af þessu.

Tengdafaðir minn og bróðir hanns hjóluðu um Rússland á mótorhjólum og voru endalaust stoppaðir af lögreglunni af engri ástæðu og alltaf verið að heimta mútur. Þetta er þeirra útgáfa af spillingunni, þeir komust fljótt að því að ef þeir bara þykjast ekki skilja og tala íslensku þá gafst löggan fljótt upp.

emil (IP-tala skráð) 25.7.2020 kl. 00:04

5 identicon

Það er mikill munur á DUGNAÐI og GRÆÐGI. SAMHERJAMENN, þeir bræður, eru dugnaðarmenn, sem unnu sig upp á eigin getu samkvæmt "reglum" frá ALÞINGI. Þeir eru stórhuga og moldríkir. Þetta er EKKI allra gjöf. Ég veit ekkert um útgerð enn fell fyrir "árabátum og smábátum" inni á hvers manns firði fyrir fátæka og öryrkja, sem minna og "EKKERT" hafa.

Á þessum eymdar tíma skaffar útgerðin vel til ÍSLENDINGA, miklu meira en ferðaiðnaðurinn, sem litlu skila við þessar aðstæður Covid19 og ofurfjárfestinga í ferðamennsku.

Við erum 66% hærri á Norðurlöndum í nýlenduvörum. Er það fyrir álagningu eða kommission erlendis. RÚV getur haldið áfram að "skemmta okkur", en dugnaðarmenn verða að lifa án umsjár Ríkisins?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 25.7.2020 kl. 11:59

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Mannsi, jafnvel hinir lærðustu meðal þjóðarinnar eins og við sem erum Cand Ís erum í vafa hvern á áfellast.

Vagn, vikð flokksmenn vorum eki par hrifnir af Bjarna Ben þegar hann skilaði Landsbankapeningunu sem Gulli hafði skrúfað út og skildi flokkinn þar með eftir stórskuldugan. Samfylkingin fékk ekki minni upphæð en skilað öngu. Þér finnst það ekki spilling auðvitað þar sem siðferði ykkar vinstri geplanna og góðafólksins  er afstætt.

Íhaldið var ekki eitt um að vera í Panamaskjölunum, var það?Og vernig er framganga Dags Bé í fjármálum síns flokks í Reykjavík.

Halldór Jónsson, 25.7.2020 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband