Leita í fréttum mbl.is

Icelandair?

á að setja það á með styrk eða láta það rúlla?

Alveg án tillits til þess hversu góð og göfug stjórnin er í félaginu og hvern hug Bogi ber til verkalýðsfélaga.

Ragnar Þór vill stúta félaginu enda ekki þáttakandi í neinni fjármálaspillingu að hann segir sjálfur. Og Sólveig Anna vill auðvitað fragta þeim öllum beint til helvítis ef hún gæti komið því við í stéttafélagamannkærleika og bolsévisma sínum og Gunnars Smára.

Hvað á að gera?

Enginn óvitlaus sjóðastjóri er tilbúinn að taka 30 milljarða af lífeyri félagsmanna og skella í félagið. Við eigendurnir yrðum að borga það í lækkuðum lífeyri eins og í hruninu þegar þeir töpuðu 10 milljörðum á feilspekúlasjónum sínu og sögðu ekki einu sinni svei þér við okkur sem fengum að borga í lækkuðum lífeyri.

Nú þykist þessi bolsévikki Ragnar Þór vera að springa af göfugmennsku og umhyggju fyrir okkur lífeyrisþegum. Og sannfæringu sinni fyrir því að allir séu fífl nema hann.Han alene vider.

Ef við teljum þjóðina þurfa að halda Icelandair á lofti þá dettur mér eftirfarandi í hug:

Lífeyrissjóðirnir leggi fram 50 milljarða til félagsins með því fororði að ríkið ábyrgist þeim endurgreiðslu ef illa fer til dæmis þannig:

Eftir fimm ár frá gjaldþroti Icelandair borgi ríkið lífeyrissjóðunum 5 milljarða til baka og svo áfram á 10 árum. Þetta greiði landsmenn í meiri sköttum hvert ár. Landsmenn taki á sig tapið en lífeyrisþegar sleppi.  Við tökum sjansinn í ljósi aðstæðna. Gerum þetta fyrir opnum tjöldum þannig að engum núverandi eigenda verði hyglað svo að hneykslun valdi

Allir landsmenn fái svo sent hlutabréf í félaginu hver eftir sínum greidda skatti vegna þessa.

Þetta gerum við strax og byrjum að láta Icelandair fljúga. Það má reka alla stjórnina, losa sig við allan annan rekstur  og afskrifa allt hlutaféð mín vegna enda held ég að það sé alveg nóg að hafa bara Boga Nils einan við stýrið.

Hann Bogi Nils hefur sýnt það að hann hefur í það minnsta 4 Framsóknarvit á rekstri og verkalýðsmálum. En til samanburðar hafði hesturinn hans Stebba Ste,hann Roy, 2 Framsóknarvit að því að Stebbi sagði sjálfur enda var Roy mjög traustur til erfiðra ferðalaga.

Verðum við ekki að gera eitthvað afgerandi og fljótt með Icelandair?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tillaga þín er ágæt en þú mátt ekki tala eins og að 30-50 milljarðar séu make or brake fyrir lífeirissjóðina. Þetta er innan við 2% af eignum þeirra. Hversu miklu skyldu þeir og þjóðarbúið tapa ef félagið færir í þrot. Kannski enn meira fé en það er erfitt að reikna það. Þá gæti þinn hluti verið í meiri hættu.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 25.7.2020 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband