16.8.2020 | 14:07
Borgin á hausnum?
Um tuttugu spurningar liggja inn í kerfinu frá borgarfulltrúa Miðflokksins sem eru ósvaraðar. Þar af eru átta fyrirspurnir orðnar mjög gamlar eða frá árinu 2019. Það er greinilegt að einhver málin eru viðkvæm, segir Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.
En hvaða fyrirspurnir eru þetta?
Meðal annars eru fyrirspurnir um verkefnastofu borgarlínu, oftekið vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur, framkvæmdir við Fossvogsskóla, um nauðsyn og snjallmælavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur, hækkun hitaveitugjalds til gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, um biðskýli Strætó bs., um kostnað við gróðurhvelfingu í Elliðarárdal, um hvers vegna tekin var ákvörðun um að minnka götulýsingu í Reykjavík, um útsvarstekjur og fasteignatekjur Reykjavíkur í póstnúmerum á Kjalarnesi, um kostnað við endurgerð Tjarnarbíós, um innri leigu Klettaskóla og fl. Einnig á eftir að skila inn skilagrein vegna endurbóta við Klettaskóla sem átti að skila inn fyrir apríllok. Þetta er afleit stjórnsýsla því samkvæmt venju er miðað við að svara á fyrirspurnum innan þriggja vikna, segir borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir.
(Byggt á bókun Vigdísar á síðasta fundi borgarráðs).
Á tímum COVID-19 hefur Reykjavíkurborg ítrekað óskað eftir skattfé úr ríkissjóði. Ekki er langt síðan sú ósk kom frá Reykjavíkurborg að ríkið myndi láta borgina hafa tugi milljarða í neyðaraðstoð þar sem borgin væri ógjaldfær og geti átt erfitt með að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Forgangsröðun fjármuna er hér undarleg, bókuðu borgarfulltrúarnir á síðasta fundi borgarráðs.
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi:
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 var lagður fyrir borgarstjórn í vikunni til staðfestingar. Rekstrarniðurstaðan sýnir fram á slaka fjármálastjórn meirihlutans. Ekki hefur tekist að greiða niður skuldir og skuldasöfnun A- hluta og samstæðunnar halda áfram að aukast. Allir borgarfulltrúar þurfa að undirrita ársreikninginn, en við, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, gerðum það með fyrirvara, enda hafa margir sérfræðingar bent á ýmis álitamál á framsetningu ársreikningsins.
Ársreikningurinn fegraður
Þrátt fyrir mikla tekjuaukningu hjá borginni síðustu ár og að útsvarið sé í hæstu hæðum, hafa skuldir borgarinnar aukist gríðarlega, um leið og skuldahlutfallið hefur hækkað ár frá ári á einum mestu góðæristímum Íslandssögunnar.
Ársreikningurinn er fegraður með bókhaldsbrellum af ýmsum toga. Tekinn er út arður úr B- hlutafyrirtækjum eins og Faxaflóahöfnum og Orkuveitunni í stað þess að nýta svigrúmið til að lækka gjaldskrár til borgarbúa, raunverulegra eigenda Orkuveitunnar. Félagsbústaðir eru teknir inn í samstæðuupgjör Reykjavíkurborgar með matsbreytingum upp á 57 milljarða króna. Þessi fjárhæð hefur áhrif á efnahags- og samstæðureikning borgarinnar enda um gríðarlega fjármuni að ræða. Öll þessi félög eru óhagnaðardrifin og sjá um að veita almannaþjónustu til borgarbúa.
Ekki tekist að lækka skuldir á hátindi hagsveiflunnar
Í öllum rekstri spyrja menn sig grundvallarspurninga á borð við hvort skuldirnar séu að hækka eða lækka eða hvort reksturinn sé sjálfbær. Því miður er því ekki til að dreifa hjá borginni. Ársreikningurinn sýnir að skuldir fara stöðugt hækkandi og útgjöld eru alltaf hærri en skatttekjurnar.
Skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar jukust um 21 milljarð á síðasta ári, eða um u.þ.b. tvo milljarða á mánuði og það á góðæristímum.
Síðustu ár hefur hagnaður borgarinnar verið talsverður enda öll gjöld og skattar í leyfilegu hámarki og afkoma af sölu byggingarréttar góð flest árin þó svo hún hafi farið minnkandi síðasta ár. Þrátt fyrir tekjugóðæri á undaförnum árum og að við höfum verið á hátindi hagsveiflunnar hefur ekki tekist að lækka skuldir. Það vekur jafnframt eftirtekt að á sama tíma og ríkinu hefur tekist að lækka sínar skuldir þá halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Það er áfellisdómur yfir fjármálastjórn borgarinnar og sýnir lausatök á fjármálunum.
Gera þarf alltaf ráð fyrir því að efnahagsástandið geti versnað og tekjur farið minnkandi. Þetta má sjá á ársreikningnum en lítið var um einskiptishagnað af sölu byggingarréttar síðasta ár.
Það eru ekki bara skuldirnar sem hafa hækkað heldur hafa útgjöldin hækkað um 7-8% og rekstrarkostnaður hefur hækkað verulega eða um 8%. Borgarstjóri virðist ánægður með þessa skuldsetningu og biður borgarfulltrúa að rita undir árreikninginn með bros á vör. Slík brosmildi breytir þó ekki þeirri staðreynd að það eru borgarbúar sem á endanum borga brúsann fyrir þessa óhóflegu eyðslu og skuldasöfnun. Það gera þeir með hæsta leyfilega útsvari, auknum álögum og gjaldskrárhækkunum sem er í mörgum tilfellum ekkert annað en skattheimta.
Enginn skuldsetur sig út úr fjárhagsvanda til lengdar
Ársreikningurinn ber með sér að komið er að skuldadögum og dráttarvextirnir farnir að tikka víða í kerfinu. Það bitnar óhjákvæmilega á grunnþjónustu og lögbundnum verkefnum.
Enginn skuldsetur sig út úr fjárhagsvanda til lengdar, hvorki heimili, fyrirtæki né sveitarfélög. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við og taka á rekstrinum af ábyrgð og festu í stað þess að fara með betlistafinn til ríkisins og biðja um aðstoð eins og borgarstjóri og meirihlutinn í borginni hefur nú gert þegar gefið hefur á bátinn vegna neikvæðra fjárhagslegra afleiðinga Covid-19. Góðir búmenn sýna því fyrirhyggju og spara í góðæri til að mæta áföllum og mögrum árum."
Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:
"Niðurstaða ársreiknings samstæðu Reykjavíkurborgar er ánægjuleg. Samstæða Reykjavíkurborgar var rekin með 8,4 milljarða hagnaði og skuldir voru greiddar niður um 35 milljarða á síðasta ári. Þar af lækkuðu langtímaskuldir um rúma 29 milljarða króna. Rekstur samstæðunnar er að styrkjast umtalsvert. Eigið fé samstæðunnar styrkist einnig umtalsvert. Það nam 192 milljörðum króna í lok árs en var tæpir 148 milljarðar í byrjun ársins 2013. Þegar horft er til samstæðu borgarinnar munar mest um Plan Orkuveitu Reykjavíkur en aðgerðaáætlun hennar hefur gengið fyllilega upp. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um rúma 3 milljarða króna en undir hann heyrir allur almennur rekstur og lífeyrisskuldbindingar borgarinnar. Gjaldskrár Reykjavíkurborgar eru þær lægstu á landinu fyrir fjölskyldufólk. Það er jákvætt og er eitt af því sem gerir Reykjavík að besta staðnum á landinu fyrir fjölskyldufólk að búa á. Fjárhagslegur styrkur A-hluta borgarsjóðs er mikill, hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla. Þetta ber vott um góða fjármálastjórn borgarinnar."
Satt og logið sitt er hvað
sönnu er best að trúa
en hvernig á að þekkja það
þegar flestir ljúga?
Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?
Annað hvort er maður á hausnum eða maður er það ekki?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 3419713
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór
Eins og sú bókun vinstriflokka sem þú vísar í þá opinberast enn og aftur að fólk á þeim vængnum á erfitt með að læra að lesa ársreikninga. Það þarf ekki að blaða lengi í reikningum höfuðborgarinnar til að sjá að þarna er um algert bull að ræða.
Pistill Mörtu er mun nærri sanni, en nær þó tæpast utanum sukkið.
Það er ánægjulegt að sjá að þeir flokkar sem mynda minnihluta í borgini skuli átta sig á vandanum og láta færa til bókunnar sitt álit. Hitt er verra, að þetta fólk sem myndar minnihluta skuli ekki vera duglegra að koma sínum skoðunum til fólksins, kjósenda. Meðan svo er, er ekki að vænta annars en að þessi feyk meirihluti muni halda völdum.
Undantekning frá þöggun minnihlutans er Vigdís Hauksdóttir. Hún hefur ekki valið það hlutskipti að láta einungis færra til bókunar sitt álit, heldur einnig verið dugleg í að opinbera það fyrir kjósendum. Enda er það svo að nú vinnur meirihlutinn hörðum höndum að því að koma henni úr borgarstjórn, átta sig á að sannleikurinn gæti orðið þeim þungbær.
Allt stefnir því í að dómsmál, á kostnað borgarbúa, muni vera í uppsiglingu. Ekki vegna afglapa Vigdísar, heldur vegna þess að hún á erfitt með að sætta sig við að embættismaður borgarinnar, sem hefur verið dæmdur af dómstólum fyrir brot í starfi, skuli enn halda því starfi. Nokkuð undarlegt. Víst er þó að meirihlutinn bíði með málssókn þar til nær dregur kosningum, svo öruggt verði að málið sé enn í dómsferli þegar borgarbúar ganga til kosninga. Niðurstaðan má alls ekki koma fram fyrir kosningar, enda getur hún einungis orðið á einn veg, Vigdísi í hag.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 16.8.2020 kl. 19:25
Þetta lýtur út eins og "heimsfaraldur" rekstur Reykjavíkur borgar, sem stjórnað er af VINSTRIMÖNNUM/demokrötum.
SÖMU einkenni hrjá borgir AMERIKU í upplausn, sem reknar eru af ráðviltum og getulausum Demokrötum. RÍKIÐ á að borga stjórnleysi demokrata í biljónum talið. TRUMP neitar. SAMA á íslenska ríkisstjórnin að gera varðandi Reykjavíkurborg.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 16.8.2020 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.