30.7.2020 | 09:25
Við viljum biðlista
er eina niðurstaðan sem maður kemst að þegar maður les grein eins og þá sem birtist í dag eftir Ásgeir Guðnason bæklunarskurðlæknir.
Ég hef horft á fólk sem þjáist svo að skemmdum mjaðmaliðum að það er farlama. Mætt því svo á sprelligangi á Laugaveginum alheilu eftir aðgerð.
Ásgeir skrifar svo:
"hné eru tiltölulega algengur sjúkdómur. Smám saman finnur sjúklingur fyrir stirðleika og verk sem verður verri með tímanum. Ganga verður erfið sem og smávægilegar athafnir eins og að fara í sokka. Endanleg meðferð við slitgigt er gerviliðaaðgerð þegar allt annað hefur verið reynt og hafa þessar aðgerðir sýnt sig geta bætt lífsgæði sjúklinga umtalsvert.
Undirritaður starfaði erlendis um árabil við gerviliðaskurðlækningar. Ekki ætla ég að þreyta lesandann á því að bera saman mismunandi heilbrigðiskerfi en staðreyndin er sú að ég varð mjög hugsi yfir stöðunni á Íslandi þegar ég hóf þar störf. Biðlistarnir voru lengri en ég var vanur.
Tilfinningin sem ég fékk var annars vegar að þetta væri bara svona eins og eitthvert séríslenskt menningarlegt fyrirbrigði og að fjallið væri einfaldlega orðið of stórt. Svona eins og litla barnið sem hefur sig ekki í að taka til í herberginu sínu þar sem draslið er einfaldlega orðið of mikið.
Umræðan um þetta var og er líka furðulega lítil að mínu mati og deyr fljótlega út, sérstaklega þar sem Landspítalinn og íslenska ríkið, eigandi hans, tekur varla þátt í henni. En hvað snýst þetta um?
Vandamálið er í raun ákaflega einfalt þegar maður hugsar um heildarmyndina. Þetta snýst um venjulegt fólk sem hefur fengið slitgigt í liðina og getur lítið að því gert. Flestir eru eflaust ósköp venjulegt fólk, er í vinnu eða komið eftirlaun og flestir hafa borgað sína skatta til ríkisins og staðið við sitt gagnvart ríkinu.
En er ríkið að standa við sitt á móti? Er eðlilegt að biðtíminn sé svona langur af því að fólk var svo óheppið að fæðast á Íslandi? Er þetta bara svona? Af hverju er farið svona með þetta fólk? En þá eiga læknarnir auðvitað að forgangsraða. En hvernig áttu eiginlega að gera það?
Vissulega eru augljós tilfelli þar sem þetta er gert. Hins vegar er vel þekkt samkvæmt fræðunum að röntgenmynd af mjöðm eða hné með slitgigt, hversu slæm eða falleg hún er, hafi ekki endilega samband við einkenni sjúklinga, þar á meðal verk. Það er einnig erfitt að meta verk.
Verkur er mjög einstaklingsbundið fyrirbæri sem er breytilegur milli sjúklinga og einnig upplifunar sjúklinga af sínum verk. Einnig getur sami sjúklingur verið mismunandi góður eða slæmur af sínum verk á mismunandi tíma. Hvernig á eiginlega að meta þetta? Hvaða sjúklingur er verri en annar?
Og svo er enn einn sjúklingahópur sem gjarnan gleymist og stendur mér nærri. Sjúklingar sem þurfa enduraðgerðir á gerviliðum. Hvað á að gera við þá? Hvað á að gera við þetta fólk sem truflar sennilega stóra Excel-skjalið? Þetta fólk er alveg með jafn slæma verki og hinir, ef ekki verri.
Enduraðgerðir á gerviliðum eru ekki þær einföldustu, skurðlæknar sem framkvæma þær eru fáir og aðgerðirnar eru erfiðar að skipuleggja þar sem þær eru tæknilega flóknar. Þetta fólk sést oftast ekki á neinum listum þegar upplýsingar eru gefnar um fjölda á biðlista. En nú ætla ég mér að koma að kjarna málsins. Hvernig leysum við þetta? Er raunverulegur áhugi til staðar á þessu verkefni eða einskorðast áhuginn við uppgerðaráhuga þegar einhver kemur í viðtal vegna þess að fjölmiðlar hafa slysast til að fjalla um sjúkling sem hefur þurft að bíða lengi eftir lausn sinna mála?
Lausnin á skimunarvandamálinu á Covid-19-veirunni vakti nefnilega athygli mína. Skimanir voru framkvæmdar af Íslenskri erfðagreiningu vegna þess að Landspítalinn, sjálft háskólasjúkrahúsið, gat það ekki á þeim tíma. Hvað gerðist svo þegar þetta fyrirtæki hætti sínum skimunum?
Þá gat Landspítalinn skyndilega leyst vandamálið. Sennilega vegna þess að þeir urðu hreinlega að gera það. Þess vegna spyr ég, eru biðlistarnir á Landspítalanum eftir gerviliðaskurðaðgerðum vonlaust verkefni eða ekki? Ef þetta er vonlaust að mati ríkisins af hverju þá bara ekki að viðurkenna það opinberlega og gefast upp.
Ef þetta er gerlegt, snýst þetta þá um áhugaleysi eða peningaleysi af hálfu ríkisins? Eða eigum við að taka sömu umræðuna ár eftir ár án þess að eitthvað gerist? Íslensk stjórnvöld og Landspítalinn þurfa að stíga fram og sýna sínar hugmyndir.
Það furðulega er að skurðlæknar Landspítalans eru sjaldnast spurðir um hvaða hugmyndir þeir hafa um vandamálið og hvernig mögulega Landspítalinn gæti leyst biðlistavandamálin.
Er hægt að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landspítalanum með því að gera aðgerðir um helgar? Er hægt að gera tímabundið átak í liðskiptaaðgerðum meðan aðrar valkvæðar aðgerðir bíða? Væri hægt að láta skurðlækna Landspítala framkvæma aðgerðirnar á öðrum spítölum?
Eða eiga bara allir sjúklingarnir að fara í aðgerð erlendis eða á Klíníkinni þar sem bara sumir sjúklingar geta borgað fyrir aðgerð? Eru sjúklingar með slitgigt í mjöðm eða hné eða þeir með lausa gerviliði ekki nógu fínn sjúklingahópur til að einhver nenni að tala um þá og eigum við bara að vona það besta?"
Auðvitað er vandamálið skortur á fjármagni.Allt annað er hægt að kaupa, vinnu Ásgeirs um helgar, nýtingu skurðstofa spítalanna og hvað sem er.
Hin staðreyndin er að það situr kommúnisti kommúnistadóttir í stól heilbrigðisráðherra. Hún á sína fyrirmynd í ríki Stalíns sem gekk á áætlunarbúskap. Bensínstöð lokaði þegar dagssöluáætlun var náð. Húsgagnaverksmiðjan lokaði þegar hún var búin að framleiða tonnafjölda sinn af þyngstu stólum sem hægt var að teikna.
Þess vegna eru sjúklingar sendir úr landi til liðskipta fyrir margfaldan kostnað miðað við Klínikkina. Hugsjónatrú ráðherrans á áætlunarbúskapinn. Ræfildómur meðráðherranna að skynja ekki alvarleika málsins fyrir skattborgaranna og heimska liðsins sem kaus þá og gerir það líklega aftur vegna þess að hinir eru svo hræðilegir en ekki af því að því þykir sinn flokkur svo góður.
Ég kýs íhaldið af ekki af þeirrki ástæðu að mér finnist hann orkupakka Biggi Ármannsson vera voða sniðugur eða trúi því vð hann skilji sjálfstæðisstefnuna frá 1929 og virði hana. Heldur af þeirri einni ástæðu að mér finnst Pírataflokkurinn til dæmis með sín 15 % kjósenda svo skelfilegur og vonlaus til að gera nokkun tímann eitt eða neitt nema illvirki og þeir Þorsteinn Pálsson og TalnaBensi í Viðreisnarflokknum sem er eins og "diskcopy" af Samfylkingunni eru bara glóbalistaflokkar í sanda Sorosar sem vilja framselja fullveldi Íslands, orkuna og miðin og ganga í Evrópusmsambandið og taka upp Evru. Lesið til dæmis steypuna eftir Þorstein Pálsson í Fréttó i dag.
Þvílíkt Jarm á fullveldisframsalið og það af fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins sem ég studdi á móti Davíð til að mér finnst núna mér til eilífrar pólitískrar skammar.
Okkar ráðafólk skynjar ekki vandann þó að Ásgeir og áreiðanlega hann Kári sjái þetta í hendi sér. Okkar fólk hlýtur að treysta á að við séum svo vitlaus að við kjósum það alltaf aftur hvað sem á gengur, vegna árðurnefndra staðreynda sem alvöru Bjarni Ben orðaði svo: "Munið þið piltar,þó að við(Jóhann Hafstein) séum vondir þá eru aðrir verri."
Og þannig er það bara. Það er pólitískt viljaleysi og þess vegna höfum við biðlistana Ásgeir minn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Að aðrir flokkar í ríkisstjórn skuli láta heilbrigðisráðherra komast upp með þessa vitleysu er alveg með ólíkindum.
Sigurður I B Guðmundsson, 30.7.2020 kl. 12:02
Ég þakkaði Guði mínum og ÁSGEIRI GUÐNASYNI bæklunar sérfræðingi þegar ég fékk símtalið um aðgerðardag 25.febrúar, tveim dögum fyrir Asíu-pláguna. Ég kalla ÁSGEIR "vin minn" í hljóði og færi ÖLLUM læknum og hjúkrunarfólki bestu kveðjur á fimmtu hæðinni í FOSSVOGI.
Vegna óróleika og báginda í heiminum skal ÖLLUM ferðalögum hætt með "kvalda" sjúklinga og fylgdarlið til aðgerða erlendis og vinna ALLAR aðgerðir á okkar ÓMENGAÐA Landi-ÍSLANDI. ÁSGEIR GUÐNASON bæklunarlæknir fær mitt atkvæði.
Uppbygging spítalanna er á röngum stað og hefðu átt að byggjast upp í Landi Garðabæjar í námunda við KEFAP með HRAÐBRAUT og HELIKOPTER á SJÚKRAHÚSIÐ á fáeinum mínútum.
LOFTBRÚ með sjúklinga til aðgerða á ÍSLANDI bærist hratt um heiminn. ALLT færi vel saman: FOSSAR, FLÚÐIR og BLÁVATNIÐ og HELGAR VATNSLINDIR. ORKAN okkar og HEITA VATNIÐ. Hugsanlega mundu margir sjúklingar dvelja lengur og efla sig enn betur hjá NÁTTURULÆKNINGAFÉLAGINU í Hveragerði og víðar.
BÆKLUNARLÆKNAR, LÆKNAR og HJÚKRUNARFRÆÐINGAR kæmu ÍSLANDI betur á kortið með SJÁVARÚTVEGI, BÆNDUM og GRÓÐURHÚSA FRAMLEIÐSLU á þúsundum fermetra fyrir innanlandsnotkun og til ERLENDRA borga.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 14:42
Margir samþykkja hugmyndir Ásgeirs um styttingu biðlistans hjá bækluðu, verkjuðu fólki með vinnu á HELGUM og vinnu í einkafyrirtækjum eins og Klínikinni.
Hvað með gatnagerð, torg og stræti í borgum og bæjarfélögum?. Hvers vegna er EKKI unnið á NÆTURNA meðan BJART er?.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 16:20
Í núverandi ástandi væri hægt að bjóða út þessar stöðluðu aðgerðir svona eins og vegagerðin býður út verk.
Framtíðarlausn væri að taka upp svipað kerfi og í Singapore. Þar er sjúkratryggingakerfi ekki óskilt lífeyriskerfinu okkar þar sem fólk safnar sér inneign sem er svo gengið á þegar fólk er lagt inn á spítala osfv. Þetta dekkar um 98% af vandanum, restin er borguð af ríkinu.
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.