Leita í fréttum mbl.is

Hvað segir Hjörleifur?

Guttormsson um flugvöll í Hvassahrauni? Í snarpri grein skrifar Hjörleifur hugvekju um eldgosasögu landisins okkar og þá skammsýni stjórnmálamanna að láta sem hún hafi aldrei átt sér stað.

"...Skammsýnar skipulagsákvarðanir Góð þekking á jarðsögu, jarðskjálftum og eldgosum, er forsenda góðs skipulags til lengri tíma þar sem taka þarf tillit til líklegrar þróunar og áhættu við hönnun og staðsetningu mannvirkja.

Taka þarf mið af jarðskjálftahættu, m.a. Suðurlandsskjálftum sem lögðu Skálholtsstað ítrekað í rúst á liðnum öldum og ollu miklu tjóni á Selfossi og víðar um síðustu aldamót. Nýleg bygging kísilmálmverksmiðju á Tjörnesbrotabeltinu við Húsavík hefur eðlilega verið gagnrýnd af jarðfræðingum.

Álverið í Straumsvík stendur á Kapelluhrauni sem talið er hafa runnið frá Undirhlíðum um miðja 12. öld.

Hugmyndir hafa verið um að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar, en ekkert heildarmat liggur fyrir á eldvirkni honum tengdri.

Eitt ljósasta dæmi um fádæma skammsýni í skipulagsmálum birtist okkur svo í þeirri kröfu borgaryfirvalda Reykjavíkur að Reykjavíkurflugvöllur víki og öllu alþjóðaflugi verði beint suður á Reykjanes þar sem fyrirsjáanleg eru eldsumbrot innan ekki langs tíma. …

Vinnubrögð eins og hér hafa verið nefnd dæmi um varðandi skipulag og staðsetningu mannvirkja eru í hrópandi ósamræmi við vaxandi þekkingu á jarðfræði lands okkar. Brýnt er að finna leiðir til úrbóta, m.a. með skýrri leiðsögn í landsskipulagi."

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Dagur Bé og Holu Hjálmar halda áfram að ana út í óvissuna eins og enginn sé morgundagurinn.Bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins að undaskildu Seltjarnarnesi halda áfram að styðja þessi sjónarmið.

Vill enginn hlusta á Hjörleif eða hugsa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON mælir rétt um HVASSAHRAUNIÐ. Hraunið er fallegt en stórrugl varðandi alþjóðlegan FLUGVÖLL.

BORGARLÍNAN, FLUGVALLARMÁLIÐ og Hvassahraun ásamt ringulreið í fjármálum og skipulagsmálum er í ólestri. ÍSLENSKA ríkið getur ekki ENDALAUST bætt á sig KOSTNAÐI Reykjavíkurborgar. BORGARLÍNUNA geta bæjarstjórar nágrannabyggða STÖÐVAÐ með einu SKREFI.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 5.8.2020 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband